Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Qupperneq 15

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Qupperneq 15
Nú hefur verið hafist handa í Reykjavík við að planta í stórum stíl í framtíðarbyggðasvæði eftir skipulagi, þannig að þegar kemur að því að reisa byggð verði komin rjóður fyrir byggðina innan samfelldra skjólbelta. DæmierHólmsheiði,þar sem ReynirVilhjálmsson, landslagsarkitekt, og Vilhjálmur Sigtryggsson, framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, hafa gert skipulag að gróðursetningu. Um árabil hefur verið plantað á þriðja hundrað þúsund plöntum í land borgarinnar og hyggjumst við stórauka það. Enda er borgarlandið að taka stakkaskiptum hvað þetta varðar vegna kraftmikils plöntunarstarfs á síðustu áratugum. Við eigum orðið góða landa meðal trjáa sem hafa sýnt og sannað að þau geta lifað í þessu landi og hjálpa okkur að bæta það. Sumir tala um framandi plöntur og útlendinga þegar þeir sjá furu, þin eða þöll í landslagi okkar. Furan, lerkið og fleiri tegundir eru íslendingar samkvæmt allri eðlilegri og venjulegri skilgreiningu, bera þroskuð fræ og er að finna sjálfsáð hvarvetna. Fjandskapur við plöntur líkist stundum kynþáttahatri. Eða ættu rauðhærðir Islendingar með írsku blóði að heimta að allir af norrænu bergi brotnir yfirgefi landið? En sannað þykir að frar voru hér fyrir, þegar Norðmenn réðust til landgöngu. Eða hvenær urðu Norðmenn íslendingar? Litir skipta miklu máli í vetrarborgum þar sem gráviðri og skammdegi ríkja í marga mánuði. Á þinginu kom fram að almennt skipti meira máli að huga að litanotkun á norðurslóðum heldur en á sólbjörtum gróðursælum svæðum. Hér á íslandi eigum við orðið nokkra hefð í notkun lita á hús, sérstaklega eftir að farið var að mála bárujámshúsin. Nokkrir þátttakenda sem til Islands höfðu komið bentu á litanotkun í Reykjavík sem dæmi þess að hreinir og sterkir litir, sérstaklega þökin, léttu og hresstu upp á allt yfirbragð byggðarinnar. Land okkar er bert og loftið tært þannig að litir á mannvirkjum eru þeim mun áhrifaríkari. Litir landsins sjálfs sem vinna þarf með eru einnig óvenju tærir og sterkir. Ymis suðlæg lönd búa við mistur í lofti og þurr kalk- og leirjarðlög í fölum litum sem hafa haft áhrif á litanotkun ásamt byggingarefni úrjarðefnum. Dæmi eru t.d. Spánn, Ítalía og Kalifomía. I Kalifomíu eru bleik leirlög, ljósgular steppur og akrar, grænar plöntur eru fölgrænar vegna þurrks og vötn og sjór sýnast fölblá í mistrinu. Þetta umhverfi hefur skapað litahefð íbyggingum og fötum - „amerísku pastellitina“. Mjög svipuð dæmi mætti taka víðar. Þegar ferðasterumausturströndBandaríkjannafinnurmaðurfljóttsamræmið í litavalinu, en þegar þetta fólk kemur til Norður-Evrópu í sínum bleiku og turkis fötum eru þau oft talin smekklaus og ankannaleg. Arkitektúr í dag er að verða nokkuð háður tísku og sveiflast áhrifin næstum eins hratt og í fatatfskunni og er það slæmt. í fataiðnaði er stefnt að því að breyta tísku á hverju ári en hús eiga að standa í meir en ár og eru ekkert einkamál. Því skyldu menn huga vel að áður en gripnar eru, óhugsað og hrátt, hugmyndir úr myndblöðum arkitekta og fluttar milli staða. „Pastellitir postmódemista" eiga sums staðar skínandi vel við og eru djúphugsaðir út frá samspili við gamlar hefðir. Við eigum hefðir og land - hyggjum að því. „Vetur" hefur bæði táknræna og bókstaflega merkingu. Þegar vetur er nefndur vakna upp ýmsar naprar ti lfmningar og mótsagnakennd sjónarmið. Skáld líkja oft vetri við síðkvöld lífsins og finna þannig í þeirri árstíð myndhvörf dauðans. f ljóðum aldamótaskáldanna okkar þekkjast þó brýningar og líkingar þar sem vitnað er til styrks og krafts vetrarins. Þjóðin er mönuð til dáða með táknmyndum hans. „Sagter fyrir vori vetur flýi, hvergi þó hann flýr en færist ofar,“ segir Bjarni Thorarensen í ljóði sínu Veturinn. í lífsbaráttunni er veturinn oft sá er sér til þess að það sterkasta og harðgerasta lifir til framhaldslífs. „ Hinir hæfustu lifa af.“ En hversu mjög sem veturinn er notaður sem tákn dauða og hrömunar, þá fylgir hverjum vetri vor. „ Aftur kemur vor í dal.“ Þorvaldur Þorvaldsson BO I NORD Bo í nord er íbúðasýning sem Norske boligutstillinger og Tromsp kommune ráðgera að standa að í sameiningu undir kjörorðunum „klimatilpassede boliger“ eða íbúðir aðlagaðar veðurfari. Sýningin verður liður í ráðstefnu Winter Cities sem halda á íTromsp 1990. Af því tilefni auglýsti Bo í nord haustið 1987 eftir arkitektum frá öllum Norðurlöndunum sem hefðu áhuga á að taka þátt í samvinnu um skipulag sýningarsvæðisins. Til samstarfsins voru vaidir hópar arkitekta, einn frá hverju Norðurlandanna, nema frá heimalandinu Noregi voru valdir 4 hópar, einn frá hverjum landshluta. Eftirtaldir hópar voru valdir: Blá strek arkitektar frá Tromsp, NNP frá Norður-Noregi, ARC frá Þrándheimi, DIVA fráOsló, Kimmo Kuismanen og Veli Karjalainen frá Oulo í Finnlandi, Landskronagruppen frá Malmö, A5 tegnestuen frá Kaupmannahöfn og Isark frá Reykjavík. Hópamir hittust þrisvar í Tromsp á tveggja mánaða tímabili og komu sér saman um meginskipulag svæðisins. Sýningarsvæðið, sem er á vestanverðri Tromsp, skal rúma u.þ.b. 160 íbúðir, auk bamaheimilis og hverfishúss. Svæðið sem hallar til vesturs fær eina aðalaðkeyrslu sem liggur í gegnum mitt svæðið samsíða hæðarkótum. Á miðju svæðinu teygir grænt svæði sig upp hlfðina þvert á aðalveginn. Vegurinn og græna svæðið mynda þannig kross og skipta miðs væðinu niður í 4 reiti. Lækur sem rennur um norðurhluta svæðisins skilur frá miðsvæðinu nyrsta hluta svæðisins, sem verðurfimmti reiturinn. Þarer hugmyndin að reisa einbýlishús, eitt frá hverju Norðurlandanna, auk þess sem rætt hefur verið um hús frá Japan og Kanada, en þær þjóðir eru stærstar í Winter Cities samtökunum. Á miðsvæðinu mun þéttari byggð rísa og verða íbúðasvæðin 4 tengd saman með göngustíg, sem verður aðalstígur sýningarinnar. Sýningarstígurinn myndarbeinan og rétthymdan ferhyming og gengur inn á hom hvers reits. Bamaheimilinu og hverfahúsinu er ætlaður staður á mótum vegarins og græna svæðisins, innan sýningarferhyrningsins. Við nánari útfærslu á reitunum 4 unnu hópamir tveir og tveir saman þannig að einn norskur hópur vann með einum frá hinum Norðurlöndunum. Að auki tóku hóparnir þátt í samkeppni um hönnun bamaheimilis og hverfishúss annars vegar þar sem A5 tegnestuen fékk fyrstu verðlaun og græna svæðisins hins vegar, þar sem Kimmo Kuismanen og Veli Karjalainen fengu fyrstu verðlaun. ísark og Blá strek var falið að vinna saman að reit B og gerðu hóparnir auk þess sameiginlegar tillögurísamkeppninni. AðísarkstandaBaldurÓ. Svavarsson, Egill Guðmundsson, Kristín Garðarsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson og Þórarinn Þórarinsson. Blá strek eru arkitektamir Knut Erik Dahl og Nils Mjaaland. Þeir komu til íslands og við unnum saman að grunnhugmyndum í eina viku. Framhaldið var tveggja vikna vinna með stöðugum samskiptum í gegnum síma og telefax. Útkoman varð síðan tillaga að græna svæðinu auk þeirra tillagna sem hér eru sýndar, bamaheimili/hverfahús og íbúðahverfi með u.þ.b. 40 íbúðum. Grunnhugmyndin að bamaheimilinu kemur frá íslenska torfbænum og norska tréhúsinu.Húsið tengist sýningarstígnum þannig að hann gengur í gegnum það. Auk þess mótar göngubrú yfir aðalveg svæðisins, hluta hússins. Þannig er byggingin eins konar miðja alls 13 ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.