Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 45

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 45
Það eru 50% líkur á því að annað af tveimur genapörum ákveðins erfðaeigin- leika föður finnist í hverri sáðfrumu. A sama hátt eru 50% líkur á að finna annað genið í eggi móður. Genaparið sem af- kvæmið fær, ræðst þannig af tilviljun. Þótt genatíðnin hjá foreldrunum sé að jafnaði 0,5 A og 0,5 a, getur tíðnin hjá afkvæmun- um orðið önnur, vegna „óheppilegrar“ til- viljunar. Því færri sem afkvæmin eru, þeim mun meiri líkur eru á því að genatíðnin verði önnur en í foreldrahópnum. Þetta þýðir, að í fáliðuðum stofnum getur gena- tíðnin breyst smátt og smátt. Þetta er kall- að genflökt. b. Stökkbreytingar Snöggar breytingar í genunum gegna einnig hlutverki í fínþróun. Slíkar stökk- breytingar á genunum valda einnig breyt- ingum á prótínunum. Eftir að unnt var í byrjun áttunda áratugarins að ákvarða röð amínósýranna í prótíninu, var hægt að fylgjast betur með tíðni stökkbreytinga. Rannsóknir benda til þess að þær séu u.þ.b. 500 sinnum algengari en áður var haldið. Japaninn Mooto Kimura hefur nýlega fært sannfærandi rök fyrir því að þróun tegundanna verði vegna s.k. hlutlausra stökkbreytinga, samfara genflökti. c. Urval Þetta er aðferð sem notuð er með mikl- um árangri í kynbótum á plöntum og hús- dýrum. Arangur úrvalsins fer eftir því hve mikið er unnt að velja, og hversu örugg- lega er hægt að meta arfgerðina. Urval leiðir til fleiri svipaðra einstaklinga og veldur meiri hættu á úrkynjun. d. Innflutningur erfðaefnis úr öðrum stofnum Stofnerfðafræðilegar rannsóknir á fjölda dýrategunda sýna að náttúran leit- ast við að hindra úrkynjun með því að láta stofnana skiptast á einstaklingum. Ahrif blöndunarinnar eru háð: - Fjölda fram- andi einstaklinga, og - hversu mikil frá- vik eru í genatíðni milli viðkomandi stofna. 4. Ónákvæmni í ratvísi - leiðrétting á fínþróunarbrautinni Ef við snúum okkur nú aftur að laxin- um, þá hefur verið sýnt fram á að ratvísin er ekki alveg hárnákvæm. Líffræðilega skýringin á þessu hlýtur að vera: Að koma í veg fyrir, eða draga úr áhrif- um þeirrar úrkynjunar sem alltaf fylgir ströngu úrvali. Auka erfðabreytileikann og magna þannig áhrif úrvalsins. Við sjáum í hendi okkar að sé gen- streymið (ónákvæmnin í ratvísinni) of lít- ið, er hætta á að stofninn fái úrkynjunar- einkenni. Hins vegar, verði blöndunin (genstreymið) of mikið, er sú hætta fyrir hendi að stofninn missi eitthvað af þeim séreinkennum sem fínþróunin hefur byggt upp. B. Eigum við að halda í hina einstöku laxastofna? I ljósi þess sem hér á undan hefur farið um þá flóknu þætti sem liggja að baki fín- þróuninni, - að baki hinna sérstöku stofna í ánum, má varpa fram þeirri spurningu, hvort við eigum að reyna að halda í og varðveita slíka erfðabreidd sem stofnar ánna hafa að geyma. E.t.v. er mögulegt að leggja tölur á borðið um efnahagslega þýðingu sem þessi stofnaskipting hefur. En hverjar svo sem þær eru, og þó ávinningurinn reyndist jafnvel lítill sem enginn, er til efs að rétt- lætanlegt þætti að brjóta niður það erfða- munstur sem stofnarnir sýna sín á milli. Hér má minna á, að þegar árið 1972 var ályktað á umhverfismálaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Stokkhólmi, að varð- VEIÐIMAÐURINN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.