Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 81

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 81
BJÖRN SKAFTASON stundaði nám í arkitektúr í Frakklandi og Bandaríkjunum, útskrifaðist frá Southem California Institute of Architecture í Los Angeles 1988. Lokaverkefni: Menningarmiðstöð í Kvosinni. „Byggingin er staðsett á núverandi „Hallærisplani“. Nokkur hús hafa verið fjarlægð, svo byggingin rís frá Thorvaldsensstræti að Aðalstræti, fram að Austurstræti. Torg er síðan á núverandi „Steindórsplani”. Byggingin inniheldur starfsemi sem býður upp á fjölbreytilegt mannlíf jafnt að degi sem að kvöldi, t.d. kaffihús, veitinga- stað, bókasafn, sýningarsal, leikhús og kvikmyndasali, og leggur höfundur áherslu á að Kvosin sé mjög ákjósanlegur staður fyrir slíka starfsemi. Byggingin er á 3 hæðum og samtals um 4300 m2 ásamt 9000 m2 neðanjarðarbílageymslu með stæðum fyrir yfir 300 bíla. Innra skipulag byggingarinnar er þannig háttað að öll svæði innan hennar tengjast miðhlutanum, sem er eins konar tengiliður til allra átta. Sjálf byggingin er líka hugsuð sem tengiliður milli ákveðinna svæða utan byggingar ,t.d. Austurvallar, Aus- turstrætis, gamla kirkjugarðsins og torgsins fyrir framan hana. Lögun byggingarinnar er samsíða lóðarmörkum í suðri, þar sem hún rís undir háum hömrum nærliggjandi húsa sem afmarka svæðið og skapa ákveðna ímynd baktjalds. Menningarmiðstöðin er hönnuð og samsett af ólíkum form- um og brotin niður í misstórar einingar, til að afmarka og leggja áherslu á séreinkenni ákveðinna svæða innan hennar, þannig að sú fjölbreytta starfsemi sem þar á sér stað endur- speglast í arkitektúr byggingarinnar.“ ARKITEKTUR OG SKIPULAG 79

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.