Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Síða 53

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Síða 53
MAT A UMHVERFISAHRIFUM FRAMKVÆMDA HÖF: GESTUR ÓLAFSSON Gestur er arkitekt og skipulagsfræðingur og rekur ráðgjafastarfsemi í Kópavogi. NAUÐSYN Á KERFISBUNDNU MATI Undan- fama áratugi hafa menn í vaxandi mæli verið að gera sér grein fyrir ýmsum neikvæðum áhrifum sem framkvæmdir gætu haft í för með sér bæði á umhverfi og líf manna, ef ekki væri að gáð. Reynslan hefur sýnt fram á, svo ekki verður um villst, að mat á hagkvæmni framkvæmda eitt sér hefur leitt okkur á margar villigötur. Svipuðumáli gegnirlíkaefeinhvereinfræðigrein ræður of miklu við slíkar ákvarðanir. Það sem menn hafa verið að gera sér betur og betur grein fyrir, er að stjómmálamenn sem þurfa að taka ákvarðanir um þessi mál og almenningur sem vill kynna sér þau þurfa heildstætt mat á þeim kostum sem koma til greina við viðkomandi framkvæmd eða stefnu og jafnframt mat á heildaráhrifum hvers kosts fyrir sig, áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar. Flestir sérfræðingar hafa tilhneigingu til þess að leggja mælikvarða sinnar eigin fræðigreinar á viðkomandi framkvæmd,oftákostnaðannarraþekkingarsviða. Þegarum framkvæmdir er að ræða sem koma inn á mjög mörg þekkin- garsvið, eins og algengt er um stórframkvæmdir, koma þessi vandkvæði greinilega í ljós. Mjög víða hafa því þjóðir, sveitarfélög og fyrirtæki lagt út í framkvæmdir af of lítilli fyrirhyggju, og án þess að færa sér í nyt tiltæka þekkingu. Dæmi um þetta eru fjölmörg. Oft eru áhrif framkvæmda eða stefna líka mun víðtækari og margþættari en nokkra eina fræðigrein grunar. Viðvíkjandi vistfræðilegum breytingum sem eiga sér stað vegna framkvæmda er t.d. nauðsynlegt að vita um hvaða breytingar er að ræða, hvar þær eiga sér stað og hvenær þær eiga sér stað. Þessar breytingar geta líka bæði verið beinar og óbeinar og auk þess verið mjög mismunandi mikilvægar. Oft er heldur ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða fyrr en í óefni er komið. Viðkomandi vistkerfi getur hugsanlega þolað eitthvert álag um ákveðinn tíma, þótt ákveðnar breytingar segi til sín. T.d. er það algengt að viðkvæmari einstaklingar deyi eða að fjölbreytni kerfisins minnki. Oft er áhrifa af framkvæmdum að leita í næsta umhverfi, en einnig geta þessi áhrif komið fram mjög víða og borist á milli landa. Sýrublandin rigning, sem nú veldur miklu tjóni á mannvirkjum og gróðri í Evrópu og víðar er þannig ekki eingöngu afleiðing af iðnaði Evrópumanna, heldur berst þessi rigning einnig frá iðnríkjum bæði í austri og vestri. Danir óttast nú einnig að áburðamotkun þeirra hafi valdið dauða á fiski í Norðursjónum, og hugsanlega getur notkun íslendinga á tilbúnum áburði, sem nú nemur röskum 70 þúsund tonnum árlega, líka valdið umtalsverðum áhrifum til langframa. Mjög oft hefur staðsetning og gerð áberandi framkvæmda verið ákveðin án þess að áður hafi farið fram fullnægjandi athuganir á kostum sem koma til greina, þrátt fyrir ákvæði laga umnáttúmvemdfráárinu 1971 enþarsegir: „Valdifyrirhuguð mannvirkjagerð eða jarðrask hættu á því að landið breyti varanlega um svip ... er skylt að leita álits Náttúru verndarráðs, áður en framkvæmdir hefjast.” Þeim sem ferðast um Island dylst varla, að hægt hefði verið að staðsetja og hanna margar stórframkvæmdir síðustu áratuga mun betur en gert hefur verið. Oft hafa framkvæmdaaðilar heldur ekki leitast við að meta félagsleg áhrif meiriháttar framkvæmda sem skyldi, þótt þau hafi verið mjög veruleg. Þessi áhrifgeta bæði verið efnahagsleg, menningarleg og komið fram bæði á einstakl-ingum, stofnunum og félagshópum. Oft er erfitt að meta þessi áhrif til fullnustu, en mikil reynsla hefur fengist á undanfömum árum við mat á þessum þáttum erlendis. Einn-ig hafa ýmsar aðgerðir verið reyndar til þess að draga úr óæskilegum félagslegum áhrifum framkvæmda. Tengsl milli sjúkdóma og ýmissa orsaka í umhverfi hafa ekki verið rannsökuð mikið hér á landi til þessa, og oft hefur lítið samstarf verið milli lækna og þeirra sem taka ákvarðanir um skipulag, mótun umhverfis eða notkun ýmissa hættulegra efna. Með því að nota þá þekkingu sem tiltæk er í dag á þessu sviði má samt bæði draga verulega úr hættu af mörgum slíkum sjúkdómum og eins minnka álag á fólk af völdum óæskilegs umhverfis. Flestar vestrænar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa t.d. sett löggjöf um leyfileg umferðarhávaðamörk í byggð, en enn höfum við ekki látið þetta mál til okkar taka sem skyldi. AÐGERÐIR ANNARRA ÞJÓÐA f ljósi þess hve áhrif framkvæmda geta verið fjölþætt og komið víða fram, hafa margar þjóðir á undanfömum árum verið að byggja upp aðferðafræði við mat á áhrifum framkvæmda, til þess að tryggja samstarf ólíkra þekkingarsviða og til þess að geta metið á heildstæðan hátt fyrirfram, hver áhrif framkvæmdanna verði. Með Umhverfismálalöggjöf Bandaríkjanna sem sett var 1969 var stigið mjög mikilvægt skref í þessa átt. Með þessari löggjöf var opinberum aðilum í Bandaríkjunum lögð á herðar sú skylda að útbúa lýsingu á umhverfisáhrifum allra framkvæmda á vegum Bandaríkjastjómar, sem hefðu veru- ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.