Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Síða 81

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Síða 81
Plaza del Duomo. PAVIU.ON DESARTS MAISON DESATEUERS iSORTIE RUEDU PONT-NEUF PARKING MAISON DELAPOÉSIE % ii Les Halles. meginhugmynd að gangandi fólk gæti komist ferða sinna án þess að fara yfir akbraut og að þær tengdust aðliggjandi íbúðahverfum. Verslunarbyggðin myndaði tvo meginása, hornrétta hvom á annan. Austur-vesturásinn tengdist göngugötum að næstu verslunarkjömum, Austurveri að austan en Suðurveri að vestan. Fyrirhuguð voru undirgöng undir Kringlumýrarbraut að Suðurveri. Þannig áttu Austurver og Suðurver að vera útverðir verslunarkjamans. Aþessumásvar fjöldiverslanaogþjónustufyrirtækja. Viðvesturenda ássins var lítið torg þar sem „Hús verslunarinnar" stendur. Þar var fyrirhuguð verslunar- og skrifstofubyggð. En á auða svæðinu sunnan torgsins skyldi komið fyrir sundlaug og aðstöðu fyrir líkamsrækt. Norður-suðurásinn tengdi einnig bílastæðin í suðri og norðri saman. Norðan austur-vesturássins vargert ráð fyriryfirbyggðum göngugötum á tveimur hæðum. Þar var fyrirhugað hótel og stærri verslanir. Sunnanmegin var gert ráð fyrir þjónustu, verslun, skrifstofum og íbúðum. Ibúðimar voru á efri hæðum byggingarinnar með góðum svölurn til vesturs. Þök einnar hæðar verslunarbygginganna skyldu vera gróðri vaxin. Göngugatan endaði síðan á húsi aðalstöðvar strætisvagna en þaðan var hægt að komast á brú yfir Listabraut, yfir á syðri hluta svæðisins og að Borgarleikhúsinu. Tvö torg mynduðust sitt hvorum megin við austur-vesturásinn. Nyrðra torgið var hugsað sem nokkurs konar útimarkaður þar sem hægt væri að reisa tjöld eða færanlegar byggingar og svo gróðurhús. Syðra torgið skyldi vera grænt. Þar skyldi vera mikill gróður, tjarnir, setukrókar og lítið útileiksvið. Vestan og sunnan við torgið skyldu Borgarleikhúsið og nýtt Borgarbókasafn rísa. Hugmyndin var sú að strax í byrjun skyldi torgið sett í rétta hæð og girt af. Síðan yrði gróðursett og svæðið lagfært að mestu. Síðan var hægt að opna frá verslununum út í garðinn eftir því sem byggðin stækkaði og fullbyggðist. Helstu göngugötur áttu að vera yfirbyggðar með glerþaki en undir þeim var gert ráð fyrir þjónustugötum. Til að hægt væri að setja glerþak yftr göngugötu varð hæð bygginga meðfram götunni og fjarlægð á milli þeirra að vera ákveðin. Húsin gátu verið dregin inn að norðan og myndað vissa útvíkkun á göngugötunni. Gólfhæðir gátu einnig verið mismunandi innan þessara hæðamarka. Breidd á glerþakinu var valin með tilliti til ákveðins módúlkerfis 7,2 m. Götubreiddir gátu því verið frá 7,2 m að viðbættri útvíkkun göngugötunnar inn undir húshliðina. Til að göngugata verði lífleg má gatan ekki vera of breið né of mjó og var stuðst við athuganir frá „Institut for center-planlægning”, „By center menneske”. Til að áætla æskilegan fjölda fólks á göngugötunum var stuðst við tvær erlendar athuganir: Jan Gehl: „Livet mellem husene” og Christopher Alexander: „A Pattem Language which generates Multi- Service Centers“. Þar kemur fram að göngugötur virðast „dauðar” ef þar eru meira en 30 m2/mann, og ef það eru 15 nr/mann mun gatan vera lífleg. Hitastig, veðurfar allt auk birtu mun geragróðurskilyrði í göngugötunni með besta móti. Suðlægar jurtir og skrautblóm munu geta þrifist þar eins og í gróðurhúsum. Gert var ráð fyrir, að á göngugötur og torg yrðu sett blóma- og gróðurker af ýmsum gerðum. Gróðrinum var ætlað að gera götumar sem vistlegastar og hlýlegastar. Við götur og torg var gert ráð fyrir kaffihúsum. Þar áttu einnig að vera bekkir þar sem vegfarendur gátu sest niður og horft á fólk og fyrirbæri.Til að halda lífi í göngugötunni fyrir utan verslunartíma var talið æskilegt að öll starfsemi á þeim tíma væri í sem nánustum tengslum við hana, svo sem kvikmyndahús, Borgarbókasafn og Borgarleikhús. Við upphaf hönnunarvinnunnarkynntum við okkur verkog hugmyndir hönnuða ínágrannalöndum okkar, t.d. „Rpdovre Center“ íDanmörku, þar sem göngugötumar voru yfirbyggðar með flötum Acryl- ljóspanel- þökum. A nokkrum stöðum var hægt að opna þakið með því að draga það til að hluta. Gróður var mikill á götum og allt umhverfi mjög aðlaðandi. Þessi miðstöð hafði mikið aðdráttarafl langt út yfir Rodovre, alveg inn til Kaupmannahafnar. I Svíþjóð var verið að ljúka við að reisa „Skárholms Center” sem þótti allt mjög ópersónulegt. Verslunarhúsin stóðu þar hlið við hlið og mynduðu beinar, hellulagðar götur. Skyggni gengur út yfir göngugötumar í mismunandi hæðum. Þetta var lítið aðlaðandi. I Þýskalandi hafði verið mikil uppbygging bæði í eldri borgum og nýjum bæjum, t.d. Nordwest-stadt hjá Frankfurt. Verslunarhverfið var heilsteypt og að mörgu leyti aðlaðandi. Bílastæði voru undir verslunarkjamanum og göngugötur óyfirbyggðar. I Hamborg var verið að byrja á að byggja glerþök yfir nokkrar eldri verslunargötur. I Englandi hafði mikil þróun átt sér stað og menn fikruðu sig áfram á öllum sviðum. T.d. í Coventry voru götur í upphafi mjög breiðar (1954, 28 m), en minnkuðu með hverjum byggingaáfanganum: »» ARKITEKTUR OG SKIPULAG 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.