Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Síða 53
Helluvað
Með allri lesningunni til leiðsögu um urriðasvæði Laxár, er
kortið sem Veiðifélag Laxár og Krákár hefur á boðstólum mikil
þörf ókunnugum veiðimanni. í Helluvaðsveiðunum er sá
gripur nauðsyn, og greinarhöfundur hlýtur að treysta því að
lesandinn hafi það við höndina.
Við stiklum göngubrúna rétt norðan Helluvaðsbæjarins út
í efstu eyna, sem Hrútey nefnist og austur yfir allt að Brota-
flóanum, sem lýst var áður úr Hofsstaðalandi. Veiðina byrjum
við ofarlega í strengjunum sunnan flóans. Þar er straumþungi
býsna mikill, grýtt í botninn og vont að vaða. Silungurinn ligg-
ur hér oft djúpt og þarf að sækja hann með sökkhraðri línu og
gefst þá vel að hafa tauminn í styttra lagi. Hafa ber þó vakandi
í sinni að einnig hér ber það við að fiskurinn taki bara í yfir-
borðinu og þá er það blessuð flotlínan sem fenginn gefur.
Misjafnt er hvort gjöfulla er, strengirnir eða efsti hluti flóans
þar sem straumurinn slaknar. í strengjunum og efsta hluta
flóans er yfirleitt mjög vænn silungur. Einnig Hrúteyjarmegin
má Brotaflóinn heita samfellt veiðisvæði allt niður í Stráka-
kvísl, sem er ofanundir eynni þar sem þrengir aftur að ánni.
Slökust er þó veiðin um miðbik flóans, en fjörugust þegar
neðar dregur. Þar þarf að vaða talsvert svo að vel náist fram í
álinn.
Þá færum við okkur til baka á vesturbakka Hrúteyjar sem er
að kalla samfelldur veiðistaður, allt að Bjarghólmanum, er
svo nefnist, rétt neðan við göngubrúna og að stóru hólmun-
um neðan við Sauðavað. Hér neðanvert er Bílduhylur,
stundum gjöfull. Kvíslin vestan Hrúteyjar er alldjúp þótt ekki
séhúnýkja vatnsmikil.
Næst förum við eftir garði norðan úr Hrútey og ofan í Lamb-
ey og rakleitt niður undir Skötuey. Þar er góður veiðistaður
sem Strákakvísl rennur á milli Æreyjar og Skötueyjar og eins
neðst á Lambeynni, á lygnunni neðan við Skötueyjarfossana.
Þarna má veiða í kvíslinni alveg út við strengina og svo suður
undir garðinn, sem liggur í Steinbogaey.
Nú göngum við fyrrgreindan garð yfir í Steinbogaey.
Austan á henni er ágætur veiðistaður allar götur þangað sem
strengirnir byrja, og jafnast ekki aðrir staðir í Helluvaðslandi á
við þennan að Brotaflóa einum undanskildum. Æskilegt getur
verið að kasta nokkuð langt því fiskurinn á það til að liggja al-
veg yfirundir Langhólmanum, þeim sem lýst var frá
Hofsstöðum. Hinum megin, vestan á Steinbogaey, heitir
Stekkjarpollur, ærið langur veiðistaður, fremur strengur en
flói, ágætur með fremur smáum silungi en tíðum frábærlega
góðum. Veiða má í öllum lygnum sem getur við Steinbogaey,
og er þó ótalinn síðasti veiðistaðurinn, nyrst að vestan, mjög
skemmtilegurstrengur.
Að svo búnu höldum við til baka úr eyjunum og hugum að
þeim veiðistöðum Helluvaðs er rækja má úr landi, og er sá
fyrsti undan brekkunni rétt neðan við göngubrúna og norður
með Hrútey og var honum lýst úr eynni. Þaf norðan við og
neðan komum við ekki að góðum veiðstað fyrr en Stekkjar-
polli sem lýst var í Skötuey og er ekki síðri veiðistaður úr landi.
Hann er undan stekkjarhaganum, og best að komast að hon-
um með því að fara yfir Stekkjarlækinn og síðan ofan bratt-
lendið. Ekki skulum við nóna við veiðistaðina andspænis
vesturlandi Steinbogaeyjar, því þeir eru örðugir undan bratt-
lendinu, og stönsum nú ekki fyrr en við Svínshrygg, sem eyja
heitir. Við norðurenda Svínshryggs er Húslækur undan gömlu
beitarhúsunum frá Helluvaði. Þar er góður veiðistaður. Héðan
í frá er áin svo ströng að ekki má veiða fyrr en úti hjá Hafursey,
þar er ágætur staður að veiða frá vesturlandinu, ekki ýkjastór
en stundum þeim mun meira af silungi. Þar er brekkan ekki
mjög brött að ánni og undirlendi sem nægir í sæmilegt bak-
kast. Besta leiðin að þessum veiðistað er að aka upp á brekk-
una, síðan norður afleggjarann að Hamri og skilja bílinn eftir
við gömlu beitarhúsin, sem eru hjá túnunum. Þaðan er gengið
að Hafurseyjarpollinum. Til nánari glöggvunar skal tekið
fram að þessi veiðistaður er að kalla andspænis bænum á
Hofsstöðum.
Sunnan girðingarinnar eru þá eftir að kalla tveir litlir veiði-
staðir og lýkur hér með upptalningu helstu staðanna í Hellu-
vaðslandi.
Okkur hefur miðað hægar með ánni en höfundur ætlaði,
því fyrir hverja málsgrein, sem unnt reyndist að stytta án þess
að rýra leiðsögnina, hafa komið tvær sem lengdust gegn vilja
leiðsögumanns. í næsta hefti byrjum við frásögnina í Brett-
ingsstaðalandi með þeim fróma ásetningi að komast í þeim
áfanga á leiðarenda, ofan að Laxárvirkjun.
i 1 '08
53