Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 71

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 71
BYGGÐAÞRÓUN Þaö hefur löngum verið trú manna aö flestar nýjungar veröi til vestur í Bandaríkjunum en flytjist til Evrópu og þá gjarnan til Svíþjóöar áöur en þær nema land hjá okkur. Á síöustu hundraö árum hafa breyttir búskaparhættir oröið fyrst í Bandaríkjunum og þar varö þjón- ustugeirinn í atvinnulífinu fjölmennari en frumvinnslugreinar, landbúnaöur og iðnaður, áöur en svo varö annars staðar í heiminum. Vel þekkt er útþensla bandarískra borga síö- ustu áratugina sem á máli þarlendra hefur ver- iö kölluö „urban sprawl". Pessi þróun helst í hendur viö gífurlega aukningu bíleignar jafn- framt ósk íbúanna um kyrrlátt umhverfi til íbúöar. Bygging og skipulag svefnbæja tók á sig ótrúlegar myndir og uröu til íbúðahverfi meö íbúöarhúsum eingöngu og ekki neina Þjónustu aöra aö fá af sveitarfélaginu en að ^eitt var vatni, rafmagni og frárennsli. Sum hverfi sem allt eins gátu veriö sjálfstæö sveit- arfélög, buöu ekki upp á skóla, dagvistun eða jafnvel verslun, ekki einu sinni sjoppu. Tilveran grundvallast á einkabílunum og oft nauðsyn- legt aö a.m.k. tveir bílar séu á hvert heimili. Skólabörn fara í skólann með skólabílnum eða eru sótt og send af foreldrunum. Ýmsir félags- fræöingar hafa meira aö segja rakið eiturlyfja- vanda ungs fólks, sem alist hefur upp í slíku umhverfi, til þess menningarsjokks sem verö- or viö aö flytja úr foreldrahúsum til náms eöa vinnu. Petta er reyndar ekki viöfangsefni þess- arar greinar, heldur nýmæli í byggðamynstri Bandaríkjanna. (grein í American Demographics í júní 1987 eftir Jack Lessinger er rakin saga þjóðflutninga innan Bandaríkjanna eftir miðja nítjándu öld. Fyrsta flutningaskeiðið var milli 1760 og 1789 þegar mjög fjölgaöi ( Suöur- og Norður-Karol- inu, Vermont og New Hampshire á kostnað eldri nýlendna: Virginiu, Pennsylvaniu og Mas- sachusetts. Næsta tímabil (1817 -1846) færöist byggö vestur frá New York til New Orleans og meðfram stórfljótum mið- og suöurrikjanna. Á þriöja tímabili flutninganna (1873- 1900) hljóp mikill vöxtur í iðnaðarborgir miöríkjanna, svo sem Chicago, Minneapolis og Indianapolis, jafnframt verulegri fólksfjölgun á vesturströnd- inni. Fjórða tímabil í fólksflutningasögu Banda- ríkjanna er svo milli 1929 og 1958 þegar út- hverfi stórborganna veröa til en miðborgunum og smábæjunum fe.r aftur. Síöustu tvö flutningaskeiðin eiga sér hliö- stæöu í Evrópu og ástæöa þeirra eru nýjungar i tækni og samgöngum. Einkum hafa breyting- arnar á síðasta tímabili veriö meir áberandi í Bandaríkjunum en í Evrópu og kemur þar fyrst og fremst til verulega almennari bílaeígn Am- eríkumanna en þeirra í gamla heiminum. Aö áliti margra, sem fjalla um skipulag og byggðamál í Bandaríkjunum, er þar runnið upp nýtt flutningaskeið og samkvæmt grein Jacks Lessingers er þaö hið fimmta og kallar hann þaö PENTURBIA. Aörir fræðimenn eru ekki ýkja hrifnir af nafninu og hafa valið önnur heiti á fyrirbæriö enda ekki viö ööru að búast. Og hvernig er svo þetta nýja byggöamynst- ur, sem er aö koma fram í Bandaríkjunum um þessar mundir? f stuttu máli er byggðin að færast verulega út fyrir heföbundin úthverfi eöa svefnbæi, eins og þá sem mest hafa vaxið á þessari öld. Nú eru Bandaríkjamenn, sem til þessa tíma heföu valið sér búsetu í stórborg- um eöa úthverfum þeirra, þannig aö hægt væri aö komast til vinnu á þolanlegum tíma, farnir aö leita að lóöum í allt að 100 km fjarlægð frá borgunum. Par eru lóðir mun stærri en í hefð- bundnum úthverfum, 1-4 hektarar hver lóö, en stærstu lóðir í skipulögðum íbúöahverfum hafa veriö um 0.1 hektari (1000 m2). Að vísu hafa tíðkast slíkar lóðir en þá eingöngu í eigu auö- manna. Á stórum lóðum er hægt aö rækta í sér sveitamanninn en margir halda því fram aö Bandaríkjamenn séu hinir mestu dreifbýlis- vargar inn viö beinið og uni sér vel við garö- rækt og hestasport. í Evrópu á borgarmenning sér lengri sögu og dýpri rætur en vestan hafs, en viö íslend- ingar erum tiltölulega nýveriö farnir aö búa í þéttbýli. Má í því sambandi geta þess að um aldamótin síöustu bjuggu um 10% (slendinga í 71

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.