Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 25

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 25
STEFAN JONSSON Höf: HELGI HAFLIÐASON. Helgi lauk námi í arkitektúr í Þrándheimi árið 1965. Hann starfaði á teiknistofunni Höfða til ársins 1973, en hefur síðan rekið eigin stofu. Stefán Jónsson arkitekt. Með Stefáni Jónssyni er fallinn frá sá arkitekt sem átti hvað sterkastar rætur í jarðvegi íslenskrar menningar. Þótt hann hafi verið 75 ára þegar hann lést, hinn 14. mars s.l„ átti hann aðeins um aldarfjórðungs starfsferil sem arkitekt. Aður en hann sigldi til náms við Arkitektaskólann í Kaup- mannahöfn, liðlega fertugur að aldri, hafði hann starfað hér sem teiknari eftir skamma námsdvöl í teikni- og málaraskóla í Kaupmannahöfn. Varð hann að hverfa frá því námi vegna fjárskorts en tókst 25 árum síðar að láta gamlan draum rætast með því að ljúka prófi í húsagerðarlist. Þá var hann orðinn vel þekktur af störfum sínum við auglýsingagerð og bókaskreyt- ingar, einnig fyrir merki og umbúðir af ýmsu tagi og ekki síst frímerki en hann teiknaði nær öll frímerki sem gefin voru út á Islandi á árunum 1948-58. Eru sum þeirra meðal þeirra allra bestu sem gerð hafa verið hér á landi og má þar einkum nefna handritamerkin frá 1953 og Skálholtsmerkin frá 1956. Sem arkitekt vann hann flest sín verk í samvinnu við aðra en það persónulega mark sem hann setti á þau einkenndist af hógværð og virðingu fyrir efni og fagmannlegu handverki. Hann gerði sér einnig far um að kynna sér aðstæður þeirra sem hann vann fyrir þannig að verk hans mættu nýtast þeim sem best. Hann sóttist eftir hinu einfalda og vegna þess að hann slakaði ekki á listrænum kröfum urðu verk hans aldrei leiðigjöm. Ef einhver sagði að verki loknu: „Þetta er svo einfalt, ég hefði næstum getað gert þetta sjálfur”, leit hann á það sem hið mesta lof því að þá vissi hann að vel hafði tekist til. Gott dæmi um þetta er stækkun á Sauðárkrókskirkju. Þeim sem hana sér, dettur ekki í hug að hún hafi nokkum tíma litið öðruvísi út. Strax að námi loknu 1960, hóf Stefán störf ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 23

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.