Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 40

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 40
VINNINGSTILLAGA I HUGMYNDASAMKEPPNI UM ENDURBÆTUR Á FOSSVOGSKIRKJU A aðalfundi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis 2. maí 1988 var samþykkt að haldin yrði opin hugmyndasamkeppni um endurbætur á innviðum Fossvogskirkju. Leitað var eftir hugmyndum um hvemig auka mætti hlýleika kirkjunnar, hvort hægt væri að fjölga sætum í henni, og um gerð nýrrar altaristöflu. Fimm manna dómnefnd var skipuð. Af hálfu Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæmis voru tilnefndir Olafur Sigurðsson arkitekt, formaður, Helgi Eiíasson útibússtjóri og Olafur Skúlason dómprófastur. Arkitektafélag íslands tilnefndi Guðrúnu Guðmundsdóttur arkitekt og S verri Norðfjörð arkitekt í nefnd- ina. Skilafrestur í samkeppninni var til 1. febrúar 1989. Þrettán tillögur bárust, þrjár hlutu verðlaun, og þrjár aðrar voru keyptar.Fyrstu verðlaun hlaut tillaga Áma Kjartanssonar arkitekts, Sigbjörns Kjartanssonar arkitekts og Helga Gíslasonar myndhöggvara. Þeim til ráðgjafar var sr. Baldur Kristjánsson sóknarprestur. Hér fylgja teikningar af tillögunni og glefsur úr greinargerð höfunda. INNGANGUR Fossvogskirkja er hið ytra byggð á rómanska basilikuforminu, en ekki er opið út undir hliðarþökin og er kirkjan hið innra einn stíft afmarkaður salur. í þessari tillögu er meðal annars leitast við að nýta ytra form kirkjunnar án þess að raska hlutföllum og ytra útliti. Opnað er úr sal kirkjunnar út undir hliðarþökin sitt hvomm megin og er þar hleypt inn birtu um veggina, sem hlaðnir eru úr hrjúfum ógegnsæjum glersteini og er einstaka steinn litaður. Við þetta 38 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.