Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 53

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 53
ákveðið var að ganga frá vatnsbrunninum og vatnsmálum stöðvarinnar til fram- búðar. Rekstur stöðvarinnar reyndist að þessu sinni ekki áfallalaus, svo sem vænta mátti. Hrogn, sem fengust úr Elliðaár- löxum og flutt höfðu verið í stöðina, urðu fyrir miklum afföllum. Einnig urðu mikil afföll á seiðum úr þeim við startfóðrun. Til þess að fullnægja samningum félags- ins við áreigendur, þurfti því að kaupa 5000 gönguseiði til viðbótar þeim, sem fyr- ir voru. Var þeim ráðstafað þannig: Brynjudalsá 1.500, Miðá 2.000, Leirvogsá 5.000 og Breiðdalsá 1.500. Sumargömlum seiðum var ráðstafað þannig: Leirvogsá 10.400, Brynjudalsá 2.500, Gljúfurá 4.500, Miðá 10.000 og Breiðdalsá 2.500. Afgang- inum var haldið í vetrareldi. Þann 13. september var gerð ferð að Brynjudalsá og dregið á neðan Bárðarfoss. Fengust 15 pör af laxi, sem sleppt var ofar í ánni, en þrjár hrygnur voru fluttar í Skóg- arlaxstöðina til undaneldis. 27. september fóru Guðmundur Bangog Hrafn Jóhanns- son á vatnasvæði Breiðdals. Dregið var á fram í myrkur þann dag og síðan byrjað í birtingu næsta dag og haldið áfram allt til hádegis. Höfðu þá náðst 14 hrygnur og svipað af hængum og komið fyrir í kistum til geymslu úti i árvatninu. Fór Guðmund- ur öðru sinni austur 19. október. I birt- ingu næsta dags var tekið til við að flokka og kreista þær níu hrygnur, sem tilbúnar voru. Gekk ferðin í alla staði vel og feng- ust flmm lítrar af hrognum. Skömmu síðar sendu bændur suður einn lítra, sem fékkst úr fjórum hrygnum. I lok október áskotn- aðist stöðinni fimm hrygnur og tveir hængar, allt yfír 10 pundum. Voru hrygn- urnar kreistar í stöðinni. Samkvæmt sam- komulagi við Rafmagnsveitu Reykjavíkur var leyft að taka 50 hrygnur og samsvar- andi af hængum úr Elliðaánum til hrogna- töku. Er nú þegar búið að taka hrogn úr 30 hrygnum og fengust 18 lítrar. Vatnasvæði SVFR og laxveiðin 1986: Félagið hafði allan veiðirétt á leigu í eftirgreindum ám og vatnasvæðum: Ellið- aánum, Leirvogsá, Brynjudalsá, Norðurá, Gljúfurá, Miðá í Dölum, Svartá og Stóru- Laxá. Einnig Breiðdalsá í umboðssölu. Þá hafði félagið á leigu allan veiðirétt í Sogi fyrir landi Ásgarðs og Syðribrúar, mestall- an fyrir landi Bíldsfells og 2A veiðiréttar í Alviðru í samvinnu við Stangaveiðifélag Selfoss að lA. Þá hafði félagið á leigu all- marga síðsumarsdaga á neðsta veiðisvæði Langár, 2A hluta veiðinnar að Snæfoks- stöðum í Hvítá og um þriðjung veiðidaga að Laugarbökkum í Hvítá og í Blöndu. Fjöldi framboðinna stangveiðidaga í hverri á fyrir sig var sem hér segir: Elliða- árnar 480, Leirvogsá 211, Brynjudalsá 144, Norðurá 1288, Gljúfurá 276, Langá 90, Miðá 276, Blanda 102, Svartá 210, Sogið 797, Snæfoksstaðir 184, Laugarbakkar 70, Stóra-Laxá 920, Breiðdalsá 412, eða alls 5460 stangveiðidagar. Ef laxveiðin í ám félagsins 1986 er borin saman við meðaltalsveiðina næstu 10 ár á undan, kemur í Ijós, að í heild hefur hún aukist nokkuð, æðimisjafnt þó eftir ám og vatnasvæðum. Elliðaárnar, Leirvogsá og Brynjudalsá gáfu allar töluvert slakari veiði á árinu en nam 10 ára meðaltalsveið- inni. Borgfírsku árnar, Norðurá og Gljúf- urá, voru örlítið yfír meðaltalinu, en Miðá nokkuð undir því, enda þótt áin gæfí rúm- lega tvöfalt meira en árið á undan. Hún- vetnsku árnar, Blanda og Svartá, voru mjög gjöfular. Þannig gaf Blanda nær 70% betri veiði og Svartá 80% meira en 10 ára meðaltalsveiðin. Ef við svo virðum fyrir okkur tölurnar úr ánum í Árnessýslu kem- ur í ljós, að veiðin í Soginu hefur aukist um tæp 20%, en hins vegar gaf Stóra-Laxá VEIÐIMAÐURINN 49

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.