Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 40

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 40
helstu upplýsingar sem við höfum um veiðiálagið í nokkrum ám (tafla 2). Veiðiálag er nokkuð breytilegt milli ára en er algengast um 30%. Margir þættir hafa áhrif á hve vel gengur að veiða laxinn. Einn þáttur er stærð göngunnar, yfírleitt veiðist hlutfallslega minna úr stórum göngum en litlum. Miðfjarðará sem dæmi Haustin 1985 og 1986 var sennilega meira reynt til að veiða þar lax með ádrætti en í flestum öðrum ám landsins. Þar fór saman, að veiðina stunduðu menn með mjög nána kunnáttu og reynslu um ána, laxinn í henni og notkun veiðarfæra. Meðalaldur náttúrulegra laxaseiða sem hafa haldið til sjávar úr Miðfjarðará árin 1984 og 1985 og komið aftur sem smálaxar árin 1985 og 1986 hefur verið rétt um 4 ár, (minnstur í Austurá 3,8 ár og mestur í Vesturá 4,2 ár). Miðað við þetta má ætla að 1 hrogn/m2 ætti að vera æskilegt til að sjá um eðlilega nýliðun. Við skulum gefa okkur eftirfarandi for- sendur þegar við lítum á hvernig málum hefur verið háttað í Miðf]arðarám s.l. tvö ár: 1. Æskileg hrygning er 1 hrogn/m2. 2. Stangveiðin tekur annan hvern lax (50%) sem í ána gengur. 3. í ánni eru tveir hængar á móti hverri hrygnu í lok veiðitímans. 4. Hver hrygna er að meðaltali 4 kg og í henni 7200 hrogn. Samkvæmt þessu líta dæmin fyrir 1985-1986 þannig út (tafla 3). Eins og sjá má, var hvergi gengið of nærri hrygningarstofninum skv. þessum forsendum, og í haust var skilinn eftir lax langt umfram áætlaða þörf. I þessari töflu er Austurá talin ná að ármótum við Vest- urá, og æskileg stærð hrygningarstofns í Miðfjarðará reiknuð á grundvelli flatar- máls árinnar frá þjóðvegsbrú að ármótum Vesturár. Við veiddum ekki hvar sem var í ánum, því við vitum að á vissum stöðum, t.d. framarlega í Núpsá, er ásetningur of lítill og þar var laxinum því hlíft. Þar sem upp- eldisskilyrði eru metin fremur rýr, eins og t.d. neðarlega í Miðfjarðará, var lagt aukið kapp á veiðarnar og eins þar sem klak árs- ins á undan var gott. Þannig var mismikl- um tíma og fyrirhöfn varið í veiðarnar á mismunandi stöðum. Getur of stór hrygningarstofn verið til skaða? Að nýta ádrátt til að reyna að hafa áhrif á stærð og dreifingu hrygningarstofnsins er tiltölulega nýtt hér á landi, þótt umræð- Tafla 3. Samantekt á veiði, áætluðum hrygningarstofni og æskilegum hrygningarstofni í Miðfjarðarám 1985 og 1986. 1985 A Stang- Neta- Hrygn. veiði veiði stofn Miðfjarðará 294 131 163 Vesturá 425 67 358 Núpsá 138 12 126 Austurá 205 77 128 Samtals 1062 287 775 Stang- 1986 Neta- Hrygn. Æskil. veiði veiði stofn hr.stofn 401 66 335 100 684 92 592 261 245 83 162 126 402 109 293 126 1732 350 1382 613 36 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.