Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 21

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 21
hafa verið sumarið 1908 sem hann lét reyna þetta en árangur varð sáralítill. Stórurriðinn Þar sem útfall Sogsins úr Þingvalla- vatni var áður og nú er stíflugarður Stein- grímsstöðvar, var talið að helstu hrygn- ingarstöðvar stórurriðans hefðu verið. A haustin, í september og október, gekk hann á þessar slóðir og var þá veiddur, og þurfti að sýna mikla aðgát við þær veiðar, því róið var þvert yfír ofan við Sogskjaftinn og lín- an látin berast niður fyrir þau mörk sem óhætt var að fara á báti vegna straumþung- ans. Þó Nielsen og síðar Eyrarbakkaversl- unin (frá 31. des. 1911) væri eigandi þess- ara réttinda til ársins 1917, þá eru til sagn- ir um að Skotarnir hafí á hverju sumri komið þangað til veiða og einnig að þeir hafi þá veitt lax í neðra Soginu, þ.e. neðan fossa. Þarna hafa þeir verið í leyfi Nielsens en aðallega haldið til á Brúarbæjunum og Úlfljótsvatni. Meðal Skotanna sem héldu til á Syðri- brú og voru við þessar veiðar eru sérstak- lega nafngreindir tveir menn, Mr. Rad- cliff og Mr. Bell, og komu þeir um árabil á hverju sumri til veiða og sóttust þeir einkum eftir að veiða sem stærsta urriða. Þeir gáfu bændunum gjarnan veiðina, en ef þeir fengu stórurriða, þá roðflettu þeir þá og munu urriðarnir hafa verið stoppaðir upp síðar og seldir á söfn. Einnig er sagt að þeir hafi ætlað sér að veiða stærsta urriða sem veiðst hefði á stöng í Evrópu og mun hafa verið heitið til þess verðlaunafé. Hversu stóra urriða þeir félagar veiddu er ekki vitað, en að sögn Óskars Ögmunds- sonar bónda á Kaldárhöfða voru á eldri veggklæðningunni í skúrnum við Þing- vallavatn dregnar útlínur stórra fiska sem þeir félagar veiddu. (Óskar hefur þetta eftir Þorláki Ófeigssyni, smið frá Kaldár- höfða, en foreldrar hans bjuggu þar 1881- 1906 og veittu veiðimönnum fyrirgreiðslu, einkum konan, Kristín, sem var mikill kvenskörungur). Óskar minnist þess að hafa sem unglingur séð þessar teikningar áður en klætt var yfir þær, en það mun sennilega hafa verið gert árið 1938. Nokkr- um árum seinna sviðnaði hluti af vegg þeim sem teikningarnar voru á og var þá sett eldvarnarplata til hlífðar þar. Ósagt skal því hvort þessar gömlu teikningar mættu koma í ljós væri eftir þeim leitað. Hins vegar er vissa fyrir því að Jón heit- Nielsen að veiðum neðan viðKerið 29.júlí 1894. Úlfljótsvatn í baksýn. Þegar Ljósifoss var virkjaður,fór ncer allt undirlendið á myndinni undir vatn. Ljósm. Oline Lefolii. Þjóðminja- safn íslands. VEIÐIMAÐURINN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.