Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 50
Grímsá
komin á bók
í desember s.l. kom út bókin „Grímsá,
drottning laxveiðiánna“. Höfundar henn-
ar eru Björn J. Blöndal og Guðmundur
Guðjónsson. Þar með bætist Grímsá í
flokk þeirra veiðivatna, sem um hafa verið
skrifaðar sérstakar bækur, en áður hafði
Björn gert ánni nokkur skil í „Vötnin
ströng“ og reyndar víðar í bókum sínum.
I þessari Grímsárbók er saman kominn
mikill fróðleikur um ána. Björn J. Blöndal
og Sigurður Fjeldsted frá Ferjukoti lýsa
öllum veiðistöðum í Grímsá, og Sturla
Guðbjarnarson í Fossatúni gerir Tunguá,
þverá Grímsár, sömu skil. Þessir kaflar
bókarinnar eru ágætir og geta án efa orðið
gagnlegir þeim, sem þarna veiða. Lýsingin
er krydduð með veiðisögum, sem lífga upp
á ferðina með ánni.
Einnig eru í bókinni fróðleg og skemmt-
ileg viðtöl við Kristján Fjeldsted í Ferju-
koti, Steingrím Hermannsson og Viðar
Pétursson, sem allir veiddu í Grímsá árum
saman. Ur þessum viðtölum má lesa ýmis-
legt um sögu stangveiðinnar í ánni, en
henni hefði þó mátt gera fyllri skil í bók-
inni, þannig að heildarmynd fengist af
henni frá fyrstu tíð. Það hlýtur að vera
eitt af hlutverkum slíkra bóka.
Þá eru stuttar frásagnir af veiðum
ýmissa manna í ánni, einnig nokkuð af efni,
sem áður hefur birzt í bókum Björns J.
Blöndal, í Veiðimanninum og víðar, svo og
kafli um félags- og ræktunarmál.
Sá er megingallinn á þessari bók, að ekki
hefur tekizt að skipa niður miklu og góðu
efni svo að vel fari. Af þessum sökum verð-
ur bókin ekki nógu aðgengileg lesandan-
um, og er þá kannski ekki sízt slæmri byrj-
un um að kenna, en strax í annarri máls-
grein er leiðinleg meinloka, síðan koma
frásagnir af slysförum og dauða, sem ekki
geta talizt heppilegt upphaf á bók um
fallega laxveiðiá, og þá kemur langur kafli,
þar sem venjulegur lesandi hefur enga
hugmynd um, hver sá er, sem segir frá.
Fjölmargar prentvillur eru og til lýta.
Bókin er 198 bls., með um 70 myndum,
sem allar eru í svörtu og hvítu. Margar
þeirra hafa prentazt illa og myndatextum
er sums staðar áfátt. Aftast í bókinni eru
veiðikort af Grímsá og Tunguá, sem
Gunnar Bjarnason gerði og SVFR gaf út
1972, og voru þá árnar í bláum lit. Hér
hefur litnum verið sleppt, og eru því kortin
ekki nema svipur hjá sjón. Auk þess hafa
nöfn hönnuðar og útgefanda verið afmáð,
en tekið skal fram, að höfundar bókarinn-
ar munu ekki eiga þar neinn hlut að máli.
Utgefandi er Bókhlaðan. Virðist manni
sem fullmikið hafl hér verið til sparað,
bæði að því er tekur til útgáfukostnaðar og
til þess tíma, er ætlaður var í lokafrágang
verksins.
M.Ó.
46
VEIÐIMAÐURINN