Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 13

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 13
/ Mynd: Landmælingar islands Hinn 23. febrúar voru samþykkt lög frá Alþingi, sem gera ráö fyrir, að stofnað verði sérstakt umhverfisráðuneyti innan Stjórnarráðsins. Lagafrumvarpið um breytingu á stjórnarráðslögunum frá 1969 var samþykkt eftir langvinnar og hatrammar deilur á Alþingi, sem stundum a.m.k. virtust eiga lítið skylt við málefnið sjálft, þ.e. umhverfisvernd og nauðsynlega samræmingu aðgerða hennar vegna af hálfu yfirvalda. Ekki var málinu þar með lokið, því fylgifrumvarp með stjórnarráðs- frumvarpinu, þar sem verkefni hins nýja umhverfisráðuneytis eru skilgreind fékkst ekki afgreitt samtímis og héldu hinar illskeyttu deilur um málið á Alþingi áfram. Fór svo, að verkefnafrumvarpið var ekki afgreitt frá Alþingi fyrr en síðasta dag þings í vor, þ.e. 5. maí s.l. Þessar miklu deilur um verkefni hins nýja ráðuneytis og tilgang þess vöktu mikla athygli í þjóðfélaginu, og átti almenningur oft erfitt með að átta sig á um hvað væri eiginlega verið að ræða. í mínum huga er það engin spurning, að löngu var orðið tímabært að skipa umhverfismálunum þann sess, sem þessum mikilvæga málaflokki ber í stjórnkerfi landsins. Það má sæta furðu, að enn séu aðilar hér á landi, sem telja umhverfismál á íslandi það léttvæg, að engin þörf sé fyrir sérstakar stjórnvaldsaðgerðir á því sviði, og virðast lifa í þeirri trú, að ísland sé hreint og ómengað land án teljandi umhverfisvanda- mála. Þegar betur er að gáð kemur hins vegar í Ijós, að mjög víða er ábótavant í umhverfismálum á Islandi og virðumst við á mörgum sviðum svo sem í sorphirðumálum og meðferð skolps frá íbúðarbyggð vera langt á eftir nágrannalöndunum. Eitt er þó mál, sem allir eru sammála um, að sé eitt mesta umhverfisvandamál okkar, en það er 11

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.