Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Side 50
VEIÐISTAÐALÝSING
Þá verða ekki eiginlegir veiðistaðir fyrr en við Geldinga-
eyjarbrúna að sunnanverðu. Veiða má hvort heldur ofan- eða
neðanvert við brúna og skyldu menn þó ekki tefja þar mjög
lengi. Þegar kemur ofan fyrir Sauðavaðsskerin, sem lýst var
úr Geldingaey, og rétt fyrir ofan Sauðavaðið, liggur ílangur
pollur með landinu og myndar lygnu. Hann lætur ekki mikið
yfir sér en á það til að vera fullur af silungi. Örskammt neðan
við þennan poll gengur nef fram í ána og flúð þar framundan.
Þar ytra eru fleiri álíka veiðipollar sem vaða má að. Neðan við
fyrrnefnt nef dýpkar áin og þar fæst oft silungur.
Næst komum við svo að flúð sem er rétt við Gunnlaugs-
vað sem áður var getið í Geldingaey. í strengjunum neðan við
þessa flúð er dágóður veiðistaður. Einkum ber að gæta að
dálitlum steini ofurlítið fram í ánni. Undan honum fást oft
vænar bröndur og er ekki langt að kasta á þann stað.
Nú komum við að sjálfu Gunnlaugsvaði landmegin frá. Þar
liggur gata fram í ána. Ekki er að tala um veiðistaði fyrr en
kemur að hrófinu neðanvert við götuna, veiði fæst jafnt ofan-
vert sem neðanvert við þetta hróf. Héðan er raunar einn
samfelldur veiðistaður niður undir Hagatá þar sem Geira-
staðakvísl kemur út í. Hér veldur sandbotn því að ekki verður
sagt til með vissu hvar állinn liggur eftir hvern vetur og mis-
munandi er hversu langt þarf að vaða. Hér er áin tiltölulega
lygn og breið. Hér safnast silungur oft síðsumars þegar slý-
vöxtur er orðinn mikill á grjóti. Lygnunni lýkur við Nýjavað og
þaðan fellur áin stríð um Kleifina. Héðan er stuttur gangur að
tjaldstæðunum við Arnarvatn.
Næsti bærilegi veiðistaðurinn er svo við Stíflubjörgin á
móts við tjaldstæðin í litlum viðarhólma, sem Fótarhólmi
kallast, ámóta við þar sem lindin kemur í ána. Þá kemur ekki
veiðistaður fyrr en við skurðinn þar sem kvíslin kemur í aðal-
ána. Þó er þar fremur smár silungur.
Að svo búnu komum við í Steinsrass. Allur flóinn ber nú
þetta sérkennilega nafn, en sennilega er það hellirinn, sem áin
rennur í neðst við flóann, sem upprunalega hefur hlotið nafn-
giftina. Hér veiðist oft vel, bæði uppi í strengjunum í miðjum
flóanum, býsna vænn silungur, og alveg niðri á brotinu, en þar
erfiskurinn yfirleitt smærri. Kastað er af bakkanum og fiskurinn
eltir þá yfirleitt upp að klettinum og alveg upp að sandrifinu
sem er neðanvert við flóann.
Þá höldum við niður fyrir brúna þar sem Þuríðarflói tekur
við. Veiða má í öllum flóanum en besti veiðistaðurinn er rétt
neðan við fossinn þar sem silungarnir liggja í pollum milli
flúðanna. Stekkjarvik heitir neðst í flóanum og er dágóður
veiðistaður.
Neðan Stekkjarviks og hólmans þar vestur af tekur við
Ærhelluflói. Veiði er í öllum flóanum, en best út af vatnsmæl-
inum, en hann sést vel af veginum. Hér er oft vænn silungur.
Frá vatnsmælinum göngum við yfir hraungarðinn og
komum í Hólmgeirsvik, sem lætur lítið yfir sér, en framundan
því er dágóður veiðistaður og eins í strengjunum ofan við
vikið.
Síðasti veiðistaðurinn í Arnarvatnslandi er næst við landa-
merki Helluvaðs. Þar er kláfferja á ánni sem hún beygir til
norðurs. Rétt þar fyrir neðan heitir Sandvik og er ágætis
veiðistaður, einkum neðanvert. Hér þarf að kasta nokkuð
langt.
Hofsstaðir
Nú förum við enn norður um Arnarvatnsbrúna, og skoðum
fyrst veiðistaðina upp að Geirastaðalandi. Hér komum við
fyrst að Steinsrassi, sem getið var Arnarvatnsmegin. í þeim
flóa öllum má veiða norðanmegin frá, en þarf að kasta nokkuð
langt. Veiða má ofan við hólmana þrjá, sem hanga þarna
framan í flúðunum. Þeir heita Þorsteinssker, og eru ekki
merktir á kortinu. Silungur liggur á allri breiðunni ofan við
skerin og allt upp að tanganum neðan við Vatnsgjá. Þar ofan
við eru tvö smávik, sem ná má úr silungum, en uppi við Kleif
eru landamerkin. Héðan víkjum við aftur niður fyrir veg.
Fyrsti veiðistaður neðan við Arnarvatnsbrúna og rétt við
hana er Sandvik. Hér er silungur fremur smár. í Þuríðarflóa má
veiða andspænis veiðistöðunum, sem lýst var Arnarvatns-
megin, en yfirleitt virðist erfiðara að ná fiskinum norðanmegin
frá. Ofan undir Ærhelluhólum er vik, sem kallast Húsavik, við
gömlu beitarhússtætturnar. Það er dágóður veiðistaður.
Nú komum við í sjálfan Ærhelluflóann. Úr Hofsstaðalandi
er besti veiðistaðurinn efst í flóanum og upp í strenginn, og
taka silungarnir oftast efst uppi í kaststreng. Hér er oftast
vænn silungur. Annars má veiða um allan flóann, allar götur
ofan á brot. Um miðbik flóans getur þurft að kasta langt,
einkum á móts við vatnsmælinn.
Þegar lítið er í ánni má veiða í strengjunum hjá gömlu
kláfferjunni neðan við Ærhelluflóann. Þar er vænn silungur
þegar hann fæst. Hér erum við komin niður undir Helluvað
og er nú næsti veiðistaður neðan og vestan undir Lamb-
hólma, í strengnum ofan við Brotaflóann. Þá er vaðið í Lamb-
hólmann. Strengurinn er nokkuð stríður og óþarft að vaða í
hann.
Þá tekur við sjálfur Brotaflóinn sem er sérlega stórt veiði-
svæði. Best er veiði efst í flóanum, uppi í harða streng og síðan
í straumnum þar fyrir neðan. Þar næst er best að veiða neðst í
flóanum, ofan undir hólmunum sem þar eru. Þar má vaða tals-
vert út að álnum. Einnig um miðbik Brotaflóa má stundum fá
ágæta veiði, en þar er botninn nokkuð gljúpur og þarf þó að
vaða. Þessi flói er besta veiðisvæðið allt frá Arnarvatnsbrú og
ofan að Hofsstaðaey, og tíðast mjög vænn silungur í honum.
Næsti veiðistaður er Brothólavík þar sem Pollalækur
rennur í ána en silungurinn þar er misstór. Þá komum við í
Ærey. Þar er góður veiðistaður í viki rétt ofan við Skötuey. Þar
er ekki vaðið. Skötueyjarvaðið er ágætis veiðistaður. Þar er
ekki heldur rétt að vaða, því botn er slæmur rétt ofan við foss.
Veiðistaðurinn er þar sem áin beygir aftur til suðvesturs fyrir
Skötunesið. Allt er veitt af bakkanum alveg niður á brot.
Veiðistaðir eru í þessum fyrrgreindu eyjum, en vafasamt að
vaða í þær, botninn fáguð hraunhella og hál en straumur
stríður.
Neðan við Skötueyjarnes er Langhólmi á móti Stein-
bogaey. í hann er gott að vaða og vestur úr honum góður
veiðistaður þótt ekki hafi verið þar uppgripaveiði seinni árin.
Þá koma ekki góðir veiðistaðir fyrr en í Pollinum, sem er ofan
við suðurenda Hofsstaðaeyjar. Þar er veitt úr landi alveg niður
undir brotið á fossbrúninni.
Að sjálfri Hofsstaðaeynni víkjum við seinna, því hún er
sérstakt veiðisvæði, en höldum ofan með eynni Hofs-
staðamegin. Beint niður undan Hofsstaðabænum heitir
50
11 '08