Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Síða 25

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Síða 25
STEFAN JONSSON Höf: HELGI HAFLIÐASON. Helgi lauk námi í arkitektúr í Þrándheimi árið 1965. Hann starfaði á teiknistofunni Höfða til ársins 1973, en hefur síðan rekið eigin stofu. Stefán Jónsson arkitekt. Með Stefáni Jónssyni er fallinn frá sá arkitekt sem átti hvað sterkastar rætur í jarðvegi íslenskrar menningar. Þótt hann hafi verið 75 ára þegar hann lést, hinn 14. mars s.l„ átti hann aðeins um aldarfjórðungs starfsferil sem arkitekt. Aður en hann sigldi til náms við Arkitektaskólann í Kaup- mannahöfn, liðlega fertugur að aldri, hafði hann starfað hér sem teiknari eftir skamma námsdvöl í teikni- og málaraskóla í Kaupmannahöfn. Varð hann að hverfa frá því námi vegna fjárskorts en tókst 25 árum síðar að láta gamlan draum rætast með því að ljúka prófi í húsagerðarlist. Þá var hann orðinn vel þekktur af störfum sínum við auglýsingagerð og bókaskreyt- ingar, einnig fyrir merki og umbúðir af ýmsu tagi og ekki síst frímerki en hann teiknaði nær öll frímerki sem gefin voru út á Islandi á árunum 1948-58. Eru sum þeirra meðal þeirra allra bestu sem gerð hafa verið hér á landi og má þar einkum nefna handritamerkin frá 1953 og Skálholtsmerkin frá 1956. Sem arkitekt vann hann flest sín verk í samvinnu við aðra en það persónulega mark sem hann setti á þau einkenndist af hógværð og virðingu fyrir efni og fagmannlegu handverki. Hann gerði sér einnig far um að kynna sér aðstæður þeirra sem hann vann fyrir þannig að verk hans mættu nýtast þeim sem best. Hann sóttist eftir hinu einfalda og vegna þess að hann slakaði ekki á listrænum kröfum urðu verk hans aldrei leiðigjöm. Ef einhver sagði að verki loknu: „Þetta er svo einfalt, ég hefði næstum getað gert þetta sjálfur”, leit hann á það sem hið mesta lof því að þá vissi hann að vel hafði tekist til. Gott dæmi um þetta er stækkun á Sauðárkrókskirkju. Þeim sem hana sér, dettur ekki í hug að hún hafi nokkum tíma litið öðruvísi út. Strax að námi loknu 1960, hóf Stefán störf ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.