Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Síða 19
ISLENSKT LANDSLAG
ER AUÐLIND
AUÐUR SVEINSDÓTTIR
landslagsarkitekt
Náttúran sjálf leitar eftir jafnvægi þegar breytingar hafa átt sér stað, t.d. friðun.
Orðið landslag er ekkert séríslenskt
fyrirbæri því að í öllum germönskum
málum er það til. Landslagið mótast af
náttúruöflunum eða vegna áhrifa
mannsins.
Alls staðar þar sem maðurinn kemur
nærri hefur hið upprunalega landslag, sem
náttúran sjálf mótaði, breyst og orðið að
svokölluðu menningarlandslagi þar sem
lögun og útlit er mótað af þeirri nýtingu
(auðlindanýtingu) sem þar hefur átt sér
stað. Utanhúss erum við umlukt landslagi
hvort sem það er lítill ræktaður garður eða
óravíddir.
Landslagið er í stöðugri breytingu
vegna náttúruaflanna og áhrifa mannsins.
Samspilið milli lífrænna hluta og umhverfis
þeirra er í vistfræðilegu jafnvægi meðan
allir þættir eru jafnir. Ef einn þáttanna
breytist, t.d. veðurfarið, breytist jafnvægið
og hin vistfræðilegu lögmál breyta þróun-
inni á skemmri eða lengri tíma í nýtt
jafnvægi. Þannig er hægt að líta á lands-
lagið sem flókið kerfi sem erfitt er að skil-
greina að fullu.
Ef aðaláherslan er lögð á náttúrufarið,
er hægt að skipta landslagi í nokkra megin-
flokka sem byggja á jarðfræði, grasafræði
(gróðurkerfum), veðurfari og landslags-
formum. Ennfremur af því hvernig
maðurinn hefurfarið með landið, þ.e.a.s.
frumlandslag, sem er algjörlega laust
við áhrif mannsins. Náttúran sjálf ræður
þar ríkjum. Þannig landslag er varla að
finna nema á öræfum og afskekktum
stöðum. Það er viðkvæmt og hopar stöðugt
vegna mannanna verka.
- náttúrulegt landslag, hefur orðið fyrir
það litlum áhrifum að náttúruöflin og
vistkerfin eru ósnortin að mestu. Þannig
svæði eru víða hérlendis, hálendið, hluti af
ströndum landsins og afréttir.
menningarlandslag, þar er um að
ræða landbúnaðarsvæði (dreifbýli) og
þéttbýli. Mörkin þar á milli eru oft óljós.
Þróun mannsins fjallar um stöðug
áhrif á landslagið til að nýta þær auðlindir
sem til eru. Meðan áhrifa mannanna gætir
lítið eða eru innan ramma (jafnvægis)
náttúrunnar sjálfrar er landslagið í
náttúrulegu ástandi eða aðlagast menn-
ingunni eðlilega og er íjafnvægi.
Tæknibylting síðustu áratugi hefur
hins vegar haft í för með sér stórfelldar
17