Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 13

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 13
ferð og höfðu bækistöð að Sólheimum, þá hafí þeir veitt bæði lax og silung þar í ánni hinn 7. ágúst það ár (sbr. Charles H. J. Anderson: 1984, 35). William Hogarth kemur til sögunnar Hér að framan hef ég aðeins drepið á hvenær farið var að brúka stöng til veiða á hluta vatnasvæðisins hér austanfjalls. Fjarri er þó að ég hafi gert því tæmandi skil, enda er það ekki ætlunin í grein þess- ari. Vil ég nú færa sögusviðið ofar með Sog- inu, upp fyrir fossa og að Efra-Sogi, þar sem telja má að vagga stangaveiðinnar hér austan fjalls hafí staðið. Meðal fólksins á jörðunum við Úlfljótsvatn og Efra-Sog lifa sagnir um útlendinga sem komu á hverju sumri til veiða þar, bæði fyrir og eftir seinustu aldamót, og einnig að þeir áttu þar um tíma veiðirétt. Ekki er mér kunnugt um að því máli hafi neins staðar verið gerð skil á prenti fyrr og því er ætlunin með grein þessari að raða saman þeim heimildum sem mér hefur tekist að afla þar um og vona ég að úr verði sæmilega heilleg mynd. Eg hef minnst hér lauslega á tvo breska athafnamenn sem hugðust nýta sér verð- mæti laxins okkar. Þeir voru, eins og áður sagði, sestir að við gullkisturnar í Borgar- fírði og við Laxá í Þingeyjarsýsu um og fyr- ir 1860. Skyldi ekki einhver hafa rennt sjónum sínum um þetta leyti að gullkistunni okkar hérna, þ.e. Ölfusár- og Hvítársvæðinu sem er annað tveggja laxauðugustu fiskihverfa hérlendis? Reyndar verður að hafa í huga að á þess- um tíma, þ.e. upp úr miðri 19. öld, var veiði ekki stunduð í net hér á neðri hluta vatnasvæðisins nema í litlum mæli miðað við það sem síðar varð, helst fór orð af veiði í bergvatnsánum á þessum árum. Það var ekki fyrr en veiðiaðferðin, sem Norð- maðurinn kenndi Andrési á Hvítárvöllum árið 1857, var tekin upp hér og markað- ur opnaðist, að veiðin jókst til muna, var það á síðari hluta aldarinnar. Líkur eru á að augu Breta hafi einnig beinst um þetta leyti að okkar svæði og kemur nú hér til sögunnar þriðji athafna- maðurinn sem þá er sagður hafa verið auð- ugur kaupmaður og búsettur í Aberdeen. Nafn hans er William Hogarth.* Hans er nokkrum sinnum getið í Þjóðólfí gamla á þessum árum, m.a. sést að hann hefur komið hingað til lands á eigin ,,slúffu“ (þ.e. skútu) sumarið 1858 og ferðast þá nokkuð um hér á landi. Hann hefur siglt slúffu sinni inn Borgarfjörð „...og kom við á Eyrarbakkahöfn í heimleið og hugði hér að mörgu, hvað sem hann ræðst í síð- ar“ (Þjóðólfur 4. ágúst 1858, 130). Önnur frétt sama ár greinir frá því að ,,-Úngr kaupmannssonr frá Bretlandi (Aberden á Skotlandi) er hér nýkominn til þess að reyna ýmsar fískiveiðar, er mælt, að faðir hans, auðugr, kaupmaðr, hafí hug á að gefa sig hér við kaupum á söltuðum lax, þá fram liði stundir“ (Þjóðólfur 29. mars 1858, 104). Líkur eru vissulega miklar á að hér sé átt við Hogarth þennan, eða son hans, þó nafn hans sé ekki nefnt beint í frétt- inni. Greinilegt er að Hogarth hefur þó aflað sér einhverra leyfa til að reyna veiði- skap hér um slóðir því í Þjóðólfí 10. maí (1860, 75) er frétt um að 5. maí hafi komið með póstskipinu Arcturus „...2 laxveiða- *Þó grein þessi fjalli að mestu um Hogarth þennan og umsvif hans hér austanfjalls, þá er vitað að annar Breti hugleiddi um þetta leyti að ná veiðirétti hér í Amessýslu. Þegar Eyrarbakkaverslunin stóð höllum fæti 1867, þá hugleiddi maður að nafni Leask, bú- settur í Glasgow, að kaupa verslunina ásamt Þorláki Ó. Johnsyni. I því sambandi vildi Leask vita „...hvort eigandi Eyrarbakka eigi rétt til þess að veiða í Ölfusá og ef svo er ekki, hvort hann geti fengið veiðina á leigu?“ (Lúðvík Kristjánsson: 1962, 135). Ekkert varð úr þessari fyrirætlun þeirra félaga. VEIÐIMAÐURINN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.