Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Page 13

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Page 13
 SVFR SVFR-FRÉTTIR Metsumarið 2008 82 þúsund laxar Talið er að laxveiðin í ár hafi numið um 82 þúsund löxum sem er met. Laxveiðin árið 2005 var um 55.000 laxar sem var met þá. Eldra met var síðan sett árið 1978 en þá var nánast ekkert um seiðasleppingar í ár og veiddum fiskum sjaldnast sleppt. Á seinni árum hefur orðið algengara að„veiða og sleppa" og svokallaðar hafbeitarár eru farnar að gefa mikla veiði. í ár er talið að í ám sem byggja á seiðasleppingum hafi veiðst um 28.000 laxar. í öðrum ám hafi veiðst um 52.000 laxar - sem er svipuð veiði í þeim og árið 1978. Ef hafbeitarár eru undanskildar hefur það aukist verulega á þessum tíma að löxum sé sleppt, eða úr 8% í 25%. Hlutfall stórlaxa var óvenjurmikið í veiðinni og góðar laxa- göngur. Það bendir til þess að ástandið í hafinu sé gott. Þá sagði við mig á dögunum eldri félagsmaður í SVFR að loðnu- skipstjóri hefði sagt sér að nú væri lægð í loðnuveiðum og því hefði gengið meira af laxi í ár. Ekki verri skýring en hver önnur! Víða metveiði hjá SVFR Mjög góð veiði var víða á veiðisvæðum SVFR og á sumum svæðum voru slegin met i veiðinni. Við segjum hér frá veiði í nokkrum ám af handahófi. Elliðaár Veiðin í Elliðaánum nam 1.457 löxum - samanborið við 938 laxa veiði árið áður. Veiðin í ár er mesta veiði frá árinu 1989. Veiðin í ár hefði líklega orðið nokkru hærri ef ekki hefði verið fyrir tveggja laxa veiðikvóta - í stað þriggja laxa veiðikvóta áður - í sumar sem og styttri veiðitíma en áður. Andakílsá í Andakílsá í Borgarfirði varð metveiði í ár þegar veiddust þar 839 laxar og komu þar af 7 laxar á silungasvæðinu. Þetta gerir 420 laxar á stöng á dag en veitt er á tvær stangir á laxa- svæðinu. Fyrra veiðimet árinnar er frá 1975 en þá veiddist 331 lax. Mikiðaf laxi var íánni þegar lokað var eða heilu torf- urnar eins og viðmælandi Veiðimannsins hafði á orði. Gljúfurá Lokatalan í Gljúfurá í Borgarfirði var 315 laxarsem eru hæstu veiðitölur úr Gljúfurá í þrettán ár. Mikið vatnsveður síðustu daga veiðitímans komu í veg fyrir hærri lokatölu - þó lentu menn í uppgripum síðasta veiðidaginn fram í gljúfrum árinnar þegar lax virðist hafa fært sig niður úr legustöðum sökum vatnsmagns, en dagana á undan hafði áin verið óveiðandi. Norðurá í Borgarfirði Metveiði varð í Norðurá sl. sumar. Samtals veiddust 3.308 laxar samanborið við 1453 laxa veiði árið áður. Veiði hafði verið mest áður árið 2005 og nam þá 3137 löxum. Munurinn á árunum 2005 og 2008 er sá að meira virðist vera af laxi í ánni í sumar en árið 2005. Árið 2005 voru hins vegar kjöraðstæður lungann úr sumrinu. Því var ekki að fagna í sumar enda þurrkar löngum stundum í Borgarfirði. Leirvogsá Metveiði varð í Leirvogsá eða samtals 1.192 laxar samanborið við 392 laxa veiði árið áður. Fyrra metið var árið 1988 þegar veiddust 1.057 laxar. Veiði á stöng var því 596 laxar en meðalveiði áranna 1974-2007 er 475 laxar. Hítará á Mýrum Veiði í Hítará á Mýrum rúmlega tvöfaldaðist milli ára. Hún var 1289 laxar samanborið við 584 laxa árið áður. Veiðin í ár er metveiði í Hítará. Aðalsvæði árinnargaf 748 laxa að þessu sinni en senuþjófurinn er efra svæðið eða Hítará II sem gaf 541 lax, þar er veitt á tvær stangir um miðbik veiðitímans en fjórar í byrjun og lokin. Á veiðisvæði Hítará II gaf Tálmi 128 laxa veiði, Grjótá 219 laxa og efri hluti Hítarár 194 laxa. Þóeru þessar tölur eitthvað á reiki því skráning í veiðibók er oft á tíðum ófullnægjandi þar sem þess er ekki greint á milli hvort fiskur er veiddur í Hítará eða Tálma/Grjótá. Krossá á Skarðsströnd í Krossá veiddust 346 laxar í sumar sem er met en aðeins er veitt á tvær dagsstangir í Krossá. Þetta er mikið stökk því að áin gaf 106 laxa veiði árið áður. Eldra veiðimetið í Krossá var frá 2004 þegar fengust 208 laxar úr ánni. 11 '08 13

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.