Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 22
inn Ögmundsson frá Kaldárhöfða veiddi
26 punda urriða þarna á stöng sumarið
1939. Til er mynd af honum með þennan
fallega fisk og sést stöngin sem hann var
með á myndinni. Það var bambusstöng,
sennilega yfír tommu í þvermál, hjólið var
einhvers konar fluguhjól og línan sver eins
og þá var algengt. Slíkar línur vildi gjarn-
an snúast upp á, sérstaklega meðan þær
voru nýjar.
Hlé varð á Islandsferðum Radcliffs í
fyrri heimstyrjöldinni og óvíst hvort hann
kom hér meir.
Bell, sem var auðmaður og mikill hesta-
maður, var á einhvers konar undanþágu í
stríðinu og mun hafa komið hingað meðan
á því stóð. Hann kvaðst eiga kost á að fara
til Astralíu til veiða ef hann vildi, en fannst
of langt að fara þangað svo ísland varð
fremur fyrir valinu. Bell var mjög harð-
sækinn veiðimaður og honum fannst
ekkert til koma ef urriðinn sem hann veiddi
var ekki 8-10 pund að þyngd, annað var
ekki fískur! Hann var einnig mikið við
veiðar í Soginu milli fossa og einnig mun
hann hafa verið við veiðar víðar, m.a. haft
Grímsá á leigu um tíma.
A Úlfljótsvatni voru helstu fastagestirn-
ir kirkjunnar menn og þar helst nafn-
greindir organleikarinn Bruton og prest-
urinn Mayendene. Einnig kom þar tvíveg-
is tiginn gestur sem heimamenn nefndu
biskupinn af Aberdeen, sérvitur karl. Að
sögn vildi hann ekki sofa í bænum eins og
hinir voru vanir heldur kaus hann að sofa í
tjaldi. Þeir félagar veiddu eingöngu á flugu
og voru mjög vanafastir, komu t.d. ávalt
heim klukkan þrjú síðdegis til að drekka
teið sitt.
Þeir áttu pantaða dvöl sumarið 1914, en
komu ekki, en eftir stríðið komu þeir aftur
og seinast komu þeir sumarið 1920 og
dvöldu þá í hálfan mánuð við veiðar. Það
var vont veður og þeim þótti veiðin hafa
sett ofan, sögðust ekki þekkja hana fyrir
það sama og var. Þeir héldu burt þann 5.
september í góðu veðri, riðu þá ásamt
fylgdarmanni veginn „milli hrauns og
hlíða“ norðan Hellisheiðar, þar áðu þeir og
höfðu á orði að þar væri svo fallegt að gam-
an væri að byggja þar og setjast að (Guð-
mundur Kolbeinsson: 1985).*
Lokaorð
Arið 1917 öðluðust innlendir aðilar
þennan umrædda veiðirétt. Þessir veiði-
*I „Veiðimanninum“ nr. 102ergreineftirSigurðHeiðdalsem
nefnist „Guðsmannaglettur“. Þar segir hann frá því þegar hann
var aðstoðarmaður þessarra kirkjunnar manna í þrjú sumur, 1909
og 1913 er þeir voru við veiðar í Grímsá og 1920 en þá voru þeir við
veiðar að Úlfljótsvatni.
Nielsen að veiðum t strauminum
neðan við Kerið. Þarna veiddust
oft stórar bleikjur. Takið eftir
flugnanetunum. Ljósm. Oline Lefolii.
Byggðasafn Ámessýslu, Selfossi.
18
VEIÐIMAÐURINN