Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Qupperneq 25

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Qupperneq 25
PAUL M. CLEMENS Fyrsti íslenski arkitektinn? Fjölskyldumynd frá Winnipeg um aldamótin . Paul M. Clemens sitjandi fremst til hægri. Með íslenskum útflytjendum til Vesturheims, og þá sérstaklega til Manitoba og Winnipeg, hefst mikill sorgarkafli í sögu íslands. Margur mætur maðurinn yfirgaf fósturjörðina og kom aldrei aftur, nema þá í einhverju andans verki. Nærri mun láta að um 20% þjóðarinnar hafi nurlað saman fyrir vesturför. 1886 er fjölskylda þess manns, er hér um getur, búin að selja allt og flutt vestur um haf. Þó var sá munur á, að förinni var ekki heitið til Winnipeg eins og flestra annarra, heldur stórborgarinnar Chicago. Þar var sest að fyrst um sinn. Paul M. Clemens fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1870. Hann nam arkitektúr í Chicago og hóf að námi loknu vinnu á teiknistofum í Illinoisfylki. Ferill'hans í Bandaríkjunum fram að aldamótum er þó lítt kunnur. Fleira mun hafa átt hug hans en byggingalist, því snemma á námsferli sínum mun hann hafa aðhyllst kenningar hagfræðingsins Henrys George, og var mikill stuðningsmaður þeirra alla tíð. Hann varjafnframt virkur þátttakandi í félagsskap sem nefndist „Single tax reform club“. Um þetta hugðarefni sitt ritaði hann greinar í blöð og tímarit, bæði í Bandaríkjunum og Kanada, þó alltaf undir dulnefni. Skýringin á því mun vera, að kenningar Henrys George þóttu fullróttækar í þessu landi tækifæranna. Því þótti mönnum eins og Páli, sem störfuðu og áttu allt sitt undir einkageiranum, betra að láta skoðanir sínar í ljós undir dulnefni. Eins og áður er getið, er lítið vitað um feril Pauls M. Clemens fram að 1900. Þó er vitað að upp úr aldamótum fær hann þriggja vikna frí af teiknistofu í námunda við Chicago og fer meðal annars að heimsækja foreldra sína sem þá voru fluttir til Winnipeg, auk þess sem Winnipeg var þá og er höfuðborg íslendinga í Norður- Ameríku. Þessar þrjár vikur urðu að rúmum 20 árum, því stuttu seinna var hann kominn með eigin stofu og gnægð verkefna fyrir íslenska athafnamenn í Winnipeg. Starfsemi þessara íslensku verktaka í Winnipeg upp úr aldamótum er kafli út af fyrir sig, og mun lauslega verða fjallað um þá í grein síðar. Þó má geta þess að þar voru á ferðinni margir sérstæðir og skemmtilegir menn, sem með byggingastarfsemi komu undir sig fótunum í hinu nýja landi. Nokkrir þeirra urðu vel þekktir hér á landi, og gengu um þá sögur og ríkidæmi þeirra í góðum ævintýrastíl. Þeir byggðu ýmsar tegundir húsa allt frá einbýlishúsum til járnbrautarstöðva og annarra sérhæfðra bygginga, þó mun aðalstarfsvettvangurinn hafa verið á sviði íbúðabygginga. Aður en lengra er haldið í grein þessari er rétt að gera ættfróðum arkitektum og öðrum svolitla grein fyrir uppruna Pauls M. Clemens. Eftir að til Vesturheims kom hefur fjölskylda Pauls M. Clemens notað þetta ættarnafn, enda má segja að Clemens- nafnið sé hin ágætasta engilsaxneska af föðumafni Runólfs Klemenssonar sem var einn af forfeðrum Pauls. Runólfur þessi var um tíma forstjóri Innréttinganna í Reykjavík. Á íslenska tungu mun Paul hafa verið skírður Páll Melsteð og verið Jónsson, og látum við þar með ættartali lokið. Um feril Páls arkitekts og lífshlaup almennt yrði allt of langt mál að fjalla hér í stakri grein, nema um væri að ræða framhaldssögu. Mörg verka hans em að sjálfsögðu nátengd athafnasemi íslenskra verktaka í Winnipeg og byggingasögu borgarinnar. Fyrir þessa »» RENEWAL OF CERTIFICATE OF REGISTRATION //ecrelary 4 /7 /oanac/a //fye 'Ítúnni/iep,.........UZjöl.. July \ /9/S.*.. Olhtfí tfi ln cprítfg ............Pavl Uelsted...Glemens...................... ee Áo/cter- o^ /ierttficafe namAer............?.......,, /vavinejj, Aa/y, fiaid i/e s/nnaa/ Z/eneuta/ /i/e o//ve c/o//ari ($5.00} /aí i/ere/y, reneutec/ /ii Toerti^ícate oj/ /Tteejibiration fl>r t/e y, enc/intj Ja7 iit, 19/ 4,.... VOUCHER NO, 2 28............ . '/<rr,t*ry CÁs OHoard. ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.