Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 36

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 36
SUMARBÚSTAÐUR í STAFAFELLSFJÖLLUM A-SKAFTAFELLSSÝSLU Höf: Árni Kjartansson og Sigbjöm Kjartansson arkitektar FAÍ. Stafafellsfjöll eru kjarrivaxnar hlíðar sem liggja að farvegi Jökulsár í Lóni. Þar er útivistarsvæði Homfirðinga og allþétt sumarbústaðabyggð. Lóðin er á litskrúðugum líparítaur, við rætur snarbrattrar kjarrivaxinnar skriðu. Til suðurs er tignarlegt útsýni til Brunnhorns yfir Jökulsárauranna. Húsið á að vera „hefðbundinn sumarbústaður”, með gistiaðstöðu fyrir „stórfjölskyldu”. I því er anddyri, lítil geymsla, snyrting, tvö svefnherbergi og opið rými með stofu, eldhúsi, borðstofu og svefnlofti. Með formi þess er leitast við að mynda áhugavert rými inni og að fella það að landslaginu. Stofu og borðstofu er snúið móti sól og útsýni, og hægt er að opna stórar dyr út á pall. Húsið verður byggt úr timbri, veggir klæddir með standandi listapanel að utan, en spónaplötum inni. Á þakinu verður bámjám. I 34 ARKiTEKTUR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.