Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 35

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 35
Sá fískstofn sem byggir ákveðinn stað, er sá sem er best fallinn til þess að búa ná- kvæmlega þar og ekki annars staðar. Gerðar hafa verið rannsóknir (rafdrátt- ur á próteinum) sem sýna að þessi munur hefur erfðafræðilegan bakhjarl. Utreikningar á niðurstöðum sem feng- ist hafa sýna að blöndun stofna í náttúr- unni er mjög lítil, annars væri munurinn ekki fyrir hendi. Stærðargráða þeirrar blöndunar sem má eiga sér stað án þess að mörk stofna þurrkist út er ótrúlega lítil. Erlendar athuganir hafa sýnt að laxar villast ca. 2%. Það þýðir að af 1000 fískum sem veiðast í ákveðinni á, séu 20 flækingar úr öðrum ám. Þó þeir séu á svona þvælingi er ekki þar með sagt að þeir hrygni, því út- reikningar sýna að hin raunverulega erfða- blöndun geti ekki verið meiri en 0,04% á ári (1/2500). Merkingar á náttúrulegum gönguseiðum í Elliðaánum benda til þess að ratvísi laxins sé afar nákvæm. Af u.þ.b. 3500 seiðum sem merkt hafa verið, hafa um 300 fundist aftur sem fullorðnir laxar, allir í Elliðaánum, enginn annars staðar. Það er hin nákvæma ratvísi sem gegnir lykilhlutverki í að halda stofnunum hrein- um! Það er ekki bara að stofnar séu mismun- andi milli áa. Sýnt hefur verið fram á að innan einnar og sömu árinnar geta verið fleiri en einn stofn. Nýlega kom út grein þar sem sýnt er fram á að í Altaánni í Noregi séu a.m.k. þrír stofnar (Heggberg- et, T.G. o.fl., 1986). Höfundar greinarinn- ar enda hana svona: „Þar til menn skilja afleiðingar hugsan- legrar blöndunar að fullu ættu menn að reyna að sleppa seiðum á þá staði í ánni þar sem foreldrar þeirra voru teknir.“ Ahrif innblöndunar í stofninn fara eftir því hversu mikill munur er á skyldleika stofnanna sem blandað er saman og um- fangi blöndunarinnar. Með umfangi eða styrk blöndunarinnar er bæði átt við fjölda fiska og þann tíma sem blöndunin stendur. Sýnt hefur verið fram á að skyldleika- munur vex með landfræðilegri fjarlægð að öðrum þáttum óbreyttum, m.ö.o. því fjar- lægari sem ókunni stofninn er, þeim mun meiri hætta stafar af honum fyrir heima- stofninn. Af framansögðu ætti að vera ljóst að blöndun laxastofna er óæskileg og hættu- leg ef við ætlum okkur að halda þeim eins og þeir eru núna. Þarf því ekki að hafa mörg orð um ný- veitt leyfi stjórnvalda til innflutnings á norskum laxahrognum. Þó það heiti svo að þau séu í sóttkví og bannað sé að flytja þau milli staða, vita allir hvað mikið hald er í slíku þegar fram í sækir. Mín skoðun á flutningi laxfíska milli vatnakerfa er þessi: - Flutningur milli nálægra áa er óhepp- ilegur. - Flutningur milli landshluta er hættu- legur. - Flutningur milli landa er skemmdar- verk. Af ásettu ráði hef ég enn ekki minnst neitt á sjúkdóma. Astæðan er sú, að alltaf þegar verið er að meta áhættu af fiskflutn- ingum, hvort sem um er að ræða hrogn eða lifandi físk, eru sjúkdómafræðileg rök lögð til grundvallar. Ekkert er minnst á stofn- einkenni eða erfðafræði. Þó eru þetta nátengdir þættir, því fískar hafa visst erfðabundið mótstöðuafl gegn sjúkdómum sem ríkja í þeirra eigin um- hverfi. Séu þeir fluttir annað, eru þeir varnarlitlir fyrir þeim sjúkdómum sem eru VEIÐIMAÐURINN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.