Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 36

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 36
ríkjandi á nýja staðnum. Sú er e.t.v. skýr- ingin þegar „nýir“ sjúkdómar skjóta allt í einu upp kollinum. Við skulum að lokum líta aðeins á stöðu mála eins og hún er nú, en hún ætti að sýna að íslenskir laxastofnar eru í yfírvofandi hættu vegna erfðamengunar. 1. Hrogn úr norskum laxi hafa verið flutt til íslands a.m.k. þrisvar og eru til á a.m.k. tveim stöðum á landinu. I haust verða til hrogn sem þessi innflutningur hefur getið af sér, þegar kreistir verða fyrstu laxarnir sem af innfluttum norskum hrognum eru komnir. 2. Lax sem hefur verið fluttur þvers og kruss, er í sjókvíum allt í kring um landið. 3. Stærðargráða náttúrulegrar göngu- seiðaframleiðslu íslenskra vatnakerfa er u.þ.b. 1 milljón. 4. Gönguseiðaframleiðsla eldisstöðva 1985 var 0,8 milljónir, og 2 milljónir 1986. Hún stefnir í að verða 15 milljónir 1987, eða fimmtánfalt það magn sem vatnasvæði landsins framleiða. 5. Aform eru uppi um að stórauka sleppingar til hafbeitar nú á næstunni. í ljósi nýjustu upplýsinga um sölutregðu seiða til áframeldis, er ekki ólíklegt að milljónir seiða verði settar í hafbeit næstu árin. Þessi seiði koma til með að villast upp í ár allt í kring um landið. Sem dæmi um stærðargráðuna má miða við upplýsingar sem fengust úr Elliðaánum sumarið 1986, en þá komu sex merktir „flakkarar“ fram í afla, en árin 1984 og 1985 var um 40.000 merktum seiðum sleppt á Faxaflóasvæðið hvort ár. Sé beitt einföldum hlutfalla- reikningi, má búast við 600 flökkurum í afla Elliðaánna einna, verði 4 milljónum seiða sleppt á svæðið. Svipað öngþveiti verður líklega í öðrum ám landsins. Ef áformin standast og ekkert verður að gert, hvern á að sækja til ábyrgðar þegar skaðinn er skeður? Heimildir: Jonsson, B. 1982. Populasjonsgenetikk hos laksefamiljen. Fauna 35, 97-135. Heggberget, T.G. o.fl. 1986. Growth and genetic variation of atlantic salmon (Salmo salar) from river Alta, North-Nor- way. Can.J.Fish.Aqat.Sci. 43: 1828-1835. Skjervold, H. 1986. Laksen ,,skreddersydd“ de enkelte miljöer. Jakt & Fiske nr. 11. Import av smolt en trussel mot de norske laksestammene. Jakt & Fiske nr. 12 (þessar grein- ar birtast þýddar á íslensku hér í blaðinu). Fæst í næstu sportvöruverslun / ch TkiMAX Af'VOMUA{ Nýju Trimax línurnar eru léttari, grennri og sterkari. Einkaumhéð I. Guémundsson & co hf. Símar: 24020/11999. 32 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.