Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 48

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 48
Skriðuflói. Þennan magnaða og gjöfula veiðistað er hægt að veiða bæði úr Hofsstaðalandi og Hofsstaðaey. fyrr en komið er þangað upp eftir, að svonefndum Skipthólma, sem er stór hólmi, neðarlega í Miðkvísl. Neðan við Skipthólmann, undir Björgunum, voru af- burðagóðir veiðistaðir, sinn hvorum megin kvíslarinnar. Að vísu þurfti að vaða nokkuð fram Geirstaðamegin. Úr Geldinga- ey þarf ekki að vaða til að ná fram í fiskinn. Þessi veiðistaður spilltist við stífluna sem sett var í Miðkvísl, en virðist hafa náð sér ár frá ári síðan hún var fjarlægð. Ofan við Skipthólmann er lítil vík sem heitir Fúlavík og má heita veiðistaður. Breiðan þar ofanvið og upp að svonefndum Veraldarofsa, var ágætur veiðistaður en var nær uppgróin af völdum stíflunnar og tekur sennilega langan tíma að ná sér. En sú kemurtíð. Héðan röltum við yfir að silungastiganum, - með öðrum orðum að hinni frægu Miðkvíslarstíflu, sem fjarlægð var. Þar er afbragðsgóður veiðistaður, sem kallast Brunnhellishróf. Þarna er snarbratt og miklu erfiðara að standa að veiðinni en Helgeyjarmegin. Neðan við Brunnhellishrófið beygir áin til norðurs og mynd- ast þar í henni margir hólmar, og heitir Brunnhellissker sá næsti við Geldingaey og þar norðan við nokkuð stór hólmi í eigu Geirastaða og heitir Hrúthólmi og þarerVeraldarofsinn, gamall dráttur sem Arnarvatn og Geirastaðir áttu saman. Nafnið gæti bent til þess að veiðistaðurinn hefði ekki ávalt verið nytjaður af æskilegri stillingu. Besti veiðistaðurinn hérer af nefinu, sem gengur syðst úr Hrúthólmanum, beint niður af Brunnhellisskerinu. Framan við þetta Hrúthólmanef er gjá í ánni og í henni og þar um kring er tíðum mikið af silungi. Hér má vaða úr Geldingaey að sunnanverðu. Einnig má vaða í Brunnhellisskerið og svo ofan úr því. Að öðru leyti er veiðistöðum vart nafn gefandi á þessari breiðu allt niður að Skipthólmanum. Nú göngum við til baka upp frá Miðkvíslarstíflu og komum að veiðistað sem fyrrum var ágætur og enn er ekki fráleitur, rétt ofan við stífluna, þar sem heitir Hóll. Upprunalega hét nefnilega þessi kvísl Laxár Hólskvísl - nýja nafnið varð til á teikniborðum verkfræðinganna. Við Hól má veiða hvort heldur úr Geldingaey eða Helgey.Tökustaðurinn var helst við bakkann Helgeyjarmegin, en þangað má auðveldlega kasta úr Geldingaey. Þetta er lygn veiðistaður og leynist ekki ef fiskur er þar á hreyfingu. Hér hafa fengist nokkrir ágætavænir urriðará þurrflugur. Þá komum við þarna að tveimur litlum skerjum, neðst í Miðkvíslinni og heita Narfasker. Ofan við þau var svonefndur Skipsdráttur þar sem dregið var á í gamla daga. Efst á hon- um, á móti Kaffiklettunum, sem eru merktir á kortið í Helg- eynni, ofan við Áshólmann, þar er flúð í ánni þótt hún virðist vera nokkuð lygn þarna. Þar er góður veiðistaður en þarf að kasta nokkuð langt. Þó má vaða dálítið fram á móts við Kaffiklettana. Efst í Miðkvísl er stór hólmi, sem heitir Slæðuhólmi og dregur nafn af ádrætti sem þar var. Þá var farið fram efst við Hólmann úr Geldingaey. Oftast var dregið á hesti, riðið í hólm- ann og niður með honum og síðan var tekið að í Geldinga- eynni, beint vestur af hólmanum. Þarna fengust einu sinni milli 30 og 40 urriðar í einum drætti og var talið að þeir hefðu verið að minnsta kosti 100 kílógrömm samtals. Á stöng má veiða sunnan undir Slæðuhólmanum og vestan við hann líka. Annars spilltust allir veiðistaðir í ofanverðri Miðkvísl við stíflu- gerðina með þeim hætti að for myndaðist á botninum. Eftir að stíflan var fjarlægð er áin farin að hreinsa botninn að nýju og vel þess virði að huga að þessum fornu veiðistöðum á ný. Þá erum við komin kringum Geldingaey, sex kílómetra hring, rösklega klukkustundar óslitna för gangknáum manni, en Geldingaey er tveggja stanga veiðistöð og langstærsta eyjan í Laxá. Síðar verður boðið upp á tvöfalt lengri göngu með ánni í annarri miklu minni eyju - og er eitt af flatarmáls- undrum Laxár í Þingeyjarsýslu. 48 11 V8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.