Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Side 16

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Side 16
Grunnmynd, sneiðing og suður útlit Bamaheimili, hverfishús að vetrarlagi íbúðabyggðin séð úr suðvestri Miðjurými íbúðabyggðarinnar svæðisins. Hún er lág og frekar lokuð til norðurs en opin til suðurs. Byggingin er hluti af landslaginu, ævintýrahús fyrir börn og með Ifflegt yfirbragð. Aðkoman er frá norðri þar sem gengið er inn í „hólinn", en hann opnast til suðurs í sameiginlegu glerrými sem tengir deildimar og leikvöllinn. Glerrýmið nýtist sem leikvöllur í slæmum veðrum. Barnaheimilið er með þrjár dagvistardeildir auk einnar skóladagheimilisdeildar. Hver deild hefur sitt sérkenni, mótað af mismunandi inngöngum, ofanljósum, formi og litum. Deild yngstu bama er næst aðalinnganginum en skóladagheimilið er fjærst. I vesturenda heimilisins er hverfishúsið, sameiginleg aðstaða íhúa svæðisins til ýmiss konar félagsstarfa. Ibúðasvæðið eða reitur B, eins og hann er kallaður í skipulaginu, er skógi vaxin hlið. Trén eru mikilvægasti þáttur staðarins í myndun skjóls gegn veðri og vindum. Byggt svæði er takmarkað á reitnum, þannig að gróðurinn umhverfis teygir sig inn á milli húsanna. A miðjum reitnum standa u.þ.b. 20 m há tré og mynda heillega þyrpingu. Við skipulagningu íbúðarbyggðarinnar var tekið sérstakt tillit til þeirra vegna fegurðar. Núverandi grenibelti norðan viðgrunninn myndarfullkomið skjólbelti fyrir norðanvindum. Vegna þess hve land er bratt á reitnum fá allir hlutar byggðarinnar stórkostlegt útsýni. Skipulagi reitsins er skipt í tvennt. Annars vegar eru meðfram aðkomuveginum bogaformaðar byggingar á þremur hæðum sem mynda skjól fyrir norðri en opna sig mót suðri og sól. Húsasamstæðan í rýminu þar neðan við skiptir því í fleiri mjög ólík rými, - sýningarrými með sýningarstígnum, innra garðrými og ytra rými að skóginum. Hins vegar er þriggja hæða bygging, sem afmarkar trjáþyrpinguna á miðjum reitnum. Heild fimm tveggja hæða punkthúsa mót suðri er opin fyrir sól, útsýni og tengslum við skóginn. Yftrbyggður göngustígur með bflgeymslum og skúrum tengir þau saman. Byggingar eru hannaðar undir áhrifum frá byggðinni ÍTromso, en auk þess er sóttur innblástur í norsk bjálkahús. í byggingunum er lögð áhersla á stórar svalir eða þakgarða, gjaman hálfyfirbyggða með gleri, en að öðru leyti voru íbúðir hannaðar með þeim stærðartakmörkunum sem norska húsnæðislánastofnunin segir til um. Ekki er ennþá séð fyrir hversu stór hluti af byggðinni nær að rísa fyrir sýninguna 1990, en lítil eftirspum er eftir húsnæði um þessar mundir í Norður- Noregi og erfið fjárhagsstaða bæjarfélagsins er ekki til að flýta framkvæmdum. Því má tæpast búast við að sjá á sýningunni nema lítið sýnishom af þeim tillögum sem þessir 8 hópar frá Norðurlöndunum skiluðu. Sigurður Einarsson 14 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.