Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Side 58

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Side 58
ÞRONGT MEGA SATTIR SITJA UM ÞÉTTLEIKA BYGGÐAR, NÝTINGU O.FL Miðborg Reykjavíkur 18., ágúst 1986. Inngangur. Tvö af mikilvægustu hugtökum í skipulagi þéttbýlis eru landnotkun og landnýting. í orðaskýringum Aðalskipulags Reykjavíkur 1984-2004 eru þessi hugtök skilgreind þannig: Landnotkun: Notkun lands til mismunandi þarfa: Ibúðar, iðnaðar, verslunar, vörugeymslu, útivistar og svo framvegis. Landnýting: Nýting lands til verðmætasköpunar á mismunandi hátt, svo sem fyrir byggð, útivist, ræktun og fleira. I skipulagi þéttbýlis er nýtingarhugtakið yfirleitt notað sem mælikvarði á þéttleika byggðar á flatareiningu, t.d. íbúðar á ha, eða reitanýtingu, þ.e. hlutfallið milli heildargólfflatarmáls bygginga og flatarmáls byggingalóða á reit. Hér á landi hefur meiri áhersla verið lögð á landnotkunina, bæði í skipulagslöggjöf og skipulagsáætlunum, jafnvel þótt skipulagsyfirvöld hafi mun betri möguleika að nota nýtingu sem stjómtæki í skipulagi en landnotkun. Sveitarfélögum er t.d. iðulega ekki tilkynnt um breytingu á starfsemi í atvinnuhúsnæði nema breyta þurfi húsnæðinu sjálfu. Afturámótiþarfaðsækjaumallarbreytingarábyggingarmagni. Þéttleiki byggðar hefur verið grundvallarhugtak í flestum kenningumum hvemig fyrirmyndar - borgarsamfélag ætti að líta út. í þessu sambandi nægir að nefna tvo hugmyndafræðinga, Ebenezer Howard og „Garðborga”- hugmynd hans, sem var ætlað að nýta það besta úr sveita- og þéttbýlissamfélögum, og svissneska arkitektinn Le Corbusier, sem trúði á kosti samþjöppunar byggðar í háhýsum. Nýtingarhugtakið skiptir stærri sveitarfélög hér á landi miklu máli, því að á seinustu árum hefur sífellt hærra hlutfall nýbyggðra íbúða verið í sérbýlishúsum sem eru mun landfrekari en sambýlis- og fjölbýlishúsabyggð. Dreifð byggð er dýrari fyrir sveitarfélagið vegna lengri gatna- og veitukerfis, auk þess verða göngufjarlægðir í hverfaþjónustu langar og akstursvegalengdir almennt lengri. Það er tiltölulega auðvelt að vinna með nýtingu þegar verið er að skipuleggja nýja byggð á ónumdu landi. Lóðastærðir eru ákveðnar og hámarksnýting á hverri Ióð. Aftur á móti verða málin flóknari þegar ákveða á nýtingu á byggðum svæðum þar sem lóðir eru misstórar og misjöfn nýting er þegar á hverri lóð. Það má líkja þessu við skógrækt, auðvelt er að planta úgræðlingummejömi 11 ibi li en vandasamara er að grisja og endurplanta. Einnig má líta á nýtingu út frá umhverfislegu og hagfræðilegu 56 ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.