Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 44

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 44
LZB-arkitektar HÖF: ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON Okkur hafa borist fregnir af skipulagssamkeppni um endumýjun hluta miðbæjar í Weil am Rhein, sem er landamæraborg milli Þýskalands og Sviss og reyndar er Frakkland skammt undan. Samkeppnin náði yfir brautarstöðina í Weil og næsta nágrenni sem heitir Leo- poldshöhe, og átti að leysa úr vandamálum sem þar hafa orðið m.a. vegna sívaxandi gegnaksturs. Úrslit voru tilkynnt 14. apríl sl. og komu fyrstu verðlaun í hlut arkitektastofu í Basel í Sviss, sem nefnist LZB Architekten en fullu nafni heitir stofan Larghi, Zóphóníasson und Blanckarts AG. Zóphóníasson stendur einmitt fyrir Bjarka Zóphóníasson, íslenskan arkitekt sem starfar í Sviss og rekur þar arkitekta- stofu í félagi við tvo starfsbræður sína. Stofa þeirra félaga er nokkuð stór á íslenskan mælikvarða, 17 starfsmenn, þó svo hún hafi ekki starfað nema í þrjú ár. Þeir félagar hafa fyrst og fremst sinnt skipulagi og þá aðallega flókinna miðbæjarsvæða og jámbrautarstöðvasvæða. Meðal staða sem þeir hafa skip- ulagt má nefna LOCARNO, BELLIZONA, B ASEL HAUPT- BAHNHOF, BASEL ST. JOHANN og DORNACH. Auk nýhönnunar húsa og umsjón með byggingu þeirra færist endurhönnun og viðgerð gamalla húsa í vöxt og sinna þeir slíkum verkefnum sífellt meira. Reyndar taka arkitektar og aðrirtæknimenntaðirmenn íbyggingariðnaðinum sífelltmeiri þátt í viðhaldsverkefnum og endurbyggingu og hefur sú þróun náð lengra á meginlandi Evrópu en hér á landi. Bjarki Zóphóníasson er væntanlegur hingað til lands á málþing samtaka kennara í arkitektúr austan (E A AE) og vestan (ACS A) hafs sem haldið verður í Odda, húsi Háskóla Islands, dagana 6.-9. júlí nk. I 42 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.