Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 79

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 79
Kursted ved Den Blá Lagune • kort afgang 2. 1988* Lilja Grétarsdóttir afdC AAA LILJA GRÉTARSDÓTTIR arkitekt lauk námi frá Arkitektaskólanum í Arósum árið 1988. Hún hefur unnið á ýmsum teiknistofum á sumrin. „Lokaverkefni: „ frá Arkitektaskólanum valdi ég hótel og heilsubaðstöð við Bláa lónið á Svartsengi. Það kaus ég vegna þess að mér finnst þetta vera mjög heillandi og gefandi staður. Byggingin er í aðalatriðum hugsuð til tvenns konar nota. Annars vegar fyrir hótelgesti til skemmri eða lengri dvalar, og hins vegar fyrir daggesti sem koma til baða, borðhalds eða fundarsetu. Við úrvinnslu þessa verkefnis hef ég tekið tillit til þessarar tvískiptingar. Það hef ég gert með því að leggja vistarverur dvalargesta afsíðis frá kjama byggingarinnar, en hann inni- heldur þau rými sem einnig nýtast daggestum svo sem fundarsali og veitingastað. Ég valdi að staðsetja bygginguna sem næst lóninu, með það fyrir augum að það megi áfram nota til baða, ásamt tilbúnum laugum og pottum. Auk þess mynda lónið og hitaveitan sterkt og sérstakt umhverfi, sem tæpast gæti annað en orðið nýjum nágranna til framdráttar. I heildarmynd byggingarinnar hef ég reynt að lifa mig inn í andrúmsloft staðarins og aðlaga hana náttúrunni í kring. Hótelherbergin og þjónusturými staðarins eru þakin grasi, svo sem byggingin vaxi upp úr jörðinni og brjótist út í kjamanum. Hann er mest áberandi hluti hússins, ekki hvað síst vegna veitingasalarins sem yfir honum liggur. Frá honum yrði býsna gott útsýni í allar áttir, yfir bæði hraun og haf." I ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 77

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.