Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Síða 69

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Síða 69
BOKAKYNNING Af og til rekur á fjörur bækur um ýmis sérmál og þá oft utan háflæðitímajólanna. Síðastliðið haust rak einmitt eina slíka bók hávaðalítið á fjörur áhugamanna um byggingarlist. Það er bókin Sir Christopher Wren eftir Hreggvið Stefánsson byggingafræðing og er hún stutt kynning á þessum víðfræga breska húsameistara. A bókakápu segir: „Sir Christopher Wren varð húsameistari ensku krúnunnar eftir brunann mikla í City of London árið 1666. Var hann fenginn til að sjá um endurreisn borgarinnar, teiknaði þar og reisti 54 sóknarkirkjur og höfuðkirkjuna sjálfa, St Pauls, á 50 árum. Enda þótt Wren sé álíka þjóðhetja hjá Englendingum og Shakespeare og Newton er hann minnst þekktur þeirra þriggja hérlendis. Því er hann hér kynntur íslendingum til fróðleiks og nokkurs gamans. Engin borg nema London státar af jafn mörgum og góðum kirkjum á sama stað, gerðum af sama manni á svo skömmum tíma. Enn í dag standa í City 28 sóknarkirkjur, 5 tumar og dómkirkjan sjálf. Hér er hverri kirkju lýst svo vegfarandi í London megi hafa gagn af. Enn fremur fjallar bókin um veraldleg verk Wrens, hallir og sjúkrahús og gefur innsýn í líf fólks í landinu á hans dögum." Það er alltaf fengur að því að fá á íslensku bækur um byggingarlist, þótt flestir áhugamenn verði sér úti um erlendar bækur um erlend efni, sem oftast eru ýtarlegri og fullkomnari í útgáfu. Bókin er 133 blaðsíður að stærð og með fjölda ljósmynda. Að formi til er hún að miklu leyti handbók sögulegra staðreynda, auk þess að geyma lista yfir byggingar, arkitekta, tækniorðasafn o.þ.h. tilheyrandi efninu. Þótt megintextinn sé nokkuð samanrekinn tekst höfundi að bregða upp ljóðrænum smámyndum í lýsingu sinn á aldarfarinu frá eigin brjósti, sem skilur hana frá þurrum handbókum. Útgefandi er Prentþjónustan METRl og höfundur. SIR CHRISTOPHER WREN HRKiC'.MDt R STEFANSSOS ARKITEKTUR INORGE ÁRBOKI988 Að mörgu leyti eigum við íslendingar samleið með Norðmönnum hvað viðvíkur bygigngarlist og skipulagi, þótt önnur atriði skilji okkur að. í báðum löndunum eru vetur oft kaldir og snjóþungir og báðar þjóðimar skortir hefðir í skipulagi og gerð þéttbýlis. I báðum löndunum hafa átt sér stað miklir flutningar úr dreifbýli í þéttbýli. Við eigum það lfka sameiginlegt að hafa misst tengslin við sveitina án þess að hafa orðið eiginlegir þéttbýlisbúar og náð almennilegum tökum á því að byggja þéttbýli. Við eigum því að miklu leyti við sameiginleg vandamál að stríða í þessum efnum og getum lært margt af reynslu frænda okkar Norðmanna. Bókin Arkitektur i Norge - árbok 1988 er gefin út af Bonytt, í samvinnu við Norsk Arkitekturmuseum. Markmiðið með þessari bók er að efla almenna umræðu um byggingarlist og mynda grundvöll fyrir framþróun á þessu sviði. Efni bókarinnar er skipt í tvennt. Fyrri hlutinn er greinaflokkur um bæi í breytingu „Byen i omforming", en seinni hlutinn fjallar um áhugaverðar byggingar sem voru byggðar í Noregi síðastliðið ár, samkeppni, sýningar og annað sem tengdist byggingarlist þar í landi þetta ár. Bókina prýða fjölmargar litmyndir og er þetta hið besta yfirlitsverk um norska byggingarlist sem gæti hugsanlega orðið okkur hvati til álíka útgáfu. Bókin er til sölu hjá Arkitektafélagi íslands, Asmundarsal við Freyjugötu. ARKITEKTUR OG SKIPULAG 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.