Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Síða 34
Salernin í kjallaranum eru samt ennþá við lýði. Þau eru ein-
stakt minnismerki um „handverk" á tímum kommúnismans
svo og vegglistaverkið úr ryðfríu stáli á aðalveggnum sem ber
áróðurshyggju kommúnista fagurt vitni.
Að þessu sinni var aðeins gert stutt stopp í þessari „glæsi-
byggingu" því þyrlan var til reiðu búin á vellinum aðflytja okk-
urútátúndruna.
Eftir að þyrlan hafði flogið í um hálftíma fór blákaldur veru-
leikinn að renna upp fyrir okkur. Fyrir neðan birtist hann, hel-
frosinn og náhvítur. Vötn og ár voru enn undir ís. Nú yrðum við
að bíta á jaxlinn, klæðast kuldagalla og fara með ísborana upp
í vötnin til veiða upp um ís. Líklega yrði ekki mikið um flugu-
veiði fyrstu dagana. Við gerðum örstutt þyrlustopp í búðunum
við Rynda til að koma af okkur farþegum. Þar tóku leiðsögu-
mennirnir brosandi á móti okkur og gerðu borhreyfingar með
höndunum til að lýsa fyrir okkur ástandinu. Allt stokkfrosið.
Nokkru síðar lentum við í Kharlovka. Uppáin að mestu
undir ís en tekin að brjóta af sér. Heimahylurinn, gríðarstór
dammur fyrir neðan húsið að mestu búinn að ryðja sig. Góðar
fréttir. Við græjuðum okkur í hvelli og síðan var snjórinn vað-
inn upp í klof til að komast niður að á. Nú átti að nýta hverja
mínútu.
Ekki þýddi að nota nema allra kraftmestu verkfæri við þess-
ar aðstæður. Fimmtán feta Thomas &Thomas stöng, nýja Opti
Big tvíhenduhjólið frá Loop, sem dugir til að stöðva fíl og nýja
Opti-línukerfið frá Loop. Hægsökkvandi lína með hraðsökk-
vandi enda og túpa af þyngstu gerð. Þetta var útbúnaðurinn
enda vatnið jökulkalt og stöðugt ísrek sem gæti brotið stang-
rútunni sem ók manni að flugstöðvarbyggingunni. Fjórum
árum síðar er allt orðið mun skilvirkara og vegabréfaeftirlitið
tekur þrisvar sinnum skemmri tíma. Að auki hefur verið útbúið
sérstakt móttökuherbergi fyrir veiðimennina en þeir eru í
meirihluta þeirra erlendu gesta sem ferðast til þessa útnára.
Enda er stór hluti Kólaskagans lokaður ferðamönnum því
rússneski herinn er með mikil umsvif á skaganum.
Þegar ísskarirnar brustu var ekkert annað að gera en að draga inn
færið. Hilmar Hansson við Herhyl í Litza.
34
11 vs
VORVEIÐI Á KÓLASKAGA
Varúð, hætta. Dæmigerð löndun við erfiðar aðstæður og mikil
hætta á því að fiskurinn færi undir ísskörina.
imar. Þó var ekkert flóð í ánni enda snjóbráðin ekki komin á
fulltskrið.
Leiðsögumennirnir höfðu séð „kelta" (niðurgöngulax) og
„osenka" (haustgenginn lax) stökkva í Heimahylnum um
morguninn þannig að það var von á fiski þótt nýr fiskur væri
kannski ekki genginn í ána. Við höfðum meiri hug á því að
krækja í haustlaxinn því hann gengur mjög seint í árnar, frá
byrjun september og fram í desember, og er enn spikfeitur og
erfiður viðureignar í vorvatninu. Þessir fiskar geta verið gríð-
arstórir, eru varla undir tíu pundum og allt upp í 30 pund að
sögn heimamanna.
Staðarhaldarinn Justin McCarthy lýsti því fyrir okkur að áin
þyrfti helst að fara í eina til tvær gráður til að nýi fiskurinn færi
að ganga upp. Það væri samt alltaf von á nýjum fiski í neðstu
stöðunum en þeir væru því miður enn undir ís að miklu leyti.
„Þeir kíkja upp en fara síðan kannski aftur niður í ósinn og bíða
þar til áin volgnar. Hitastig sjávar er kannski þrjár til fjórar
gráður og meðan áin er kaldari er lítil von til þess að hann fari
að ganga að einhverju ráði. Það gæti þó gerst ef hlýnaði í veðri
og áin hreinsaði sig. Meðan ísrekið er svona mikið er lítil von til
þess að vatnið hlýni að ráði."
Glímt við stóran osenka i Litza.
Veðurspáin jók bjartsýni okkar. Hún var góð út vikuna. Við
myndum sjá miklar breytingar á ánni og umhverfi hennar ef
spáin stæðist.
Niðri við á var veitt af ísskörinni við bakkann. Hægt var að
vaða út í hylinn en leiðsögumennirnir hvöttu menn til að fara
varlega enda lítið gamanmál að fá stóran ísjaka á fullri ferð
aftan í sig og fara á kaf í ískalt vatnið. Ofkæling í svo köldu
vatni gerist á nokkrum sekúndum.
Ekki leið á löngu þar til Ingólfur Davíð setti í fisk. Hann var
fyrir neðan mig og stöngin var kengbogin þannig að hann
hlaut að vera með nokkuð vænan fisk á. Nokkru síðar var hann
búinn að landa og sleppa fiskinum. Þetta var „kelti" tíu, tólf
punda. Rauða Frances túpan virkaði hér. Menn fengu högg en
ekki fleiri tökur. Eftir um tveggja til þriggja tíma kastæfingu í
ísköldu vatninu var haldið upp í búðrnar í kvöldmat.
Hafragrautur í morgunmat, egg, beikon og ristað brauð.
Morgunverður af bestu gerð sem héldi á manni hita í óbyggð-
unum. Við Hilmar vorum á leiðinni niður að ós Kharlovka þar
sem var gömul herstöð. Kannski myndum við rekast á þá stóru
sem væru að koma upp í ósinn. Útlitið var samt heldur svart.
Bestu staðirnir í neðri ánni ennþá undir ís, þar á meðal neðsti
og besti hylurinn, Sjávarhylur. En ósrennan var alveg hrein.
Þar fyrir ofan er gríðarmikil breiða sem fiskurinn þarf að fara
um til að komast upp í ána. Þar sáum við sel og hann var að
eiga við fisk. Hvort það var nýgenginn fiskur eða slápur sáum
við ekki, en fiskur var það og hann stór.
Við veiddum ósrennuna vandlega með nokkrum túpum
en fengum ekki högg. Færðum okkur ofar, fundum íslausa
breiðu en urðum ekki varir. Dæmigerð vorveiði. Eftir kaldan
dag og engan árangur kom þyrlan að sækja okkur. Við gátum
þó fengið hita í kroppinn í„banja", frábæru gufubaði búðanna.
Það var bót í máli. Aðrir í hópnum höfðu svipaða sögu að
segja eftir fyrsta heila veiðidaginn. Sumir höfðu sett í nið-
urgöngulax. Nokkrir fiskar höfðu náðst en enginn nýr og eng-
inn haustlax heldur. Menn voru kaldir og hraktir eftir daginn
ogfarnirað kvefast.
Daginn eftir voru sumir orðnir slappir, með kvef og hita.
Læknir búðanna leit til með þeim og gaf þeim einstakt flens-
umeðal sem reif slæmskuna úr þeim. Ég veiddi einn þennan
dag og átti efri hlutann af Litza,Tjaldbúðahyl, Hreindýrshyl og
fleiri staði. Veðrið var ákjósanlegt. Logn, sólarglæta afog tilog
nærri ellefu stiga hiti þegar líða tók á morguninn. Við Kola
leiðsögumaður óðum snjóinn upp í hné til að komast upp í
gljúfrið fyrir ofan Tjaldbúðahyl. Þar var gríðarfallegur staður
og brot fyrir neðan. Við gengum út á ísspöngina á bakkanum
11 '08