Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 61

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 61
Sumarhús hjá Apavatni. Elíasar og Ásthildar á ísafirði. En þar er á ferðinni enn ný byggingartækni (DOMAS), sem tekur bandarísku aðferðinni frá 1956 töluvert fram hvað varðar tímasparnað á byggin- garstað. Auk þess ergrunnmyndin evrópsk að upp-runaþví að þama er um að ræða yfirbyggðan 100 fermetra garð, sem lengir sumartíma íbúanna, sem búa 54 kílómetra sunnan við norðurheimskautsbaug, um það bil um helming. Þar að auki voru stigin þar fyrstu skrefin til notkunar á hita, sem myndast í glergarðinum, til upphitunar. Húsið er þakið með torfi utan þess hluta, sem er yfir garðinum. Garðbýlishúsið á Isafirði var tekið í notkun 17. ágúst 1987 og er komin góð reynsla á no- tagildi þess. Þessi þróun hér innanlands hefur eingöngu verið kostuð af Tilraunastofu Burðarforma, enda hafa eigendur allra hvolfþaksbygginga á hennar vegum eingöngu greitt fyrir venjulegan húsateikningakostnað. En þá reynslu og þekk- ingu, sem fengist hefur vegna þróunarinnar síðustu átta árin, er nú verið að markaðsetja í Danmörku. Undirritaður hefur tekið að sér að teikna nokkur íbúðarhús fyrir Félag um vistfræðilegt þorp, sem reisa á á Norður-Sjálandi. Þorp þetta verður nokkuð sérstætt að gerð, en það tengist vistkerfis- hugsun á mörgum sviðum. Áætlunin er að reisa byggingamar 1990 en alls munu um 180 manns búa í bæjarhlutanum. Fyrir þennan danska hóp hafa verið lögð drög að nýrri gerð hvolfþaks, sem hefur fengið nafnið Gandálfur, og felst nýjungin einkum í því, að láréttir veggir eru á ytra byrði en þó styður burðargrindin sig við jörðu eins og áður. Auk Gandálfs- húsanna eru mörg önnur venjuleg hvolfhús í þorpinu af ýmsum stærðum og gerðum, fyrir utan meira hefðbundin hús, sem þó öll eru vistkerfistengd. En hvers vegna vistkerfistenging? Hver ábyrgur arkitekt getur ekki lengur bara stungið hausnum í sandinn og haldið áfram í formaleiknum eins og ástandið á jarðarkringlunni hafi ekkert breyst á síðustu árum. Breytingamar spretta fyrst og fremst af því að hin eðlilega hringrás náttúrunnar hefur verið rofin á of mörgum stöðum í einu. Ekki síst rofna ýmsar náttúrlegar hrin- grásir vegna efnaframleiðslu ýmiss konar, þar á meðal efna sem notuð eru í byggingar. Orkan, sem þarf til notkunar í Gandálfur. húsum sem arkitektar hanna, ræður mikið til um fjölda þeirra orkuvera, hreinna eða óhreinna, sem við þurf-um. Því minni orkunýting húsanna þeim mun færri orkuver og þar með minn i mengun. Já, og þetta skiptir líka máli á Islandi, því við erum öll á sama skipinu. Hin hliðin á vistkerfistengingu húsanna er síðan, hvemig líffræðileg áhrif efnin, sem húsin eru gerð úr, hafa á íbúa þeirra. Hér er ábyrgð arkitekta einnig mikil og þekkingin frá háskólanáminu því miður af alltof skomum skammti. Án þess að vilja hrella menn með of miklum skammti af gagnrýni í einu, þá get ég ekki orða bundist um þetta mikilvæga mál. Auðvitað eiga breytingamar að koma hægt og hægt. Hugarfarsbreytingin er þó það sem skiptir öllu máli: Þ.e. að gera sér grein fyrir samtengingu hlutanna. Paolo Soleri, sá mæti frumkvöðull í arkitektúr, segir fullum fetum: Sá sem hannar eða reisir einbýlishús í dag brýtur gegn náttúrulögmálunum. Soleri vill fyrirbyggja, að alltbyggjanlegt svæði jarðarinnar verði eins útlítandi og Los Angeles. Vill nokkur slíka þróun? Auðvitað ekki, en þó má álíta að væn- legra til árangurs sé að breyta einum þætti í einu í gerð húsa í áttina til vistfræðitengingar heldur en skera algerlega á einbýlishúsið. Það er það, sem má fullkomlega fara fram á við hvem einasta hugsandi arkitekt. I ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 59

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.