Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 20

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 20
inum en tóku að halda til á bæjum, eink- um á Kaldárhöfða, Efribrú, Syðribrú og Ulfljótsvatni en einnig í tjöldum. Að sögn Guðmundar Kolbeinssonar frá Úlfljóts- vatni (mars 1985) var á öllum þessum bæj- um byggt við eða húsakynnum breytt svo að betur væri hægt að taka á móti þessum veiðigestum. Koma þeirra varð snar þátt- ur í lífi fólksins þarna og mynduðust sterk tengsl við þessa menn, og samskiptin við þá voru í flestu mjög góð. Nú fóru þeir að veiða í neðra Soginu og fyrir löndum þess- ara jarða, og hafa sennilega verið byrjaðir að veiða lax. Fór svo fram um fulla þrjá áratugi, þ.e. fram yfir aldamót. Svo virð- ist sem einhver tengsl hafí þarna verið komin við Eyrarbakkaverslunina (e.t.v. hafa þau alltaf verið til staðar), því talið er að Nielsen verslunarstjóri þar sé farinn að veiða þarna nokkru fyrir aldamót. Síðar, eða árið 1905, keypti Lefolii stórkaupmað- ur í Kaupmannahöfn og á Eyrarbakka veiðiréttindin af Ödu M. Hogarth í Aber- deen en hún var þá orðin eigandi þeirra, hafði hlotið þau í arf eftir Alexander Pirie Hogarth sem lést 25. júlí 1903. Afsalið er gefið út í Aberdeen 15. október 1905, kaupverðið tilgreint £ 116, 10 sh. og 6 d. Lefolii afsalar svo þessum sömu réttindum þann 11. janúar 1906 til Nielsens og þar með hefst stangaveiðin af fullum krafti á ný. Nielsen lét byggja skála upp við Þing- vallavatn, ofan við þann stað þar sem Sogið féll úr vatninu. Hann var 9x12 álnir að stærð á grjóthlöðnum grunni, járnklæddur utan, þiljaður að innan og var síðar klædd- ur á ný að innan. Stendur þetta hús enn, þó heldur sé það orðin léleg vistarvera enda lítið notuð um árabil. Síðar var byggt bátaskýli áfast norðurhlið hússins og einn- ig mun Nielsen hafa byggt kofa (,,íshús“) þarna. Þess fyrir utan byggði hann skúr, 3x4 álnir að stærð, og stóð hann ofan til við þar sem Sogið rann þá út í Úlfljótsvatn. Skúr þessi var járnklæddur en óeinangrað- ur og óklæddur að innan og stóð þarna þangað til Steingrímsstöð var byggð en þá var hann rifinn enda nærri kominn undir vatn. Einnig byggði hann annan íshús- kofa þar. Byggingar þessar hefur Nielsen reist samkvæmt heimildum í afsalsbréfmu frá 1860 (sjá bls. 10-11 hér framar). Heimild- ir eru til um að á meðan hann var heill heilsu, en hann missti mátt að hluta til árið 1909, hafi hann farið næstum því um hverja helgi vor og sumar til veiða að Kald- árhöfða (sbr. Jón Pálsson: 1945, 129). Til eru nokkrar myndir af honum og gestum hans við veiðar þarna og á einni þeirra svignar stöngin fagurlega og eru lík- ur á að þar sé hann með stóra bleikju, en þar sem hann er staddur á myndinni veiddust oft 5-6 punda bleikjur. Frá því að Nielsen var orðinn handhafi veiðiréttarins hafði hann að jafnaði tvo menn við veiðina. Silungsaflinn, sem oft var vagnhlass og stundum meira, var flutt- ur þaðan einu sinni í viku. Þegar Þorkell Þorkelsson frá Óseyrar- nesi stundaði veiðina fyrir Nielsen ásamt öðrum manni var sagt að þeir hefðu veitt um 300 væna silunga á dag þegar best lét. Sigurður Þorsteinsson frá Flóagafli segir frá því í bók sinni Gamalt og Nýtt (1948, 30-31) að hann hafi eitt sinn verið um 3 mánuði við veiði fyrir Nielsen og hafi Nielsen viljað láta reyna ýmsar aðferðir við veiðina sem ekki höfðu áður verið reyndar og ekki viljað spara neitt þar til. Guðmundur Kolbeinsson minnist einnig á þetta og segir hann Nielsen hafa gert til- raunir með að veiða í vörpu eða nót sem hann lét setja út í miðja ána, í strauminn rétt neðan við „Kerið“. Það mun líklega 16 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.