Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 49

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 49
Dæmigert anddyri á fjölbýlishúsi byggðu af íslendingum í Kanada í upphafi þessarar aldar. eftirspurnin. Þetta má kalla draum íslenskra byggingamanna fyrr og síðar. Mér tjáðu fróðir menn, sem mundu eða þekktu þessa áratugi upp úr aldamótum, að sumar fjölskyldur hefðu flutt allt að fimm sinnum á örfáum árum, vegna hækkandi fasteignaverðs á fullbúnu húsnæði. Það tímabil sem undirritaður er einkum að athuga eru árin 1900-1929. Að vísu komu fyrstu Islendingamir til Winnipeg upp úr 1870 en þeirra fer ekki að gæta verulega í byggingariðninni fyrr en upp úr 1890. Fyrsta byggingarleyfið til handa íslendingi var gefið út 1889 og var maðurinn Helgi nokkur Jónsson. Annar íslendingur sem hóf bygg-ingar- framkvæmdir snemma var Bjöm Blöndal, sá var af húnvetnsku bergi brotinn eins og nafnið ber með sér og af þeirri frægu Blöndalsætt. Geta nú ættfróðir menn sest niður og rakið ættir fram á þennan dag. Þeim til fróðleiks og til að ýta undir hið séríslenska fyrirbæri ættfræðslu, skal þess getið að eiginkona núverandi fylkisstjóra (Lieutenant Governor) frú Doris Johnson, er bamabam þessa Bjöms Blöndals. Bjöm Blöndal byggði fjöldamörg hús bæði í þeim hlutum Winnipegborgar sem kallast West End og The City. Bjöm byggði einnig hótel í Gimli sem síðar var breytt í elliheimilið Betel í Gimli. Einhverja hluti úr fslenskri byggingararfleifð tóku þessir menn með sér vestur um haf. T.d. mun Björn Blöndal hafa verið haldinn þeirri áráttu að hlaða garða umhverfis húsið sitt. Því flutti hann vandlega valið grjót með sér frá sumarbústað sínum við Winnipegvatn, og var það á þeim tíma mikil fyrirhöfn. Grjótið var síðan sett í garða við bústað hans í West End í Winnipeg. Þvímiðureru ekki miklarleifarafþessum grjótgarði, en þó vottar fyrir honum bakatil í lóðinni. Aðrir frumherjar vom meðal annars Jón J. Vopni, sem byggði einbýlis- og fjölbýlishús í Winnipeg og fjölmargar járnbrautarstöðvar víða um Kanada, svo eitthvað sé nefnt. Hann var, eins og nafnið sem hann tók sér bendir til, ættaður frá Vopnafirði og stundaði í meira en hálfa öld smíði og fasteignaviðskipti í Winnipeg. Hann sat í borgarstjórn Win- nipeg frá 1916. Jón Jóhannesson var einnig í hópi frumher- janna og stundaði um margra ára skeið húsasmíði í stórum stfl. Byggði hann t.d. árið 1911 stórhýsi á homi Victor- og Wel- lingtonstræta. Það fjölbýlishús gengur undir nafninu Verona Apartments. Albert Johnson (Jónsson) kom til Winnipeg 1886. Hann vann fjölmörg störf áður en hann sneri sér að byggingarframkvæmdum, m.a. jámbrautarlagningu og pren- tun Lögbergs. Meðal fjölbýlishúsa sem hann byggði voru Nova Villa Block við 615 Herbrook st., Ruth Apartments við 510 Maryland st., Pandora Court 759 Winnipeg Ave. og Markland Block 706-8 Furby st. Þessar fjárfestingar og byggingarframkvæmdir Alberts voru árangursríkar og var hann lengi vel talinn með auðugustu Islendingum vestanhafs. Sú hefð ríkti í upphafi þessarar aldar meðal bygginga-meistara í Winnipeg að gefa fjölbýlishúsum nafn fyrir utan venjubundin húsnúmer við tiltekna götu. Þessi nöfn voru venjulega kven- mannsnöfn og leituðu menn víða fanga.Einn byggingameis- tari í Winnipegborg skírði fjölbýlishús sín í höfuðið á kven- persónum í leikritum Shakespeares. Annar íslenskur átti 47 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.