Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 38

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 38
í framtíðinni reikna ég með að verulega muni draga úr kaupum á villtum klaklaxi, eftir því sem eldi á matfiski og hafbeit eykst. Stefnt verður að því að kynbæta lax til eldis við mismunandi aðstæður og ádráttur fyrir villtan klaklax verður þá fyrst og fremst til að fullnægja þörfum fyrir ræktunarstarf í ánum sjálfum. En nú skulum við snúa okkur aftur að efni þessa erindis. Hver eru áhrif klakfisk- töku úr ánum á laxastofna þar? I því sam- bandi er það einkum þrennt sem menn óttast (ég ætla ekki að ræða neitt um önnur óbein vandamál, t.d. stofnablöndun, dreif- ingu sjúkdóma o.þ.h.). 1. Minnkandi stórlaxagengd Með því að taka laxinn myndi laxgengd næstu árin minnka, þar eð laxar koma oft til hrygningar. 2. Eyðilegging veiðistaða Oftast er auðveldast að ná laxi á örfáum stöðum í ánni og því sé hætta á að með ádrætti sé verið að eyðileggja ákveðna veiðistaði í ánni. Orsakir þessa sé að fínna í liðum 1 og 3. 3. Ofveiði Menn óttast að hrygningarstofninn sé svo lítill á haustin að hrygning yrði ónóg í ánum, þær myndu því ala upp færri laxaseiði og gefa af sér færri laxa en ella yrði. Þessu til viðbótar koma ýmis etísk sjón- armið fram, t.d. að það sé ekki virðingu þessa göfuga físks samboðið að vera tek- inn í net, það sé „ómannúðlegt“, og þar fram eftir götunum. Slík viðhorf grund- vallast á trú manna og lífsviðhorfi, og ég mun ekki ræða þau nánar hér, enda gætu flestir ykkar gert því efni betri skil. Eg vona þó að þið munið sjá það í erindi mínu, að þegar við mælum með ádrætti, er ekki ver- 34 ið að hvetja til stjórnlausrar slátrunar á laxi. Adráttur er ein af mörgum aðferðum sem við viljum nota til að tryggja sem best áframhaldandi vöxt og viðgang stofnsins. Hversu stór hluti stofnsins hrygnir oftar en einu sinni? Atlantshafslaxinn er í raun óskyldur hinum eiginlegu löxum, eða Kyrrahafs- löxunum, og telst í ættkvísl með urriðum. Tegundir urriðaættkvíslarinnar geta hrygnt oftar en einu sinni, en slíkt er þó mun óalgengara hjá laxi en urriða. Þegar lax hrygnir, eyðast hreisturplötur hans, sérstaklega á hliðunum, og komist hann aftur til sjávar og nærist að hrygningu lok- inni, ber mynstur í hreistri hans þess glögg merki. Athuganir hérlendis benda til að hlut- fall laxa í göngu, sem koma öðru sinni til hrygningar, sé breytilegt á milli áa og einn- ig á milli ára. Það er mjög óalgengt að slík- ir laxar séu meira en 10% göngunnar og hrein undantekning ef það finnst lax sem er að koma þriðja sinni. I Miðf)arðará t.d. er þetta hlutfall mun lægra, eins og sjá má í töflu 1, eða frá 0% upp í 3%, og að meðal- tali innan við 1%. Langstærsti hluti göngunnar hverju sinni eru laxar að koma í fyrsta skipti til hrygningar. Líkur þess að þeir komi aftur einu eða tveimur árum seinna eru litlar. Tafla 1. Hlutfall laxa, sem gengu í Miðfjarðará 1982-1986, að koma öðru sinni til hrygningar. Ár Fjöldi sýna Áður hrygnt Fjöldi % 1982 47 0 0,0 1983 91 1 0,9 1984 64 2 3,1 1985 318 1 0,3 1986 384 3 0,8 Samtals 904 7 0,8% VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.