Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 42

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 42
um á þetta svæði. Þá var sleppt 8000 smá- seiðum, um 1,6 seiðum á hvern lengdar- metra í ánni. Seiðin voru að meðaltali um 5,5 sm á lengd við sleppinguna. Þegar af- koma sleppingarinnar var athuguð sjö vik- um síðar var rafveitt á fjórum stöðum, með um 1,3 km millibili. Efsti veiðistaðurinn er númer 1 í töflu 4 hér á undan, en neðsti veiðistaðurinn er númer 4. Eins og við var að búast voru seiðin smæst á efsta staðnum og fóru stækkandi þegar neðar dró, að stað 3. Þetta eru áhrif tíðarfars árinnar sem þarna koma fram. Á stað 4 voru þau aftur áberandi smærri, en hefðu með réttu lagi átt að vera stærri. Þarna hafði einnig verið sleppt seiðum árið áður. Samkeppnin við þessi seiði leiddi af sér að seiðin þar voru um 20% léttari en á næsta stað fyrir ofan, jafnframt því sem fækkun seiða frá slepp- ingu var tvisvar til þrisvar sinnum meiri. Alyktanir I flestum tilfellum tel ég að lítilsháttar ádráttur að haustinu hafi óveruleg áhrif á þróun laxgengdar næstu árin. Þegar göng- ur eru stórar getur meiri háttar ádráttur verið til bóta. Þegar göngur eru litlar getur ádráttur í sumum tilfellum haft slæmar af- leiðingar. Undirstaða skynsamlegra ákvarðana í þessu efni er, að fengist hafi gott yfirlit um ástand seiðastofna í ánum, áður en gert er stórátak í ádrætti. Við höf- um t.d. stundum fundið að laxaseiði vantar á vissa kafla, sérstaklega framarlega í sum- um ám. Þar getur verið um að kenna of- veiði, en einnig virðist, að þegar göngur eru litlar, þá leitar laxinn oft minna fram í árnar en þegar meiri gengd er. Þegar þann- ig er ástatt getur verið til bölvunar að draga á. Við erum rétt að byrja að nota stjórnun á stærð hrygningarstofnsins sem ræktun- araðgerð, og eigum eflaust margt ólært í þeim efnum. Ef við skyldum ganga of langt er hægur vandi að bæta úr með slepping- um samstofna seiða úr eldisstöð. Dvalar- tími seiða í ánum er langur miðað við það sem er í eldisstöðinni þar sem klaktíma og vexti seiða er flýtt mikið miðað við það sem gerist í náttúrunni. Með sleppingum seiða úr eldisstöð getum við því unnið upp tapað eða jafnvel töpuð ár í ánni. Því ætti aldrei að þurfa að vera mikil hætta á að vinna varanlegt tjón með ádrætti. Við verðum að kanna áhrif stærðar hrygningarstofnsins á viðgang afkomenda hans, því þetta samband hefur mikil áhrif á, hvernig við metum árangur annarra ræktunaraðgerða. Það verður þó vart hægt nema til komi skilningur veiðimanna og gagnkvæmt traust þeirra og veiðiréttar- eigenda. Með þessu erindi vona ég að mér hafí tekist að eyða tortryggni einhverra veiðimanna í garð notkunar ádráttar sem laxræktaraðgerðar. Heimildir: Árni ísaksson, 1985. Laxeldi og laxrækt. Árbók bóndans 1984, bls. 7-29. Jón Kristjánsson og Tumi Tómasson, 1981. Sveiflur í laxagöngum og hugsanlegar orsakir þeirra. Freyr 77(11): 417-422. Symons, P.E.K., 1979. Estimated escapement of Atlantic salmon (Salmo salar) for maximum smolt production in rivers of dif- ferent productivity. Journal of the Fisheries Research Board of Canada 36:132-140. Tumi Tómasson, 1979. Áhrif stofnstærðar á viðkomu laxins. Veiðimaðurinn 102: 15-19. Þór Guðjónsson, 1986. Exploitation of Atlantic salmon in Iceland. Report presented at the Third International Atlantic Salmon Symposium, Biarritz, October 1986. 38 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.