Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Blaðsíða 16

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Blaðsíða 16
SKYNJUN Til þess aö barn nái aö skilja eöli hlutar, hvort hann er óbreytanlegur eöa breytilegur og þá hvernig, þarf sjón og skilningur þess að fá alla þá uppörvun sem unnt er að veita. Sjón-þjálfun leiðir einnig til lifandi og skapandi hugsunar. Hugsunar sem er í senn hugmyndarík og raunsæ. (Börn hafa hundrað mál.) Sjón-þjálfun leiöir elnnig til lifandi og skapandi hugsunar. UMHVERFISRÁÐSTEFNA Á ÍSLANDI 1991 Á næsta ári verður haldin hér á landi, á vegum menntamálaráðuneytisins og Norðurlandaráðs, ráðstefna um umhverfisfræðslu. Þetta er ráðstefna í röð svipaðra á Norðurlöndunum og er haldin annað hvert ár. Á síðustu ráðstefnu, sem haldin var í Danmörku, voru 3 þemu af 21 um umhverfismál í þéttbýli. Við ráðstefnu- lok kom greinilega fram hjá ræðumönnum að mikilvægt væri að huga nánar að umhverfismálum þéttbýlis og þá sérstaklega með tilliti til barna. Á þessari ráðstefnu gefst tækifæri til að beina sjónum ráðamanna, almennings og skólakerfisins í heild að fræðslu um manngert umhverfi. SKIPULAG Til að skapa gott manngert umhverfi þurfa skipulagsforsendur að vera í lagi. Það eru órjúfanleg tengsl á milli aðalskipulags, deiliskipulags og afstöðumyndar lóðar, sem er neðsta þrepið á skipulagsstiganum. Ef forsendur fyrir athöfnum og rýmum eru ekki til staðar í aðalskipulagi, þá er ekki grundvöllur fyrir þeim í úrlausn á neðsta þrepinu. Hvers virði er torg án athafna eða stígur sem ekki leiðir frá einum stað til annars? Það er í útfærslu hverfisins sem við erum í beinni snertingu við útfærslu manngerðs umhverfis. Út frá henni leggjum við mat á það skipulag sem er til grundvallar. HVERFIÐ Það er mikilvægt fyrir okkur að eiga rætur, að heyra til einhversstaðar, líkt og Vesturbæingar leggja ríka áherslu á að þeir komi úr Vesturbænum. Ef við getum kennt okkur við búsetu okkar erum við í sátt við umhverfi okkar. í þéttbýli er okkar nánasta umhverfi hverfið sem við búum í. Til að vita hvar við heyrum til þarf það að vera skýrt afmarkað og ekki stærra en svo að við höfum yfirsýn. Stórar umferðaræðar og landshættir eru oft notuð til að skipta þéttbýli í hverfi. Innan þessa ramma, sem er vettvangur okkar daglega lífs, þurfum við að hafa samgönguleiðir innan sem út úr hverfinu, útivistarsvæði, þjónustu og stofnanir, s.s. skóla, kirkju, leikvelli og kaupmanninn á horninu, innan göngufjarlægðar frá íbúðinni. Eru þér Ijós afmörkun þíns hverfis? EINKENNI HVERFIS Byggingarlistin á, með byggingarstíl, myndun rýmis og innréttingum, ríkan þátt í að móta einkenni hverfa, sem auðvelda okkur að þekkja okkar hverfi frá öörum. Til að byggðin verki ekki framandi í umhverfi sínu þarf á öllum tímum að taka tillit til „genius loci”, þ.e anda staðarins, eins og að fella byggðina að staðsetningu (veður, útsýni, byggingarhefð) og náttúrulegu landslagi. Mannlífið í hverfinu er háð útfærslu þessara þátta. Hvernig fellur byggðin í þínu hverfi að landinu? Byggingarlistin á, meö byggingarstíl, myndun rýmis og innréttingum, ríkan þátt í aö móta einkenni hverfa. ATFERLI Mikilvægt er að við fáum tækifæri til að fullnægja þörf okkar fyrir félagsleg tengsl, skuldbundin sem óskuldbundin í umhverfinu. í bók sinni „Livet mellem husene” bendir Jan Gehl á þrjá þætti félagslegs atferlis sem alltaf eiga sér stað í umhverfinu: - daglegt og óhjákvæmilegt atferli - sjálfvalið atferli - mannleg samskipti Með daglegu og óhjákvæmilegu atferli er átt við að fara til og frá vinnu, í skóla, Þessar athafnir eiga sér einungis staö ef umhverfiö býöur upp á þaö. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.