Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 14
I Aðhaldinu, horft upp eftir far-
vegi Sogsins. Rústir grjótbryggj-
unnar sjást fremst á myndinni.
Ljósm. Ami Erlingsson.
menn frá Englandi, frá herra Hogarth,
þeim er stundar veiðina í Olfusá og Þjórsá,
annar þeirra er Pétr Kristoffersson (Finn-
bogasonar á Fjalli á Mýrum) er hefir öðru
hverju verið á Englandi og með laxveiða-
mönnum þaðan undanfarin ár.“*
Ekki hefur mér tekist að afla frekari
heimilda um þennan veiðiskap á vegum
Hr. Hogarths hér í stóránum okkar, hins
vegar gerist það seinni part ársins að
hann festir kaup á veiðirétti jarðarinnar
Kaldárhöfða í Grímsnesi (þ.e. austurbakka
Sogsins milli Þingvallavatns og Ulfljóts-
vatns og að hluta til veiði í báðum þeim
vötnum). Sjálfsagt er það ekki tilviljun
að hann kaupir réttinn þarna því hvað
mest veiðiorð hafði þá farið af þessari jörð
hér austanfjalls (sbr. Sýslu- og sóknarlýs-
ingar: 1979, 166-167 og Jarðabók Árna
Magnússonar II: 1918-1921, 357).
*Mikla sögu mætti skrifa um Pétur þennan, hann varð síðar
kunnur bóndi að Stóru-Borg í Húnaþingi og var frumkvöðull þar í
veiðimálum, tók fljótlega að laða til sín Breta til veiða í Víðidalsá.
Hann byggði milli 1880 og 1890 sérstakt hús fyrir þessa veiðigesti.
Stendur þetta hús enn og var það lengi notað sem þingstaður. í
bókinni Húnaþing (útgefin 1978 af Búnaðarfélagi, Kaupfélagi og
Sögufélagi Vestur-Húnvetninga) er þess getið að ef til vill muni
þetta vera með fyrstu veiðihúsum sem reist hafi verið hérlendis.
(Um Pétur þennan má m.a. lesa í Eyfirðingabók, frásögn sem ber
heitið Brúðkaupið að Stóru-Borg, þar er m.a. greint frá dvöl hans
ytra á ungdómsárum).
Afsal veiðiréttarins
Þar sem jafnvel er talið að hér sé um að
ræða fyrsta samning um veiðirétt, sem
gerður er hér á landi við útlendinga (sbr.
Sunnlenskar byggðir III: 1983, 80), þá
ætla ég að birta hér afsalsbréfið sem þá var
gert.
Afsalsbréf fyrir veiði á vatni í jarðar-
innar Kaldárhöfða landi frá 1. júní til 31.
ágúst ár hvert.
Seljandi Finnur Finnsson. Kaupandi
William Hogarth Esqv. í Aberdeen.
Copía/
Það játa eg Finnur bóndi Finnsson á
Kaldárhöfða í Grímsnesi innan Árnes-
sýslu og Suðuramtsins á Islandi, eigandi
að fyrtéðri ábúðarjörðu minni samkvæmt
afsalsbréfi dagsettu í dag, að eg hafi selt
og afhent eins og með þessu bréfi mínu sel
og afhendi frá mér og mínum lögerfingjum
til fullkominnar og óafturkallanlegrar
brúkunar og notkunar upptalda alla veiði
á vatni fyrir fyrrnefndrar eignarjarðar
minnar Kaldárhöfða landi á tímabilinu
frá 1. júní til 31. ágúst ár hvert, mið-
streymis út frá jarðarinnar landi ámóts við
aðrar jarðir, eða veiðirétt þeirra á vatni,
10
VEIÐIMAÐURINN