Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Síða 45
VEIÐISTAÐALÝSING
Efra svæðið
Gönguna með ánni byrjum við uppi við Mývatnsósa. Áður en
til hennar kemur biðjum við veiðimenn að staðnæmast á leið
sinni austur yfir Mývatnsheiði, á næstneðstu beygjunni, þar
sem sér yfir mestan hluta veiðisvæðisins þar efra, allt frá
Geldingaey og út yfir miðja Hofsstaðaey. Hér er þarflegt að
skoða kortið og bera saman við dýrðina, sem blasir við
augum, og umfram alla muni að festa það rækilega í minni
sér, að hvarvetna í þessari dásemd blárra strengja og hvítra
flúða milli viði vaxinna eyja og hólma geta þeir leynst stóru
urriðarnir—og þarafleiðandi er miklu víðar veiðivon en á þeim
stöðum, sem sérstaklega verða tilgreindir hér á eftir á göngu
okkarmeðánni.
Haganes
Við ökum heim undir tún í Haganesi. Rétt sunnan við hliðið er
afleggjari ofan að ánni. Leiðin liggur yfir lækjarsprænu sem
heitir Selhagalækur og í Selhagann, sem er smáeyja. Úr
henni er brú í Dragsey, sem nú er aðalveiðisvæði í Haganess-
landi. í Selhaganum sjálfum er þó veiðistaður, sem áður þótti
mjög góður en hefur farið aftur. Þessi veiðistaður er undir
símalínunni sem liggur yfir ána. Sú lína hefur leikið margan
grátt þegar of hátt er kastað. Hér skulum við ekki kasta lengi
án árangurs því það er úti í Dragseynni sem fyrirheitin bíða.
Besta veiðisvæðið í Dragsey er í strengnum ofan frá stífl-
unni, alveg niður á breiðuna. Hér fást stundum stórir fiskar.
Sigurður heitinn Benediktsson fékk hér eitt sinn 14 punda
urriða áTeal and Black númer 14.
Héðan göngum við yfir eyna uns við komum að Hrúts-
polli, sem er efalítið dýpsti hylur í Laxá, gamall gígur. Hrúts-
pollur er ævinlega fullur af silungi, en tíðast fremur smáum.
Fram úr hylnum fellur lítil kvísl, sem er stífluð að mestu leyti
og heitir Urðarfoss þar sem hún rennur úr hylnum. Neðan við
fossinn er ágætis veiðistaður og í allri kvíslinni ofan frá honum
meðfram Dragseynni..
Þar sem fyrrnefnd kvísl fellur fram úr Hrútspolli gengur
allstór vík inn í eyna til austurs og heitir Byrgisvík. Þar er
silungur, bæði við strenginn og suður við nefið sem gengur
fram á móti fossinum. Hér má veiða hvort heldur vill úr Drags-
ey eða Geldingaey, en frá veiðistöðum þar segjum við í næsta
kafla. Sá veiðistaður heitir Urðarhróf þegar veitt er úr Geld-
ingaey.
Enn er eyja í Haganesslandi, allstór, og heitir Lambey og
þyrfti raunar þát til að komast í hana. Þó mætti vera hægt að
vaða sundið á klofstígvélum ef merkt væri vaðið, en þarna er
for í þotninum og kynni að valda vandræðum. Á Lambey eru
nokkrir veiðistaðir og þó helst vestan megin, en einnig að
norðan og sunnan.
Geldingaey
Komast má í Geldingaey á brúnni úr Dragsey, yfir Urðarfoss.
Aðalbrúin er hins vegar neðar í Arnarvatnslandi enda
Geldingaey í eigu Arnarvatns. Þessu sinni förum við brúna úr
Dragsey, stangarlausir, til þess að þurfa ekki að tefja okkur við
leiðsögnina. Með stöng förum við ekki milli eyjanna nema því
aðeins að veiðileyfið hljóði upp á bæði þessi veiðisvæði.
Þá komum við fyrst á Urðarhrófið, sem fyrr var nefnt, og má
veiða jafnt sunnan og austan á því á móti Dragseynni. Að svo
búnu göngum við aftur til baka upp á Sauðatangann, sem er
gagnvart Selhaganum. Þar er veiðistaður, einnig í kvíslinni
ofan við Hrútspollinn og svo í Hrútspollinum sjálfum sem fyrr
var sagt. Þá göngum við ofan frá Hrútspolli og finnum þá ekki
framúrskarandi veiðistaði á nokkrum kafla fyrr en komið er
ofanfyrir Jarkollusker sem ekki er merkt á kortinu en auð-
þekkt á því hversu hátt það er og viðivaxið. Neðanvert við
þetta sker er veiði og í allri kvíslinni suður á milli Lambeyjar og
Garnarhólma, sem er allstór hólmi, einnig viðivaxinn. Kvíslin
milli hólma þessa og Geldingaeyjar heitir Görn og veiðivon í
henni allri. Hér þarf að fara varlega því silungurinn er styggur
í Görninni. Segja má að Görnin sé samfelldur þurrflugustaður
þegar sá gállinn er á fiskinum. Besti veiðistaðurinn er þó ofan-
vert milli Lambeyjar og Garnarhólma, neðan til við Jarkollu-
skerið. Þýðingarlaust er að vaða í skerið sjálft enda erfitt að
komast í það.
Svo þegar við komum niður fyrir hólmann og Garnar-
hólmasker þá erum við stödd andspænis Krákárósum þar
sem Krákáin rennur í Laxá. Hér er ágætur veiðistaður ef vaðið
er fram neðanvert við Garnarhólmaskerið og þaðan suður, og
er vel bússutækt. Best er að kasta þangað sem Krákárvatnið
kemur útí. Ýmsir telja þetta besta veiðistaðinn í Geldingaey.
Hér fyrir neðan eru nokkur smávik þar sem tíðum er gnótt
af smásilungi og heimamenn kalla „goggavik". Góður
veiðistaður er næstur neðan við Hrúthólmann, sem er nokk-
uð stór og viðivaxinn og auðþekktur á þremcrr háum hrófum.
Neðan við hann eru allmargir strengir í ánni, yfirleitt kenndir
við Hrúthólmann, og í þeim, milli þeirra og meðfram þeim
mjög góðir veiðistaðir, sérstaklega þegar líður á sumarið og
komiðslýíána.
Nú förum við að nálgast Geldingaeyjarbrýrnar tvær með
hólma á milli, býsna myndarleg mannvirki. Sunnan við þær
skilja veiðimenn eftir bíla sína og geta byrjað að veiða strax
við brýrnar, en haldið síðan með ströndum fram, hvort heldur
þeir vilja réttsælis eins og við gerum á þessari göngu okkar,
eða rangsælis. Ekki mun ofsagt að það sé meira en dagsverk
að reyna alla veiðistaði við Geldingaey, sem er stærsta eyjan í
Laxá, en höldum nú áfram ferðinni.
Á að giska 70 metrum ofan við brýrnar er hólmi, sem
kvíslar ána í tvo strengi. Við ofanverðan hólmann og allt niður
í uppistöðuna, sem myndast ofan við nyrðri brúna, er sæmi-
legur veiðistaður og þarf að kasta langleiðina yfir að hólma-
num. Neðan við nyrðri brúna er oft silungur, stundum dávænn,
og liggur ýmist í klapparhallinu fast upp við brúna eða úti í
strengnum, sem er yfirleitt vatnslítill og á að gizka 30 metra
langur. Þar má veiða hvort heldur frá sjálfri eynni eða úr hólm-
anum milli brúnna. Við syðri brúna er dálítið svif við nyrðri
brúarsporðinn og fást þar stundum tveir til þrír vænir urriðar
með lítilli fyrirhöfn. Við brýrnar skulum við ekki eyða löngum
tíma fyrir lítinn feng því verðugri viðfangsefni bíða okkar fra-
mundan. Spölkorn er að ganga að næsta veiðistað, -vel væður
maður vaslar yfir síkið vestan undir brúarkvíslinni - ella er
gengið upp með því og yfir á brú undir allháu hrófi og svo
þaðan niður fyrir Sauðavaðsskerin, sem ekki eru merkt á
korti, en mega heita auðþekktir viðarhólmar. Milli skerjanna
11 '08