Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Side 58
ÞRONGT MEGA SATTIR SITJA
UM ÞÉTTLEIKA BYGGÐAR, NÝTINGU O.FL
Miðborg Reykjavíkur 18., ágúst 1986.
Inngangur. Tvö af mikilvægustu hugtökum í skipulagi þéttbýlis
eru landnotkun og landnýting. í orðaskýringum Aðalskipulags
Reykjavíkur 1984-2004 eru þessi hugtök skilgreind þannig:
Landnotkun: Notkun lands til mismunandi þarfa: Ibúðar, iðnaðar,
verslunar, vörugeymslu, útivistar og svo framvegis.
Landnýting: Nýting lands til verðmætasköpunar á mismunandi hátt,
svo sem fyrir byggð, útivist, ræktun og fleira.
I skipulagi þéttbýlis er nýtingarhugtakið yfirleitt notað sem mælikvarði
á þéttleika byggðar á flatareiningu, t.d. íbúðar á ha, eða reitanýtingu,
þ.e. hlutfallið milli heildargólfflatarmáls bygginga og flatarmáls
byggingalóða á reit.
Hér á landi hefur meiri áhersla verið lögð á landnotkunina, bæði í
skipulagslöggjöf og skipulagsáætlunum, jafnvel þótt skipulagsyfirvöld
hafi mun betri möguleika að nota nýtingu sem stjómtæki í skipulagi
en landnotkun. Sveitarfélögum er t.d. iðulega ekki tilkynnt um
breytingu á starfsemi í atvinnuhúsnæði nema breyta þurfi húsnæðinu
sjálfu. Afturámótiþarfaðsækjaumallarbreytingarábyggingarmagni.
Þéttleiki byggðar hefur verið grundvallarhugtak í flestum
kenningumum hvemig fyrirmyndar - borgarsamfélag ætti að líta út.
í þessu sambandi nægir að nefna tvo hugmyndafræðinga, Ebenezer
Howard og „Garðborga”- hugmynd hans, sem var ætlað að nýta það
besta úr sveita- og þéttbýlissamfélögum, og svissneska arkitektinn Le
Corbusier, sem trúði á kosti samþjöppunar byggðar í háhýsum.
Nýtingarhugtakið skiptir stærri sveitarfélög hér á landi miklu máli,
því að á seinustu árum hefur sífellt hærra hlutfall nýbyggðra íbúða
verið í sérbýlishúsum sem eru mun landfrekari en sambýlis- og
fjölbýlishúsabyggð.
Dreifð byggð er dýrari fyrir sveitarfélagið vegna lengri gatna- og
veitukerfis, auk þess verða göngufjarlægðir í hverfaþjónustu langar
og akstursvegalengdir almennt lengri.
Það er tiltölulega auðvelt að vinna með nýtingu þegar verið er að
skipuleggja nýja byggð á ónumdu landi. Lóðastærðir eru ákveðnar og
hámarksnýting á hverri Ióð.
Aftur á móti verða málin flóknari þegar ákveða á nýtingu á byggðum
svæðum þar sem lóðir eru misstórar og misjöfn nýting er þegar á
hverri lóð. Það má líkja þessu við skógrækt, auðvelt er að planta
úgræðlingummejömi 11 ibi li en vandasamara er að grisja og endurplanta.
Einnig má líta á nýtingu út frá umhverfislegu og hagfræðilegu
56
ARKITEKTUR OG SKIPULAG