Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Page 19

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Page 19
ÓLAFSFJARÐARÁ I öllum veiðiferðum gefur Guðmundur Ármann sér tíma til að mála vatnslitamyndir af umhverfinu við árnar og á orðið mikið safn mynda frá norðlenskum vatnasvaeðum. „Nú skulum við fara niður að Ingimarshyl," segir þá Krist- inn. Og það stendur heima: Þegar við rennum að hylnum sjáum við eitt lítið endurskinsmerki, síðan annað og síðan þriðja. Hylurinn logar brátt af litlum glömpum sem verða til þegar bleikjurnar núa sér við botninn. „Sjáið þið, sjáið þið," dæsir Guðmundur. „Já," hvíslar Kristinn og lítur á vasaúrið sitt. „Þeir eiga gott sem fá að veiða hérna á morgun." Ég horfi á klukkuna í mælaborðinu og sé að hún er tíu mín- útur yfir tíu. „Nú skulum við fara inn á Akureyri," segir Kristinn léttur í lund. „Já, þetta er búinn að vera góður dagur," svarar Guðmund- ur. Ég bið þá að taka nokkur köst en þeir benda á klukkuna og segja að það komi ekki til greina, það eigi að hætta klukkan tíu. það sé á henni dálítill framsóknarblær en það er bara vegna nálægðarinnar við sveitina," svarar Kristinn og yfirvaraskeggið sveigist upp til beggja enda. Glampinn í ánni Þannig líður dagurinn í norðlenskri sumarblíðu. Seinnipartinn fer aðeins að gjóla af norðri. „Þar kemur hafgolan," segir Guðmundur og lætur eins og honum finnist hún kærkomin. Það kular af hafi og eitt augnablik dettur mér í hug að kannski komi sjóbleikjan upp í ána með svölu sjávarloftinu. Það liggur við að ég finni til með körlunum að hafa ekki fengið fisk allan daginn en þeir láta eins og það sé aukaatriði. Ég spyr hvort þetta sé ekki orðið vonlaust og Guðmundur svarar: „Það er aldrei að vita," og síðan segir hann okkur stutta sögu. „Einu sinni stóð ég niðri við Ingimarshyl seinnipart dags og hafði ekki orðið var. Það var við svipaðar aðstæður og þessar: Farið að halla af degi, blés af hafi og ég var eiginlega hættur að hafa trú á því að ég fengi fisk þann daginn. Ég var að kasta efst í hylinn, þar sem hann breiðir úr sér, og þá sá ég allt í einu út undan mér hvernig það kom lítill glampi hægra megin við mig, síðan annar og síðan sá þriðji, litlir glampar eins og end- urskinsmerki. Þegar ég sneri mér við til að skoða þetta betur þá sá ég hvernig hylurinn var ein glitrandi sjóbleikjuvaða. Þetta var nýgengin torfa sem var að nugga sér við steinana í botninum." Guðmundur réttir fram höndina og snýr henni snöggt, aft- ur og aftur, til að tákna fiskana í hylnum.„Þið vitið hvað ég meina,"segirhann. Nú sefur jörðin Á heimleiðinni kúri ég mig í aftursætinu með skrifblokkina mína og hugsa um það hvernig gera megi veiðisögu úr fisklausri ferð. Listmálararnir í sætunum fyrir framan'tnig ræða hljóðlega saman um glampann í hylnum, ungverska gúllassúpu, Teal & black og allt annað sem í rauninni skiptir máli. Þeir sneiða fimlega fram hjá dægurþrasi og pólitík. Þeir tala um litina í fjöllunum og eldhnöttinn sem situr úti í hafsauga, rétt yfir sjóndeildarhringnum og slær bjarma sínum á Eyjafjörð, sjóinn og Múlann. Þegar við keyrum fram hjá Fagraskógi lognast ég út af við masið í þeim, með pennann á milli fingranna, og heyri mann í útvarpinu syngja fallegt lag við Ijóð eftir Davíð. Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. Við yztu hafsbrún sefur sól og sofið er í hverjum hól. í sefi blunda svanabörn og silungur í lækog tjörn. Átúni sefurbóndabær og bjarma'á þil og glugga slær. Við móðurbrjóstin börn fá þá beztu gjöf, sem lífið á. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) 11 08 19

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.