Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 29

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 29
FLUGUHNÝTING SVONA ER PULLAN HNÝTT 1. Knippi af hjartahalahárum hnýtt inn á miðjan legg. Ekki jafna hárin heldur hafa þau dálítið villt og ójöfn. í fluguna notar Björgvin stystu hjartarhalahárin, þ.e. þessi sem ekki nýtast þegar hnýttar eru straumflugur eða laxaflugur. 4. Smáknippi af hjartarhalahárum tekin og spunnin á legginn. Betra er að spinna þau á legginn ef hann er hreinn. Hárin eru fest með einum vafningi af tvinnanum og síðan er þeim sleppt þegar seinni vafn- ingurinn er gerður. Þá spinnast þau í jafnt hringlaga form utan um legginn. Björgvin notar tóma pennafyllingu til að þétta vafningana. Hann setur inn fjögur til fimm knippi af hjartarhalahárum og ýtir þeim saman með fyllingarrörinu. 2. Svart dubbefni (Super-Fine) sett inn á þráðinn og frambúkurinn vaf- inn vindillaga, frá bug og fram að miðjum legg. 3. Eins sentimetra bútur er klipptur af pullunni. Búturinn er síðan klipptur í fjóra jafna hluta og hlutarnir klipptir til í fallegan væng sem mjókkar fram þar sem efnið er sett inn. Athugið að eftir því sem flugan minnkar þarf vængurinn að vera styttri. Væng- urinn settur inn ofan á frambúk- inn, festur vel með tvinnanum. Passið að hafa öngullegginn hreinan þar sem hjartarhala- hárin eiga að koma. 5. Tvinninn er lakkaður áður en síð- ustu vafningarnir eru teknir og enda- hnúturinn hnýttur. Þetta er mjög gott ráð til að styrkja fluguna og ekki þarf að lakka hausinn sem er erfitt á flug- um sem þessum. Afturbúkurinn klipptur til með skær- um. Björgvin segist stundum skilja eftir smá lappir þegar hann klippir efnið til en ekki í þetta sinn. Pullan er tilbúin. Björgvin segist ekki þurfa margar flugur í sínum veiðiskap. „Ég nota Pulluna í nokkrum útfærslum. Ég hnýti hana líka stærri í vorflugustíl og nota þá brúna hanahálsfjöður hring- vafna fremst í staðinn fyrir hjartarhalann og brúnan, spunninn hjartarhala í búkinn. Svo hef ég hnýtt púpur með svörtum tungsten-kúluhausum. Mér finnst flugurnar veiðilegri þannig og kúlan verður hluti af kvikindinu. Það er um að gera að hafa púpurnar bæði þunnar og litlar. Ef maður tímir að spandera litlum skógarhanafjöðrum á hliðarnar þá er lífríkið í hættu, eins og góður maður orðaði það. Ég veiði hægt með þessum flugum. Minn veiðiskapur er afskaplega hægur. Hæglætið gefur mér best." Björgvin hefur veitt frá því í barnæsku. „Ég ólst upp við þann sjálfsagða hlut að fara til silungsveiða eins oft og mögu- legt var yfir sumarið. Ég hef líklega byrjað að veiða þegar ég varfimm ára. Pabbi var mikill silungsveiðimaður og ég fór út um allt með honum. Við fórum í Kaldaðarnes, að Hrauni í Ölf- usi, í Baugsstaðaós, Hlíðarvatn í Selvogi og Þingvallavatn. Það var farið í veiði um hverja helgi allt sumarið. Pabbi veiddi ekki lax en hann veiddi silung á maðk og spón. Oft er það þannig að áhugi á veiði dettur niður hjá unglingum en ég var ekki þannig. Ég hef aldrei misst úr sumar. Líklega er ég búinn að veiða eingöngu á flugu í yfir 20 ár. Ég byrjaði að hnýta flugur fljótlega eftir að ég komst upp á lagið með fluguveiðina. Á tímabili hnýtti ég rosalega mikið. Það á vel við mig að hnýta með einhverjum. Hnýtingakvöld eru mjög til fyrirmyndar." Veiðitímabilið er langt hjá Björgvin enda segist hann vera veiðisjúklingur og ánægður með það.„Maður er sjúklingur og /1 '08 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.