Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 13
TJALDBUÐIR I LAUGARDAL
HÖF: MANFREÐ VILHJÁLMSSON
Læröi arkitektúr í Svíþjóö og rekur teiknistofu í Reykjavík.
/IRKITEKI"
Hönnun þjónustustöðvar fyrir tjaldbúa (camping) á
vegum Reykjavíkurborgar var bæði óvenjulegt og
skemmtilegt verkefni.
Eg vil þá fyrst geta nokkurra hugmynda sem lágu að baki
tjaldbúðanna. Ég setti mig í spor tjaldbúans, leit veröldinaút
um tjaldopið og reyndi að leysa verkefnið frá þessum
„sjónarhóli“. Lofthæðíþjónustuhúsinuerlítil.Birtan íhúsinu
flæðir inn um „transparent“ þak eins og í tjaldinu.
Reynt er að fella húsið að „guðsgrænni" náttúru Laugardals
með klömbruhnausum og grasbrekku. Torfið snýr að
umferðargötu og að aðkomumanni, en þjónustuhúsið opnast
hins vegar móti sól og tjaldstæðum. Með þessu reyndi ég m.a.
að nálgast þá stemmingu, sem fylgir tjaldlífi.
Við gerð forsagnar var leitað fanga í erlendum ritum um
tjaldbúðir. Um 96% gesta í Laugardal eru erlendir, en alls
gistuum lóþúsundmannstjaldsvæðiðárið 1987. Tjaldbúðir
eru flokkaðar eftir gæðum þeirrar þjónustu sem veitt er. Stefnt
er að því að tjaldbúðimar í Laugardal komi í efsta flokk er fram
líða stundir, Reykjavíkurborg til sóma.
Búðirnar eru vel staðsettar í borginni í næsta nágrenni við
sundlaugar, verslanir, íþróttavelli, almenningsvagna og opin
gróðursvæði. Ætlunin er að teygja trjágróður Laugardals inn
í tjaldsvæðið, hólfa það niður og skapa þannig skjól fyrir
vindum og hindra innsýni. Auk venjulegra tjaldstæða verða
þama stæði fyrir tjald- og húsvagna. Þama verða leiksvæði
fyrir böm og fullorðna, aðstaða fyrir hópferðir o.fl.
Eftirtaldir þættir voru ofarlega á blaði við hönnun hússins:
sérstök áhersla lögð á góða snyrtiaðstöðu, þvotta- og
þurrkaðstöðu (þvottavél, þurrkskápurog þurrkhjallur), aðstöðu
til uppþvotta og eldunar, úti og inni. Afdrep fyrir húsvörð og
skáli fyrir gesti með síma, aðstöðu til skrifta o.s.frv.
Um húsið þvert liggur „göngugata“ undir þaki. A aðra hönd
upphitað þjónusturými en á hina aðstaða undir þaki fyrir eldun
og uppþvott, grill, borð og bekkir.
Húsinu er ætlað að þjóna um 400 gestum, hugsanlega allt að
600 einstaka daga. Það er um 340 m2 að grunnfleti, þar af um
120 m2 útisvæði undir þaki.
Við efnisval í húsið var leitað eftir viðhaldsfríum efnum. I
burðargrind er harðviður, í þaki er ál og polyvinylclorið-
plötur, inn- og útveggir eru klæddir glerfíberplötum, einnig
vaskborð og aðrar innréttingar, geislahitun er í öllum gólfum,
en þau er lögð brenndum leirflísum.
Af framansögðu má ljóst vera að í tjaldbúðunum er teflt saman
gömlum byggingarmáta og nýjum, torfi, timbri, áli og plasti.
Ég vil að húsið beri merki þess að vera afkvæmi
okkar tíma.
Auk ofanritaðs voru hönnuðir:
burðarvirki: Verkfræðistofa Braga Þorsteinssonar og Eyvinds
Valdimarssonar
lagnir og loftræsting: Hönnun hf.
raflagnir: Rafhönnun h.f.
lóðarlögun: Reynir Vilhjálmsson
Umsjón með verkinu hafði byggingardeild
borgarverkfræðings I
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
11