Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 17
golf og gert mikið af því löngu áður en
íþróttin varð svo vinsæl sem hún síðar
varð. Ekki var rekstur fyrirtækjanna alltaf
dans á rósum en alltaf tókst með gætni að
yfirstíga alla erfiðleika (sbr. Aberdeen
Daily Journal, 27. júlí 1903).
Utlendingar stunda veiðina
Eftir að veiðirétturinn á jörð Kaldár-
höfða var kominn í eigu Hr. Hogarths þá
hefst þar stangaveiði, sportveiði. Hann
byggði allveglegt timburhús upp af svo-
nefndum Borgardal sem er miðja vegu
milli vatnanna.* Það þótti í frásögur fær-
andi að ekki var þar torf og grjót í veggjum
eins og nær alls staðar tíðkaðist þá á bæj-
um. Spurningin er hvort þetta hafi ekki
verið fyrsta veiðihúsið (þ.e. í merkingunni
aðsetur sportveiðimanna) sem reist hafi
verið hér á landi.
A hverju sumri komu menn hingað til
lands til að stunda veiði þarna. Auk þess
má ætla að Hr. Hogarth hafi einnig sent
sérstakan umsjónarmann. Til þess bendir
frétt í Þjóðólfi frá 18. júní 1862 (bls. 105).
Þar er getið komu póstskipsins frá Kaup-
mannahöfn þann 16. júní, en þar er meðal
farþega maður að nafni Whyte frá Aber-
deen og þess getið að hann eigi að „...
annast um Silungaveiði fyrir Kaldárhöfða-
landi í sumar, fyrir Hogarth húsbónda
sinn.“
Annar farþegi með skipinu í þessari
*Ekki hefur mér tekist að tímasetja nákvæmlega hvenær húsið
var byggt, en eftirfarandi er þó ljóst: Árni Jónsson bóndi í Alviðru
hafði beðið Kolbein Guðmundsson fræðimann og fyrrum bónda á
Ulfljótsvatni að veita upplýsingar um veiði í Sogi og Úlfljótsvatni.
I tilefni af því sendi Kolbeinn Áma bréf um þetta, en hann var þá
orðinn svo heilsulítill að hann gat ekki skrifað sjálfur en fékk Guð-
mund son sinn til að skrifa fyrir sig. Þetta var árið 1964. Varð-
veist hefur afrit úr þessu bréfi og er frásögn mín að hluta byggð á
því afriti, en þar segir m.a.: „Eftir að Englendingamir komu hófst
raunveruleg stangaveiði. Þeir byggðu allveglegt timburhús í svo-
kölluðum Borgardal sem er miðjavegu milli vatnanna.“ Ekki er
þetta tímasett nánar en eins og fram kemur í greininni, sést að þegar
Sir Charles H. J. Anderson kemur þar þann 12. ágúst 1863, þá er
húsið þegar risið.
Jón Ögmundsson með26punda urriðann, sem hann
veiddi 26. ágúst 1939. Ljósm. Karl Guðmundsson.
ferð var J. Ross Browne frá Kaliforníu.
Þeir sem lesið hafa bók hans Islandsferð
J. Ross Browne 1862 (1976, 26) muna
kannski eftir fjörlegri lýsingu á því þegar
skipið kom við í Skotlandi á leið til Islands
en þar komu um borð 5 farþegar. Hann
kallar þá „tískuferðalanga“ án þess að
nefna þá með nafni, en þegar athugað er
hverjir voru farþegar með skipinu í þessari
ferð þá koma tengslin við Kaldárhöfða-
veiðina í Ijós. Síðar í bókinni (bls. 72-76)
gerir Browne góðlátlegt grín að hinum
mikla útbúnaði þeirra, segir þá m.a. hafa
haft byssur, veiðistengur og mikið af vín-
föngum. Það er athyglisvert að Browne
nefnir að þeir hafi haft flugnanet með sér
VEIÐIMAÐURINN
13