Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 40

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 40
helstu upplýsingar sem við höfum um veiðiálagið í nokkrum ám (tafla 2). Veiðiálag er nokkuð breytilegt milli ára en er algengast um 30%. Margir þættir hafa áhrif á hve vel gengur að veiða laxinn. Einn þáttur er stærð göngunnar, yfírleitt veiðist hlutfallslega minna úr stórum göngum en litlum. Miðfjarðará sem dæmi Haustin 1985 og 1986 var sennilega meira reynt til að veiða þar lax með ádrætti en í flestum öðrum ám landsins. Þar fór saman, að veiðina stunduðu menn með mjög nána kunnáttu og reynslu um ána, laxinn í henni og notkun veiðarfæra. Meðalaldur náttúrulegra laxaseiða sem hafa haldið til sjávar úr Miðfjarðará árin 1984 og 1985 og komið aftur sem smálaxar árin 1985 og 1986 hefur verið rétt um 4 ár, (minnstur í Austurá 3,8 ár og mestur í Vesturá 4,2 ár). Miðað við þetta má ætla að 1 hrogn/m2 ætti að vera æskilegt til að sjá um eðlilega nýliðun. Við skulum gefa okkur eftirfarandi for- sendur þegar við lítum á hvernig málum hefur verið háttað í Miðf]arðarám s.l. tvö ár: 1. Æskileg hrygning er 1 hrogn/m2. 2. Stangveiðin tekur annan hvern lax (50%) sem í ána gengur. 3. í ánni eru tveir hængar á móti hverri hrygnu í lok veiðitímans. 4. Hver hrygna er að meðaltali 4 kg og í henni 7200 hrogn. Samkvæmt þessu líta dæmin fyrir 1985-1986 þannig út (tafla 3). Eins og sjá má, var hvergi gengið of nærri hrygningarstofninum skv. þessum forsendum, og í haust var skilinn eftir lax langt umfram áætlaða þörf. I þessari töflu er Austurá talin ná að ármótum við Vest- urá, og æskileg stærð hrygningarstofns í Miðfjarðará reiknuð á grundvelli flatar- máls árinnar frá þjóðvegsbrú að ármótum Vesturár. Við veiddum ekki hvar sem var í ánum, því við vitum að á vissum stöðum, t.d. framarlega í Núpsá, er ásetningur of lítill og þar var laxinum því hlíft. Þar sem upp- eldisskilyrði eru metin fremur rýr, eins og t.d. neðarlega í Miðfjarðará, var lagt aukið kapp á veiðarnar og eins þar sem klak árs- ins á undan var gott. Þannig var mismikl- um tíma og fyrirhöfn varið í veiðarnar á mismunandi stöðum. Getur of stór hrygningarstofn verið til skaða? Að nýta ádrátt til að reyna að hafa áhrif á stærð og dreifingu hrygningarstofnsins er tiltölulega nýtt hér á landi, þótt umræð- Tafla 3. Samantekt á veiði, áætluðum hrygningarstofni og æskilegum hrygningarstofni í Miðfjarðarám 1985 og 1986. 1985 A Stang- Neta- Hrygn. veiði veiði stofn Miðfjarðará 294 131 163 Vesturá 425 67 358 Núpsá 138 12 126 Austurá 205 77 128 Samtals 1062 287 775 Stang- 1986 Neta- Hrygn. Æskil. veiði veiði stofn hr.stofn 401 66 335 100 684 92 592 261 245 83 162 126 402 109 293 126 1732 350 1382 613 36 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.