Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Side 33

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Side 33
Cittie of Yorke. meðal annars vegna meiri matarsölu í hádeginu. Ekki vilja allir skyndimat, hamborgara og kók, í hádegismat. Margir fullorðnir vilja heldur koma á „pöbbinn" og fá sér glas af bjór og eitthvert snarl, en í öllu falli er sá matur fljótframreiddur og ódýr og einhvem veginn afslappaðri en skyndimaturinn. Ekki hefur augunum heldur verið lokað fyrir kvöldmatnum. Með auknum fjölda tveggja fyrirvinna og ungu fólki sem kýs nú æ oftar að lyfta sér upp með því að fara út að borða hefur aðsókn að bjórstofum aukist vemlega. Hin nýja „trend“ í þessari menningu eru hinir svokölluðu „restaurant-barir“, eða „café-barir“. Þar er „themað“ oft 50' tímabilið, rokkið og annað er minnir á það. Staðir eins og Hard Rock Café, Maxwells og Henry J. Bears, sem þó leggja mismikla áherslu á það hvort þeir séu meira bar eða restaurant, eru mjög vinsælir og þó einna helst hjá unga fólkinu. Hinn hefðbundni breski „pöbb“ hefur þó haldið, að miklum hluta til, sama útliti síðastliðin 100 ár. Einnig hefur verið reynt að byggja á sömu forsendum, bæði í rekstri þeirra og hönnun. Samt sem áður lifum við á nýjum tímum. Viktoríutímabilið er löngu liðið. Þarfir fólks, venjur og væntingar hafa breyst mikið í tímans rás. Segja má að síðan 1940 hafi hönnun „pöbba“ verið kæruleysislega sálarlaus. Þau atriði sem hafa gert þessa stofnun aðlaðandi í sögulegum tengslum, þ.e.a.s. skynjun á órofnu samhengi og fantasíu, hafi verið fjarlægð. Þessi atriði hafa samt verið uppgötvuð aftur í næturklúbbum. Eftir uppgötvun laser- og neonljósa, skyndiþoku og fleira þessháttar hefur diskótekunum verið breytt úr fátækra manna næturklúbbum í tilkomumikið næturumhverfi. Á margan hátt eru diskótek á seinni hluta tuttugustu aldar sambærileg „pöbbum“ á Viktoríutímabilinu. Þau hafa sömu tilfinningu fyrir flótta, félagslyndi og hávaða, sömu áherslur á lýsingu, endurkast yfirborðsflata, sömu tækifæri á ötulli sjálfssýningu og leynilegu tveggja manna tali. Verk hönnuðarins er að búa til viðeigandi umgjörð um nýjan tæknibúnað. Útkoman er þó oft lítilfjörleg, og þá vegna þess að hinu viðkvæma jafnvægi er ekki haldið. Dæmi um nýja tilhneigingu í pöbbamenningunni er tísku-barinn Blitz, en hann hefur verið vinsæll sem nýmóðins bar með svipmóti næturklúbba. Hann dregur að margt fólk nokkur kvöld í viku. Ungir 30 ARKITEKTUR OG SKIPULAG Cittie of Yorke. Krá frá Viktoríska tímabilinu borgarbúar þurfa vettvang þar sem þeir geta tjáð sig, með stíl við sitt hæfi, óþvingaðir af siðavenjum hins hefðbundna „pöbbs“. Hin nýja heildarhugmynd að bjórkrá er byggð á markaðshópunum 18-25 ára, þ.e.a.s. þeim sem eru tilbúnir að ferðast einhverja vegalengd til að fá góðan mat, góða hönnun og góða þjónustu, auk fastagesta. Sem dæmi má nefna „pöbb“, þar sem notuð voru kunnugleg „post-modemisk element", sem skila aftur öllum þeim týndu og lífsnauðsynlegu hlutum fantasíunnar. Pöbb þessi, Da Vinci's, er gerður upp úr gömlu trésmíðaverkstæði. Á framhlið hússins eru tvær dóriskar súlur settar upp á abstrakt hátt sitt hvorum megin inngangsins með neon-skilti fyrir ofan. Er þetta fyrirboði um það hvers erað vænta er inn er komið. Þrátt fyrir allar þessar breytingar er ekki rétt að gefa það í skyn að hinn hefðbundni breski „pöbb“ frá Viktoríu- og Edvard- tímabilunum sé að verða safngripur. Flestir „pöbbar“ í Englandi eru ennþá með hefðbundnu sniði. The Wintness Box er nýlegur „pöbb“ byggður á svæði þar sem mikið er um lögfræðiskrifstofur. Hugmyndin var sú að búa til „pöbb“ þar sem fengist heitur og kaldur matur á matmálstímum, með þægilega hlýju andrúmslofti líkt og klúbbur á kvöldin, þegar þetta svæði er að mestu leyti mannlaust. Stigi, bar og annað timburverk er að mestu úr mahogny. Mikið af húsgögnum, ljósum, myndum, speglum o.fl. eru ektahlutirfráViktoríutímabilinu,keyptirog uppgerðirfyrir„pöbbinn“. Við endurnýjun þessara gömlu hluta eru notuð ekta efni. Leður er leður en ekki plast, viðurinn mahogny en ekki plast eftirlíking og stólarnir bólstraðir upp á gamla mátann en ekki úttroðnir svampi. Þó þetta sé dýrt hjálpar það mikið við að ná réttum hughrifum. Húsgögnin eru slitin, og eru jafnvel bara aðlaðandi, í stað skínandi plastáferðar. Dökkleit húsgögnin geraheildarsvipinn fremur þungbúinn, en skínandi málmhlutimir gefa hinn nauðsynlega ljóma til þess að gera heildarsvipinn ekki dauflegan. Þegar á heildina er litið er þetta vel heppnaður staður sem verkar vel á viðskiptavinina og innréttingar sem þurfa lítils viðhalds við. Sumir nýir „pöbbar“ bjóða hins vegar upp á harða bekki og sag, þar sem notaðir eru m.a. bitar úr gömlum hlöðuloftum og annað í stíl »» við það. Dæmi um slíkan „pöbb“ er The Glassblowers á Piccadilly í ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.