Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Side 57
VEIÐISTAÐALÝSING
Laxá við Ljótsstaði.
þar til vaðs. En á þessum slóðum getur hann þess til varnaðar
að spölkorn hér fyrir sunnan, undan Kolalág, drukknaði Ás-
geir Hallsson frá Ljótsstöðum árið 1926.
Frá Varastaðahólma og norður að Grundará er áin býsna
ströng og getur ekki veiðistaðar fyrr en undan Ljóts-
staðatúninu en þar er að finna ýmsa gjöfula staði í svifum
með bökkunum, þann besta syðst en síðan hvern við annan
allar götur að ytra túngarðinum og raunar svo sem tvær kast-
lengdir norður fyrir hann.
Nú er ekki seinna vænna að skjóta hér inn varnaðarorðum
til vonglaðra veiðimanna og gilda þau um allt urriðasvæðið í
Laxá: Því fer víðs fjarri að við eigum vísan silung á hverjum
þeim veiðistað sem greinarhöfundur kallar góðan eða
ágætan í þessum skrifum sínum, og enn síður uppgripaafla.
Hitt kemur svo á móti, sem fyrr var sagt, að mjög víða er
fengsvon utan nafngreindra veiðistaða, og mikið í húfi að
hver veiðimaður beiti athyglisgáfu sinni, hugkvæmni og
greind eftir því sem efni standa til.
Auðnaveiðar
Að svo mæltu leggjum við leið okkar norður yfir landamerki
Auðna, og komum þá rétt strax að þremur litlum pollum,
sem stundum kallast Merkjapollar. Þeir eru við land og
mega heita auðþekktir. í þeim syðsta dökknar yfir steini, og
má vera dauflegt í ánni ef ekki verður vart við líf þar.
Þá komum við að Beygjunni, sem einnig er einhver besti
veiðistaðurinn í Auðnalandi. Hér breikkar áin nokkuð en
þrengist svo aftur um stóra flúð, sem gengur þvert fyrir ána.
Ofan við flúðina er lygna við vesturlandið, dýpst næst flúð-
inni en grynnri ofar. Hér er gott að veiða, og byrja nógu ofar-
lega til þess að flugan sveimi að bakkanum sem næst tanga-
num, lengja síðan köstin og veiða hægt ofan eftir allt að
flúðinni.
Norðan flúðarinnar og snertispöl neðar með ánni er
Syðrieyri. Þar eru nokkrir silungspollar, misjafnlega stórir og
misjafnlega nærri landi.
Sunnan við Nauthelli gengur hraunið fram í ána. Skammt
þar neðan við breikkar bakkinn svo aftur milli hrauns og ár
og tekur við svonefnd Nauteyri. Sunnan til við eyrina er
talsverð breiða og veiðivon á henni allri suður að hrauninu
þar sem það gengur að ánni. Norðan við eyrina kemur breið
flúð og grunnt er á henni, en norðan flúðarinnar er lygna og
veiði í henni, best frammi við strenginn. Nær landi eru
grynnsli á leirbotni, gljúpum en þó ekki beinlínis varasömum.
Nyrst við eyrina eru nokkrir pollar sem veiða má í - oftast er
silungurinn þar smár, en von í einum og einum vænum. Þá
komum við þar að sem hraunið gengur áð ánni. Þar heita
Skútar. Undan þeim eru einnig stöku pollar með silungsvon,
en bæði óyndislegt að standa að veiðinni og amstur við að
landafiski.
Næst tekur við Ferjuflói. Ofanvert við hann gengur
hraunið enn að ánni og þrengir að henni. Hér þarf að vaða
með fluguna. Flóinn grynnist síðan norður á við allt að Há-
degisvaði. Spölkorn þar fyrir neðan er svonefndur Auðna-
hólmi og ekki veiðivon milli vaðsins og hans, en við suð-
vesturhorn hólmans er veiðistaður og eins undan flúð sem er
vestanundir hólmanum. Rétt sunnan hádegisvaðs hopar
hrauniðfrá ánni og tekur við breiður bakki norður að Hagakíl,
en þar tekur enn við hár hraunkambur, úfinn og illur yfir-
ferðar og nefnist Háahraun. Þegar nálgast Hagakíl eru nokkr-
ir pollar nærri landi, ekki djúpir en geyma stundum veiði. Fram-
undan Háahrauni er sæmilegur veiðistaður þar sem síma-
línan liggur yfir ána, en ógott að standa að veiðinni og þröngt
um bakkastið.
Næst komum við svo að túngirðingunni á Auðnum. Þar
má heita samfelldur veiðistaður innan girðingarinnar og þó
einn staður öðrum betri: Hér rennur lækur í ána og flúðir,
grýttar og grunnar fram af honum. Áin fellur hér mestöil í
austanverðum farveginum og veiðin er þar sem flúðirnar
koma að strengnum. Þetta þykir ýmsum skemmtilegur
staður. Þá komum við í Merkivík, sem er innan girðingar-
innar, aflíðandi vik sem reynst hefur mörgum gjöfult. Frá
víkinni tekur við Jóelsbakki, þar má ýmist kasta frá bakka
eða vaða með fluguna, svif með bakkanum og pollar fram
um ána alveg norður að merkjagirðingu Auðna og Þverár.
11 '08
57