Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Page 64

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Page 64
GUÐMUNDUR STEFÁN veiðileyfa. Veiðiréttareigendur líta vonglaðir til "innrásar" erlendra veiðimanna vegna gengis krónunnar sem allsherjar- lausnar. Vegna alls þessa gæti forgangur veiðimanna til margra áratuga farið fyrir lítið geti þeir ekki greitt það verð sem samningar við veiðifélög segja til um. BB: Félagið hefur talsvert verið gagnrýnt fyrir að seilast þarna norður eftir þessu svæði? GSM: Það er reyndar nokkuð einkennilegt að gagnrýna félagið fyrir það. Veiðifélagið ákvað að bjóða bæði veiði- svæðin út ásamt rekstri veiðihúsa í almennu útboði. Faglega var staðið að útboðinu. Það er hlutverk og skylda SVFR að sjá félagsmönnum fyrir nægilegu framboði af veiðileyfum. Með mikilli fjölgun félaga undanfarin ár hefur myndast þrýstingur á stjórnina að auka framboðið. Það var því mjög eðlilegt að félagið byði í svæðið þegar það var boðið út. Eru menn að gagnrýna það? Aðalatriðið er það að stjórn Veiðifélags Laxár og Krákár bauð út veiðiréttinn. Flún gat hafnað öllum tilboðum en gerði það ekki. BB: Telur þú að þessar hremmingar sem íslensk þjóð gengur í gegnum nú muni hafa þau áhrif að verð veiðileyfa muni lækka? GSM: Tvímælalaust. Það hefur þegar gerst. Verð veiðileyfa í ákveðnum ám á ákveðnum tíma mun lækka. Þá er ég að tala um dýrasta tímann. Við teljum okkur ekki geta selt dýrustu veiðileyfin á því verði sem gilt hefur sl. tvö til þrjú ár. í minni ám gerum við ekki ráð fyrir lækkun á verðum veiðileyfa, en án efa lækkun miðað við verðlagsþróun. Það þýðir að við munum reyna að hafa óbreytt verð á milli ára í þessum ám. Veiðiréttareigendur nefndu oft að best væri að bjóða ána út, því þá kæmi „rétt" verð á leigu árinnar. Vissulega má segja að það sé rökrétt. Það er líka rökrétt að efnahagsþrengingar muni þrýsta á að „rétt" verð myndist á ný en nú má búast við því að það verði lægra en„rétta" verðið var. Ávallt mun leikast á hámarksafrakstur auðlindarinnar fyrir veiðiréttareigendur og lágmarkskostnaður fyrir veiðimenn. Það er flókið samspil! BB: Flvenær hófst þú þinn veiðiferil? GSM: Það er ákveðin hugarró sem kemur yfir mann þegar þú spyrð þessarar spurningar þegar hugurinn hefur allur verið við þau dimmu göng sem við í stjórn félagsins erum að fara í gegnum með félagið. Ábyrgð okkar er mikil og ég er afar sátt- ur við að stjórnarmenn skyldu allir sem einn leita eftir endurkjöri og axla ábyrgð á þeim samningum sem við höfum gert á undanförnum árum og nýta reynslu sína í þágu félagsins til að mæta þeim erfiðleikum sem fram undan eru. Svo ég víki að spurningunni um upphaf veiðiferilsins þá hófst hann við bæjarbryggjuna á ísafirði. Þar var ég eins og grár köttur og veiddi ufsa, þyrskling, kola og jafnvel síld. Ég fór síðan að veiða silung inni í Skutulsfirði. Ég fylgdi svo foreldr- unum í uppgrip í síldinni á Siglufirði og þar veiddi ég sjóbleikju í Hólsánni þegar ég var 10-12 ára. Eins og hjá mörgum datt áhuginn síðan niður á unglings- og námsárunum. Síðan átti ég því láni að fagna að tengda- faðir minn, Jón Kristmannsson á ísafirði, hefur veitt mikið alla tíð. Það má segja að hann hafi húkkað mig aftur inn í veiðina. Ég var farinn að veiða silung aftur en hann gaf mér laxveiðiveiðistöng og -hjól í afmælisgjöf og nældi sér í veiði- félaga fyrir lífstíð. Ég fór að veiða lax með honum í ánum í Djúpinu. Ég fékk maríulaxinn minn í Hvannadalsá 1984. Hann var 16 pund og tók maðk. Þetta vará sunnudegi og síðan var ekki aftur snúið. Viku síðar veiddum við í Laugardalsá. Við vorum þrjá daga í hverri á og það vildi svo til að ég fékk ekkert fyrr en á sunnudegi í Laugardalsánni og landaði ég þá tveimur löxum. „Hvernig er það Guðmundur," spurði tengdapabbi, „veiðir þú bara lax á sunnudögum?" Árið eftir keypti ég flugustöng og held mig mest við flugu- veiði núorðið. Ég hef hins vegar ekkert á móti maðkveiði þar semhúnerleyfð. Éghefreyndaraldrei verið flinkur maðkveiði- maður. BB: Það hefur ekki verið aftur snúið eftir að þú veiddir maríulaxinn þinn? GSM: Nei, og ef eitthvað er hefur sjúkdómurinn bara farið versnandi. Vinnuféögunum ber saman um það. Á seinni árum hefur þó kappið við veiðina farið minnkandi. BB: Veiðir þú ennþá í Djúpinu? GSM: Nú orðið fer ég mjög sjaldan þangað og hef nánast alfarið snúið mér að þeim svæðum sem SVFR býður upp á. BB:Áttu þéruppáhaldsá? GSM: Síðan ég kynntist Stóru-Laxá í Hreppum hef ég verið einlægur aðdáandi hennar. Ég sagði einhvern tímann við konuna mína að ég vildi gjarnan láta brenna mig þegar þar að kæmi og dreifa öskunni uppi á svæði fjögur í Stóru, ef það væri leyfilegt á annað borð. Stóra-Laxá rennur í ægifögru umhverfi og þar hef ég upplifað mín skemmtilegustu ævintýri í veiði, bæði hvað varðar stærð laxa og fjölda. Þar fékk ég minn stærsta lax. Hann var nákvæmlega 9,2 kíló, hængur og tekinn á Iðunni í lok veiðitímabils. Það var þriðji laxinn sem ég fékk á tveimur tímum þar. Ég kom þangað og landaði strax tveimur löxum. Síðan var allt dautt í nærri tvo tíma þar til þessi stóri tók. BB: Hver eru helstu málin sem bíða úrlausnar hjá SVFR í nánustu framtíð? GSM: Við teljum að félagið sé ágætlega statt hvað varðar framboð veiðileyfa í dag. Netamálin verða ofarlega á baugi hjá félaginu eins og þau hafa verið undanfarin ár. Það er mjög erfitt að réttlæta friðunaraðgerðir í ánum sem tengjast Hvítá og Ölfusá fyrir veiðimönnum þegar ekki er komið á móti með neinar hömlur í netaveiði. Stórlaxi verður ekki sleppt úr net- unum. Það liggur fyrir að aðalnetalögnin hjá Fossi fer ekki niður næstu þrjú árin. Hins vegar getur SVFR ekki eitt og sér staðið fyrir uppkaupum á netum. BB: Hvað þarf að koma til svo netin fari alfarið upp? 64 1IV 8

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.