Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Síða 55

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Síða 55
VEIÐISTAÐALÝSING Vörðuflói Brettingsstaðamegin. Önugt er um bakkastið þarna því skógivaxin hlíðin gnæfir yfir veiðimönnum þarna. Fiskurinn liggur hins vegar ekki langt frá landinu og oftast óþarfi að kasta langt. víkinni skagar landslagið örlítið fram undan hlíðinni Brett- ingsstaðamegin,og þóttStrengirnirséu samfelldurveiðistaður má tilgreina tvo tökustaði öðrum betri að sögn Hákonar. Hinn fyrri er syðst í Strengjunum og kastað af syðsta nefinu. Síðari staðurinn er við flúð eina frammi í miðri á og kastað af dulitlu nefi sem skagarfram af grónum bakkanum. Þar hefst hinn eiginlegi lygni Vörðuflói, stór og undrafagur hylur sem endar við víðivaxinn hólma. Með öllu Brettings- staðalandi er veiðivon úr flóanum með þeim annmörkum, sem brekkunni fylgja. Hægt er að kasta á nyrðri hluta flóans af grynningunum, sem í honum eru nær miðju, og þó vestan- halt, en sá er hængurinn á að á þessar grynningar er aðeins vætt úr fyrrnefndum hólma, og í hólmann má einungis vaða úr Hofsstaðaey, og þá í norðurenda hans. Á grynningarnar er svo vaðið úr suðurenda hólmans, og er brattur halli að djúpum ál upp að Brettingsstaðalandi. Um miðbik flóans er grjót- hrúga, sem áður var hærri og kallaðist Varða, en af henni dregur flóinn nafn sitt. Sunnan og ofan vörðunnar fláir síðan af upp flóann. Af grynningunum má kasta upp að bökkum Brettingsstaðamegin, og hugsanlega myndi veiðileyfi í Brettingsstaðalandi heimila veiðimönnum för um Hofsstaðaey til þess háttar veiði með góðfúslegri heimild veiðivarða. Sam- kvæmt miðlínureglunni, sem frá var greint í kaflanum um Geldingaey, ætla ég Hofsstaðaeyjarmönnum sé óheimilt að notfæra sér grynningarnar í því skyni að teygja sig með köstin upp að vesturbakkanum og má ekki til þess hugsa að Jóhann- esi Kristjánssyni yrði gert að þola slíka ágengni. Hákon segir mér að gott sé að ná köstum frá vesturlandinu austur á brotið sunnan Vörðunnar, en það nær að nesi litlu með steini framan í, snertispöl sunnar með flóanum. Þó ekki betra en svo að áhöld munu um það hvort fleiri flugur týnast í grjótinu í brotinu eða í hríslunum í brekkunni. Víkur þá að Dádingssteini en hann er við sunnanverðan flóann á móti flata nefinu, sem skagar fram úr Hofsstaðaey. Undan honum er ágætis veiðistaður. Áður var steinninn nær bakkanum en hann nú er, og stóð þá upp úr. Síðar færðist hann fram í ána og dýpkaði á honum, en hryggjar þó af straumi yfir honum. Nafnið hlaut hann með þeim hætti að breskur veiðimaður (Dowding) sem dvaldist á sumrum hjá þeim á Brettingsstöðum við silungsveiði, stökk gjarnan út á steininni til þess að drýgja fyrir sér bakkastið, og tókst ekki betur til en svo í einu stökkinu að Dádingur fótaði sig ekki á steininum heldur stakkst á höfuðið í ána. Selhólar heita hólarnir vestan við norðanverðan Vörðuflóa og nyrst í þeim eru tóftarbrot Brettingsstaðasels. Rétt norðan við hólana eru tveir veiðistaðir og heita'Goggavik, ytra og syðra. Fremur þótti syðra vikið gefa vænni silung. Héðan í frá fellur áin brött og býsna ströng um sinn. Þótt örnefni Konráðs Erlendssonar gæfu ærið efni til íhugunar skundum við þessu sinni, af tillitsemi við blaðsíðutal tíma- ritsins, rakleitt að næsta meiriháttar veiðistað, sem er Hólkots- flói, nærtækasti og venjulegasti veiðistaður þeirra Brettings- staðamanna. Að Hólkotsflóa ökum við um moldarslóðina djúpu frá sumarbústaðnum, og gæti nú þeir að veðri sem á fólksbílum fara, því slóðin getur orðið býsna hál í votviðrum og torsótt leiðtil baka upp í móti. Bílinn skiljum við eftir við gömlu bæjarrústirnar á Brettings- stöðum. Þar neðan við er göngubrú yfir ána í Hamarsland, neðan við Hólkotsflóann. í honum öllum er veiði. Fyrir miðjum flóanum stendur Ferjuklettur og fengsælast að veiða ofan hans og sunnanvert við hann alveg upp í strenginn, en þar þarf að lengja köstin. Hér, við Hólkotsflóa, er staður og stund til þess að vara veiðimenn við hættum árinnar. Þótt undrafríð sé, þá er Laxá býsna viðsjál í umgengni og hefur reynst mannskæð. Hér í flóanum hafa drukknað þrír veiðimenn í mannaminnum og voru þó við andaveiðar. Fyrst er að geta Jóhanns Guðnasonar vinnumanns á Hamri, sem drukknaði þarna vorið 1891. Hann lenti í viki með hringiðu syðst við austurbakkann. Byssa hans og vettlingar fundust í klettaskoru ofan við vikið. Tíu árum síðar drukknuðu svo tveir menn samtímis. Voru þeir á báti við andaveiðarnar og lentu norður í fossana. Þeir voru Guðjón Sig- urgeirsson frá Belg í Mývatnssveit og Stefán bóndi Sigurðs- II'08

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.