Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Side 15

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Side 15
ÓLAFSFJARÐARÁ ÓLAFSFJARÐARÁ VEIÐIN ER SVO ÓPÓLITÍSK Listmálararnir Kristinn G. Jóhannsson og Guðmundur Armann Sigurjónsson hafa veitt saman Ólafsfjarðará í áratug. TEXTI OG MYNDIR: RAGNAR HÓLM RAGNARSSON eir tala um náttúruna á leiðinni út Eyjafjörðinn. Morgunsóiin er rétt skriðin upp yfir Vaðlaheiðina og kastar geislum sínum á þjóðveginn, sjóinn og Múlann. Við erum komnir fram hjá Hrísey og nálgumst nú göngin. Guðmundur Ármann Sigurjónsson er við stýrið og ég heyri hann dásama litina í landslaginu, dæsa af un- drun, og segja við sessunaut sinn að þessu væri aldrei hægt að ná á striga. Ég sé að Kristinn G. Jóhannsson kímir í framsætinu en ég heyri ekki hverju hann svarar. Sjálfur dorma ég aftur í, enda varla kominn fótaferðartími. Mér líður eins og flugu á vegg, laumufarþega í árlegri veiðiferð þessara höfðingja í Ólafsfjarðará. 14 11 '08 11 '08 15

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.