Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 23

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 23
Að veiðum neðan við Kerið, Niel- sen lengst t.h., á miðbryggjunni, en þar veiddist aðallega punds- bleikja. Við neðstu bryggjuna var hún smcerri. Efsta bryggjan, sem var náttúrleg, sést ekki, en þar veiddist stóra bleikjan, algeng stcerð 5-6pund. Tjaldið er áStrák- aflöt, en þar tjölduðu veiðigestir oft. Ljósm. Oline Lefolii? Þjóðminjasafn íslands. staðir urðu fljótt vinsælir og fjölsóttir, sér- staklega eftir að Ljósifoss var virkjaður og staðurinn komst í vegasamband. Yfírborð Ulfljótsvatns hækkaði mikið við þá virkj- un og þá fór mikið land undir vatn og veiði- aðstæður spilltust nokkuð að áliti heima- manna. Þarna var þó mjög mikið veitt þangað til efra Sogið var virkjað en þá hvarf vatn úr farvegi þess og veiðiskapur lagðist af. Þó að Mr. Reynolds og Mr. Waugham brúarsmiðir hafí bleytt línu hér um árið þegar Ölfusárbrúin var byggð og Adam Hoffritz hafí tekið að veiða á stöng á kreppuárunum og þar með verið braut- ryðjandi stangaveiði á Selfossi, þá tel ég með því sem hér hefur verið rakið að um- talsverð stangaveiði hafí átt sér stað hér austanfjalls fyrir þeirra tíð. Enda þótt ég hafi sett upphafsárið við 1860 eða 1861, þá er ekki þarmeð sagt að Skotarnir hafí ekki fyrir þá tíð verið þegar farnir að renna fyrir físk. Reyndar er sögn um að þeir hafí fyrst komið þar um eða uppúr 1850 og ef það er rétt, eru þeir þá ekki með þeim fyrstu sem veiddu á stöng hér á landi? Einnig má geta þess að laust fyrir 1950 fannst á þessum slóðum við Kaldárhöfða fomaldarkuml sem talið er vera frá fyrri hluta tíundu ald- ar. Þar í haugfénu fannst m.a. öngull sem án efa var veiðitæki haugbúans. Þannig má sjá að snemma hefur veiðiskapur tíðkast þarna (sbr. Kristján Eldjárn: 1956,65-70). Að lokum ætla ég að geta greinar sem ég rakst á nýlega í The Tourist in Iceland* frá árinu 1892. Þar er að fínna á bls. 13 þrjár ferðaáætlanir sem útgefendumir telja gerlegt fyrir ferðahópa að fylgja og þá að sjálfsögðu á hestum. Ein þessara ferða er ferð um Suðvesturland: From Reykjavík via Reynivellir (there a fine salmon river). Hestur, Reykholt (historical place - Snorri Sturluson - hot springs), Kalmanstunga (Surtshellir, the greatest cave in Iceland), Lake Arnarvatn (best trout fishing), Þingvellir, Geysir (Gullfoss, the grand waterfall), Laugar- vatn, Efribrú (best fishing in Iceland, Sog) and back to Reykjavík, making this trip in 15 days. Spyrja má hvers vegna þeir félagar nefna sérstaklega Efribrú og að veiðin í Soginu sé sú besta á landinu. Svarið hlýtur að felast í því að nokkurt veiðiorð hafí farið af þessum veiðistöðum og að það hafí varla *Ferðamálatímarit á ensku sem þeir Þorlákur O. Johnson og Björn Jónsson ritstjóri ætluðu að hefja útgáfu á, en aðeins kom út þetta eina hefti. VEIÐIMAÐURINN 19

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.